Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 26
348 LÆKNABLAÐIÐ vikið á ný, þegar rætt er um einstaka hluta hverrar greinar. Víkjum þó fyrst að eftirfarandi spurningu: HVERS VEGNA SKRIFA LÆKNAR? Á þér standa mörg spjót. Þú ert að safna þér í sérfræðiviðurkenningu og verður því að skrifa stíl. Auk þess verðurðu að gera þig gjaldgengan á vinnumarkaðnum: »Vísinda- störf: Eru metin af skráðum gögnum.« (3). Frami þinn á deildinni getur verið undir þvi kominn, að þú gangir frá einum eða tveimur pappírum á næstu mánuðum. Hér gildir nefnilega í auknum mæli, það sem menn hafa lengi haft fyrir satt í útlöndum: Kunngera eða hverfa. En það eru aðrar og brýnni ástæður fyrir því, að læknar þurfa og eiga að skrifa vísindagreinar: í hvert sinn sem læknir ákveður meðferð, hvort það nú er að láta breyta mataræði, ávísa lyfi eða að gera skurðaðgerð, er hann að gera tilraun. Árangurinn ber að skrá. Áður en því verður slegið föstu, að breyting til hins betra eða verra sé tengd viðkomandi meðferð, þarf að ganga úr skugga um það, hvort meðferðinni hafi verið beitt nægilega oft hjá sambærilegum einstaklingum, hvort niðurstaðan sé tengd eðlilegum gangi sjúkdómsins eða hvort til hafi komið ytri þættir tengdir meðferðinni. Læknar eru þannig daglega í starfi sínu að vega og meta meðferð einstaklinga með hliðsjón af tiltækum upplýsingum. í sam- ræmi við fengnar niðurstöður er meðferð breytt, ef þörf er eða hún er lögð til hliðar, hafi hún reynst illa. Stöðugt og samfellt uppgjör er þannig eðlilegur hluti læknisstarfsins. Þetta leiðir síðan eðlilega til þess, að þegar upplýs- ingarnar fara að verða flóknari og meiri að vöxtum, þarf formlegri vinnubrögð. Við erum komnir inn á svið rannsóknanna. Hér hæfir að vísa til Helsinki-yfirlýsingar Alþjóðafélags lækna (4), sem hér er birt í fyrsta sinn í íslenzkri þýðingu (Viðauki II). Öllum rannsóknum er ætlað að verða kveikja nýrrar þekkingar. Hvort það tekst er að sjálfsögðu ekki hægt að segja um fyrir- fram. Þess vegna er það ekki sjálfgefið, að þó að fjármunum og tíma hafi verið varið til könnunar, að niðurstöðurnar eigi erindi í tímarit. Sumt efni kemur að notum innanhúss og á ekki erindi á næstu bæi. Hafðu að Ieiðarljósi, að tilgangurinn með útgáfu verka þinna á fyrst og fremst að vera sá, að auka við þekkingu annarra og að koma á framfæri niðurstöðum athugana þinna. Þetta er sá mælikvarði, sem ritstjórn bregður fyrst á grein þína: Á efnið erindi til lesenda blaðsins? VIÐHORF RITSTJÓRA Algengustu orsakir þess að greinum er hafnað eru þessar: • Greinin er of löng miðað við þær upplýs- ingar, sem hún flytur. • Efnið er ófrumlegt eða að því hafa þegar verið gerð skil á sama vettvangi. • Röksemdir og niðurstöður eru vafasamar. • Greinin er illa skrifuð eða erfið aflestrar. Ein algengasta byrjendaskyssan er að setja saman langan inngang með 40-60 tilvitn- unum. Aftan við þetta kemur síðan kálfur með efnivið og aðferðum, niðurstöðum og umræðu. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós, að þarna eru í raun tvær greinar á ferðinni. Annars vegar löng yfirlitsgrein. Hins vegar stutt grein með eigin athugunum höfundar. Þetta gerist vegna þess, að höfundar hafa ekki spurt sig fyrstu spurningarinnar: HVAÐ er það, sem þeir ætla að skrifa um? Þeir eru búnir að viða að sér miklum efnivið og finnst þeir endilega þurfa að deila þeim fróðleik með öðrum og setja hann því í heilu lagi í innganginn. Yfirlitsgrein ættir þú aldrei að byrja á, nema þú hafir tryggt þér, að ritstjórn hafi áhuga á að birta slíkt. Öllu heldur: Ritstjórn á lang oftast frumkvæðið að því, að yfirlits- greinar eru ritaðar. Afturskyggnar rannsóknir hafa ýmsa ann- marka. Einar sér gefa þær oft sáralítið af sér, vegna þess að upplýsingaforðinn er ávallt ófullkominn. Ástæðan er sú, að þú ert háður upplýsingum, sem aðrir hafa safnað í alt öðrum tilgangi. Fræðslugildið verður í sam- ræmi við efniviðinn. Þyki ritstjórn þunnur þrettándinn færð þú handritið endursent með kærri kveðju og síðan ekki söguna meir. Viljir þú komast hjá slíkri meðferð, fylgdu þá eftirfarandi ráðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.