Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1985, Page 14

Læknablaðið - 15.12.1985, Page 14
340 LÆKNABLAÐIÐ verði bætt, m.a. að því er varðar framsögn þína og framkomu. Um hlutverk áheyrenda á æfingu er rætt hér í næsta þætti á eftir. Á þessari stundu ert þú primus inter pares. Leitaðu því ekki eftir hrósi, heldur treystu á, að vinir þínir segi þér bæði kost og löst á erindinu og flutningi þínum á því. Þessu næst ferðu aftur yfir hverja mynd fyrir sig og grannskoðar þær með þátttakend- um. Þessi þáttur er ekki þýðingarminni en sá fyrri, því dæmin sanna, að höfundar eru oft slegnir undarlegri blindu á galla og villur í myndum, sem utanaðkomandi koma auga á í sjónhendingu. Er hér komin skýringin á því, að þér er ráðlagt að láta gera glærur, áður en þú leitar til teiknara og/eða lætur gera skyggnur. Með hliðsjón af því, sem fram kom á þessari æfingu, endurskoðar þú textann og myndirn- ar. Hugsanlegt er, að þú þurfir nú að taka myndefnið til endurskoðunar. Fækkaðu myndum ef með þarf, breyttu myndum, ef það er til bóta og bættu við mynd, ef það hjálpar. Spurðu sjálfan þig jafnan, áðuren þú bætir við mynd eða setningu, hvort viðbótin auðveldi þér að ná markmiðum þínum. Árangurinn verður venjulega sá, að þú fellir í burt óþarfar upplýsingar og auðveldar þannig áheyrendum námið. Við tímasetningu erindis skaltu aldrei fara alveg að tímamörkum. Þú þarft að reikna með þeim tíma, sem fer í það að komast úr sæti þínu í ræðustól. Þó svo að ætlast sé til þess, að spurningum sé svarað í umræðutíma, gætir þú fengið á þig spurningu, sem þú yrðir að svara. Hér þarf ekki að minna þig á, að þú ert með dýrmæta upptöku á bandinu. Hlustaðu á það og notaðu það við endurskoðun textans. Þú getur enn bætt frammistöðu þína. Þá sviðsetur þú aðra æfingu og þá notar þú fullbúnar skyggnur. Ennþá betra er, ef þér gefst kostur á því, að flytja erindið á form- legum fundi á deildinni eða stofnuninni, þar sem þú vinnur. Þetta erindi ættir þú ekki að flytja síðar en hálfum mánuði áður en endanlegt fyrirlestrarhald er ráðgert. Þú þarft tíma til þess að gera nauðsynlegar breytingar. Lokaæfing Þessi æfing svarar til þess, sem í leikhúsum er nefnd búningaæfing (generalpröve, dress re- hearsal). Tilgangur hennar er • að tímasetja fyrirlesturinn við raunveru- legar aðstæður, • að komast að því hvaða spurningar erindið vekur og • að kanna sjálfstraust fyrirlesarans. Áheyrendur eiga • að gagnrýna fyrirlesturinn, • að rökstyðja ummæli sín; (fyrirlesari á að verja framsetningu sína), • að benda á galla, • að vera réttlátir í dómum sínum og • að benda á það, hvernig hægt er að koma efninu til skila á betri hátt. Frekari leiðbeiningar er að finna í minnislist- anum. Æfðu þig enn og aftur, þangað til þú kannt innganginn og niðurstöðurnar utan að, auk meginhluta aðalefnis. Erindið á að flytja, ekki að lesa Hafðu niðurlagið ávallt tilbúið. Með því tryggirðu þér, að þú getur ávallt haldið þig inn- an tímamarkanna, hvað sem fyrir kann að koma að öðru leyti. STÓRA STUNDIN RENNUR UPP Vettvangskönnun Daginn, sem þú átt að koma fram, skaltu kynna þér allar aðstæður á fundarstað, m.a. hvernig þú kemst klakklaust í ræðustól og hvernig þar er umhorfs. Fullvissaðu þig um það, að hljóðnemi sé í lagi, að birta sé nægileg á lespúlti, til þess að þú sjáir nægilega vel á minnisblöðin og að hjálpartæki (prik, ljós- bendir) séu til staðar. Komdu skyggnum í hendur stjórnanda sýningarvélar. Þær eru að sjálfsögðu í réttri röð. Láttu ekki stjóranda sýningarvélar þurfa að leita uppi þá mynd, sem þú kannt að vilja næst. Hlutverk hans er nógu erfitt fyrir. Enginn kærir sig um að þurfa að hlusta á fyrirmæli þín; »Nei, ekki þessa, þá næstu á undan, nei. . .«. Þurfir þú sjálfur að sjá um að sýna myndir, er öruggast að verða sér úti um myndbakka af réttri gerð, koma skyggnunum fyrir og renna bakkanum í gegn utan fundartíma. Notirðu eigin myndsýningarvél, hafðu varalampa ávallt tiltækan. Taktu mið af því, hvencer dags þú átt að flytja erindi þitt. Sért þú fyrstur á mælenda- skrá að morgni, ætlaðu þér góðan tíma til þess að ganga úr skugga um, að allt sé til reiðu. Á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.