Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 34
354 LÆKNABLAÐIÐ UMRÆÐA (Discussion) Nú er komið að því að meta það, hvað niðurstöðurnar tákna: What does it mean any-way? (9) Styðja niðurstöðurnar kenningu þina? Veita þær svör við þeim spurningum, sem leiddu til þess, að þú gerðir athugun þína? í rauninni mætti hugsa sér, að hægt væri að sleppa allri umræðu: »The results have been presented and in so doing their implications are made clear. What is there to discuss?«(9) Þetta gildir að sjálfsögðu ekki alltaf, en er áminning um það, að þú átt að vera eins stuttorður og hægt er. Reyndu að benda á það, hvaða þýðingu verk þitt getur haft. Tengdu niðurstöður þínar við það, sem aðrir hafa gert. Forðastu endurtekningu á því, sem áður kom fram í texta. SKIL (Conclusion) Ef efniviður og niðurstöður eru margbrotin hlýðir að draga saman undir þessari fyrirsögn, á sama hátt og gert er í lok góðs erindis, veigamestu atriðin í niðurstöðum þínum: • þær staðfesta það sem allir vissu áður, • þær staðfesta það sem menn hefur grunað, • þær eru nýjar af nálinni og ganga í berhögg við niðurstöður annarra. EFNISYFIRLIT (Summary) í lokin endurtekur þú mikilvægustu niður- stöðurnar og athyglisverðustu þættina úr greininni. Sú hefð hefur skapast, að þeim greinum, sem ætla má að eigi erindi við erlenda menn, fylgi efnisyfirlit á ensku. Því fer trúlega vel á því að vitna hér i skilgreiningu á fyrirbærinu á því máli: »Serves only to bring together, for the reader who has already read the paper, the article’s salient points; it often gives only conclusions, without indicating the experi- ments that have lead to them or the purpose and the significans ofthe workperformed. A n abstract therefore appears at the head of an article and a summary at the end.« (12) Þegar þú setur saman enskt »summary« getur þú hreinlega snúið útdrættinum yfir á ensku, enda hefur þá kaflanum um skil verið skotið inn á milli og í skilum getur þú komið á framfæri þeim upplýsingum, sem ella lentu í íslensku efnisyfirliti. ÞAKKIR (Acknowledgements) Hverjum á að þakka? Því er fljótsvarað: Samstarfsfólki og ráðgjöfum. Þeim sem hafa aðstoðað þig á einn eða annan hátt við rannsókn/könnun, upplýsingaöflun, tækniteiknun, myndagerð, undirbúning greinar, ritun og frágang. Þú getur í einu lagi þakkað starfsfólki deildar/stofnunar eða að þú nefnir þá sér- staklega til, sem verulega hafa lagt af mörk- um. Þú þakkar fyrir það, að hafa fengið að nota efnivið deildar/stofnunar og þakkar forstöðumanni hæfilega. HVERNIG ER SVO FARIÐ AÐ? í flæðiritinu á mynd 2 er sýnt, hvernig fara má að við það, að setja saman grein. Sumum atriðunum hafa þegar verið gerð skil, en önnur þarf að ræða nánar hér. Hafðu ávallt í huga, að IMRAD-kerfinu (Introduction, Materials/Methods, Results, Discussion) er ætlað að hjálpa þér að forðast tvítekningar og takir þú mið af orðum Bradford Hill (9) hér að framan, verður niðurröðun efnis auðveldari. Grípum nú niður í flæðiritinu, þar sem komið er að vali á tilvitnunum, sem koma í texta og í heimildaskrá. Ritstjórn Læknablaðsins hefur ákveðið, að tuttugu heimildir í fræðilegri grein sé hæfi- legur fjöldi, en að sjálfsögðu má vitna oft í sömu heimild. Láttu það aldrei henda þig að vitna beint í grein eða bók, sem þú hefur ekki undir höndum eða ljósrit eða mynd af texta. Þú greinir frá því í skránni, hver heimildin er og getur þess síðan, hvar þú sást vitnað í viðkomandi heimild, samanber dæmið i reglum ritstjórnar (8) í fyrsta viðbætinum. Dæmi um styttingar á heitum tímarita er í Viðauka III. Til upprifjunar er bent á það, sem sagði um undirbúning og gagnaöflun og á ný minnt á nauðsyn þess, að leggja snemma leið sína í bókasafn og fá aðstoð og leiðsögn bóka- varða. HANDRIT Mikilvægt er, að handrit séu snyrtilega frá- gengin og að þau séu í samræmi við reglur ritstjórnar. Á mynd 3 eru sýndir stílfærðir hlutar handrits og merkingar þeirra. Forsíðan hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.