Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 365 Titill er ritaður með lágstöfum. Hægt er að setja fram frekari upplýsingar í undirtitli, til þess að titill verði ekki of langur. í textadálki lengst til vinstri og í haus skal texti vera eins stuttur og kostur er. Ef fjöldi þeirra atriða, sem þarf að tjá er mjög mikill, er oft betra að skipta töflunni upp í tvær eða fleiri einfaldari. Ekki tjáir að setja fram hlutsfallslega dreifingu eina sér, tölfræðilegar upplýsingar skal ávallt túlka út frá upphaflegu talnasafni. Hver tafla skal vé/rituð eða teiknuð á sérblað. Ekki má rita aftan á þau blöð, fremur en önnur sem í handriti eru. MYNDLÝSING Myndir skal velja af kostgæfni og forðast ber að ofhlaða greinar með myndum. Sendið ekki filmur. Sendið myndir í því formi, sem þið ætlist til að verði á þeim í blaðinu. Ljósmyndir skulu vera skýrar og verða að þola nauðsynlega smækkun. Ekki má rita aftan á ljósmyndir, en þær skulu festar við blöð, sem hafa að geyma upplýsingar um númer myndar, hvað hún sýnir og aðrar þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru í texta. Grafar og teikningar skulu vera skýr og snyrtileg og eftir þeim þarf að vera hægt að gera myndamót og þau þurfa að þola nauðsyn- lega smækkun. Þau skulu teiknuð á sérstök blöð. Hér gildir sama regla og um önnur blöð, að ekki má rita aftan á þau. Ef ekki er augljóst hvernig mynd á að snúa, skal fylgja ljósrit, þar sem gefin eru fyrirmæli í þessa veru. Mikilvægt er að grafar (súlnarit stólparit, fleygrit, stöplarit, línurit, strikarit, tvísturrit) og teikningar séu einföld og að línur og tákn séu ekki fleiri en svo, að auðvelt sé að greina. Sérhver myndlýsing skal vera auðskilin. Henni skulu fylgja merkingar, svo sem númer (Mynd 1, Fig 1, ef merkingar eru á ensku), titill, hvaðan upplýsingar eru fengnar og hvenær, hvaða mælieiningar eru notaðar, svo og skýringar á táknum. Titill er venju- lega settur neðan við myndina, en sú regla er ekki algild. Safna skal öllum titlum saman á sérblað og skrifa þá upp í töluröð (legend to figures). í meginmáli skal vísa til myndlýsinga og forðast skal að eyða óþörfu máli til skýringar á myndum. Sérstök fyrirmæli um fyrirkomulag og upp- setningu, skulu ekki rituð á myndir eða teikn- ingar, heldur skal þetta koma fram á sérstökum blöðum. Myndum, sem ekki eru runnar frá höfund- um skal fylgja skýring á uppruna þeirra. Höfundar skulu afla sér skriflegs leyfis út- gefanda. EFNISÁGRIP Á ENSKU Efniságrip (summary) á ensku skal fylgja öllum greinum, sem byggðar eru á eigin reynslu höfunda og hverju því efni, sem líklegt er að áhuga geti vakið erlendis. HEIMILDIR Heimildir skal skrifa á sérstök blöð. Að jafnaði skulu heimildir ekki vera fleiri en 20, nema um sé ræða yfirlitsgreinar og ekki verður komizt hj á að fara fram úr þessari tölu. Skal leita samþykkis ritstjórnar, þegar svo stendur á. Leitast skal við að tilfæra aðeins heimildir, sem máli skipta. í texta er vísað til heimilda. Heimildir skulu tölusettar í þeirri röð, sem þær koma fyrir í texta. Dæmi: »Því er haldið fram (1), að«. . ., ». . .síðari rannsóknir (2) Ieiddu í ljós«. ..« ».. .meðferð hefur breyzt með tilkomu nýrra lyfja (3). . .« »Áður höfðu menn talið (4)...« í greinarlok fylgi listi með yfirskriftinni: HEIMILDIR. Skal greina frá nöfnum höf- unda og upphafsstöfum þeirra, samkvæmt engilsaxneskri ritvenj u. Tilgreina skal alla höf- unda, nema þeir séu fleiri en sex. Þá skal að- eins tilgreina þrj á og gefa til kynna með orðun- um et al., að þeir séu fleiri. Þessu næst komi allur greinartitill, þá nafn tímarits í styttingu i samræmi við Index Medicus (List of Journals Indexed); birtingarár, árgangur (bindi); blað- síðutal (fyrsta-siðasta). Bækur skulu til- færðar: Höfundur, bókartitill, útgáfustaður, útgefandi, útgáfuár. Dæmi um rétta uppsetningu tilvitnana: TÍMARIT Hannesson G. fslenzkt læknafélag. Læknablaðið 1915; 1:3. Soter NA, Wasserman SI, Austen KF. Cold urticaria: Release into the circulation of histamine and eosonop- hil chemotactic factor of anaphylaxis during cold challenge. N Engl J Med 1976; 687-90. The Committee on Enzymes of the Scandinavian Society for Clinical Chemistry and Clinical Physiology. Re-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.