Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 377 VIÐAUKI IV LEIÐBEININGAR FYRIR RITDÓMARA HLUTVERK RITDÓMARA Það er hlutverk ritdómara, • að gefa ritstjórum ráð um það, hvernig með greinar skuli farið, • að meta það, hvort vinnan er frumleg, vel unnin og í samræmi við nýjustu þekkingu, • að ganga úr skugga um það, hvort efni- viðnum er nægilega vel lýst, þannig að lesendur geti fylgt röksemdafærslunni eða endurtekið rannsókn þá, sem um er rætt (D- Sá sem tekur að sér slíkt verkefni, þarf að kunna vel til verka. Þess vegna má velta því fyrir sér, hvort réttlætanlegt væri, að setja saman leiðbeiningar af því tagi, sem hér eru birtar, ef einasti tilgangurinn væri sá, að leiðbeina dómendum. Hin hlið málsins er sú, að ungir höfundar eiga rétt á því, að vita á hvaða atriði er lögð áhersla, þegar verk þeirra eru metin. VINNUBRÖGÐ RITSTJÓRNAR Ritdómari lætur ritstjórn umsögn sína í té í því formi, að hægt er að senda ljósrit af textanum til höfundar. Öll auðkenni, sem rofið gætu nafnleynd gagnrýnanda, eru að sjálfsögðu falin. Sá ritstjóra, sem ber ábyrgð á greininni, fer yfir umsögnina og greinina. Hann bætir við þeim athugasemdum og leiðbeiningum, sem hann telur nauðsynlegar. Skráð er, hvenær grein berst frá höfundi, hvenær hún er send dómanda, hvenær hún berst aftur og endanlega er skráð, hvenær hún er samþykkt til birtingar. Það er því höf- undum í hag að bregðast fljótt og vel við gagnrýni og ábendingum. Ritstjórnar er að sjá um að velja þá til dómarastarfa, sem vinna verk sín skjótt og af alúð. NAFNLEYNDIN Ritdómarar njóta fullrar nafnleyndar gagn- vart höfundum, en hins vegar fá dómendur alltaf að vita, hverjir höfundar eru. Því hefir verið haldið fram, að nafnleynd leiddi af sér strangari, jafnvel óvæga dóma (2). Mótvægið gegn þessu er réttur höfunda til þess að svara gagnrýni og rökstyðja andmæli sín. LEIÐBEININGAR Ritstjórn Læknablaðsins hefir enn ekki gefið út leiðbeiningar til ritdómara, en ef af yrði, myndu þær verða eitthvað í áttina við það, sem hér er á eftir: 1. Ritdómari umgengst óprentað handrit sem friðhelgt plagg. 2. Ritdómari tekur meðvitað jákvæða, óvil- halla afstöðu til þess verks, sem honum er falið að gagnrýna. Hann gerist banda- maður höfundar, í því skyni að stuðla að birtingu gagnlegrar og nákvæmrar fræðigreinar. 3. Ritdómari, sem ekki treystist til að fjalla hlutlaust um tiltekna grein, á strax að skila handritinu til ritstjórnar. 4. Ritdómari hefir rétt til þess að neita að lesa yfir handrit og þarf enga skýringu að gefa á þeirri neitun. 5. Ritdómari á að vinna verk sitt hratt og vel. Venjan er, að ætla eina til tvær vikur til þess að dæma grein. 6. Ritdómari skal skila áliti innan þess tíma, sem tiltekinn er. Komist hann að raun um, að hann sé að lenda í tímahraki, ber honum umsvifalaust að hafa samband við þann úr ritstjórn, sem er ábyrgur fyrir verkinu og ráðfæra sig við hann, hvað gert skuli í málinu. 7. Ritdómara er óheimilt að ræða greinina við höfundinn eða nokkurn annan, að undanskildum þeim ritstjóra, sem ber ábyrgð á verkinu. 8. Ritdómari á að forðast að setja fram fullyrðingu í umsögn sinni um það, hvort hann telji greinina birtingarhæfa eða ekki. Þá skoðun getur hann látið í ljósi í bréfi til ritstjórnar. 9. Ritdómari þarf að svara eftirfarandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.