Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 335 AÐ TALA r' A FUNDUM OG RÁÐSTEFNUM »Lectures were once useful, but now that all can read, and books are numerous, lectures are unnecessary.u (1). Dr. Samuel Johnson (1709-1784) »Most medical meetings are dull.« (2) Stephen Lock, Ed Br Med J Fundir og ráðstefnur eru vettvangur upplýs- ingamiðlunar. Þar er hægt að koma á fram- færi nýjum fróðleik með skjótari hætti, en verður með því, að skrifa grein um efnið. Þetta miðlunarform fær sífellt aukna þýð- ingu í framhalds- og viðhaldsmenntun lækna. í vaxandi mæli eru læknisfræðirannsóknir stundaðar hérlendis og niðurstöðum þeirra þarf að koma á framfæri. Auðveldar sam- göngur gera mönnum kleift að sækja ráð- stefnur erlendis og mest munar þó um samningsbundinn rétt til utanferða. Þá kemur og til sá hvati, sem felst í orðunum: Lecture or leave. Eru þau hliðstæð alþekktu orðatiltæki, sem lengi hefur gilt í menntastofnunum: Publish orperish. Ekki spillir heldur fyrir, að þeir, sem bera kostnað af ráðstefnum og fundum, eru oft reiðubúnir til þess að greiða fargjald, gistingu og beina. Öll þessi atriði og mörg fleiri eru samverkandi og hafa Ieitt til þess, að fleiri og fleiri læknar taka þátt í fyrirlestrahaldi af einu eða öðru tagi. Gæði fyrirlestra, sem fluttir eru á fundum og ráðstefnum lækna, eru misjöfn, bæði að því er veit að efni og flutningi. Mismunurinn liggur í undirbúningi og reynslu fyrirlesarans. Góður fyrirlesari hefur enga sérstaka hæfi- leika, sem koma honum þrautalaust að mark- inu. Hann hefur komist klakklaust á leiðar- enda vegna þess, að hann hefur fylgt réttum leikreglum. Hann hefur vandað undirbúning og æft flutninginn. í því sem hér fer á eftir, er fátt nýtt að finna, sem lesari vissi ekki fyrir. Trúlega finnst viðkomandi þetta upptalning augljósra og sjálfsagðra hluta. Það er alveg rétt. Það er einnig rétt, að það er ekki hægt að kenna mönnum ræðumennsku. Hér gildir það sama og í öllu námi, að um sjálfsnám verður að ræða. Hins vegar sendir höfundur þér nokkr- ar leiðbeiningar, auk viðvarana um þær hindranir, sem kunna að verða á vegi þínum. Það er gert í þeirri von, að námið verði þér léttara fyrir bragðið. EF ÞÉR ER BOÐIÐ . . . Fáir þú boð um að flytja fyrirlestur á fundi eða ráðstefnu, átt þú tveggja kosta völ: Að þiggja boðið eða að afþakka það. Fyrst af öllu: Fáðu skilgreint nákvæmlega hvert hlutverk þitt á að vera. Undirbúningur verður sitt með hverjum hættinum, eftir því hvort þú átt • að flytja yfirlitserindi um tiltekið efni, • að skýra frá rannsókn/könnun þinni, • að greina frá nýrri tækni eða rann- sóknaaðferðum, • að fjalla um nýtilkomna þekkingu eða • að ræða um sjálfvalið efni. Ef um munnlegt boð er að ræða og þú ert sjálfur ekki viðriðinn undirbúning samkom- unnar, óskaðu þá eftir skriflegri staðfestingu á boðinu og því, hvert efnið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.