Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Síða 19

Læknablaðið - 15.12.1985, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 343 I Aðalefni Tilvitnanir Myndlýsing l t i---------------------------------------------------------1 (Inngangur) Aðalefni (Niðurstöður) Tímasetning Samþætting Myndlýsing t t áður, að fara fram úr tímamörkunum, þó svo að lengdin sé fimmfölduð. Þú þarft að gera ýmsum atriðum skil, sem þú hreinlega sleppir í stuttu erindi. Fyrr en varir er tíminn hlaupinn frá þér. Langur gestafyrirlestur krefst því engu minni undirbúnings, en stutt erindi og reynir meira á hæfni þína við flutning. Vísað er til myndar um undirbúning. Titill Þú þarft að senda endanlegan titil það tíman- lega, að hægt sé að auglýsa erindi þitt. Strax og þú færð boðið, settu þá niður á blað, það sem þér kemur fyrst í hug. Endurskoðaðu titil og endurbættu hann. Titill getur skipt sköpum um aðsókn, en fyrst og fremst verður að fara saman, það sem þú segist ætla að tala um og innihald þess erindis, sem þú endanlega flytur. Þættir undirbúnings Fyrirlestrar hafa ákveðið form. Innviðir þeirra eru þó ekki eins fast negldir og er í IMRAD-kerfi tímaritsgreinanna. Skörp fjór- skipting efnisins fer vel í grein. í fyrirlestri eru skil milli einstakra hluta óskýrari. Þó má ávallt greina inngang, meginefni og niðurstöður. Ekki ætlar höfundur sér þá dul, að gefa þér forskrift að góðum fyrirlestri, enda er það ekki hægt. Engir tveir einstaklingar munu taka á efni á sama hátt. Menn hafa mismun- andi skoðanir, framsetningu og orðaval. Við erum frábrugðin hvert öðru og tjáum okkur því sitt á hvern mátann. Hér nægir að minna á, að í undirbúningi fyrirlesturs eru fjórir þættir: 1. Söfnun og val upplýsinga og gagna, 2. Skipun efnis, samþætting, val og gerð myndefnis, 3. a) Ritun texta, b) endurskoðun, c) hrein- ritun, d) endurskoðun, e) niðurskurður, f) hreinritun, g) slípun málfars, h) hrein- ritun; endurtekið frá b) eins oft og með þarf og 4. a) Æfing, b) æfing, c) æfing; endurtekið frá a) eins oft og með þarf. Þegar hefur verið fjallað nokkuð um tvo fyrstu þættina. Hér mun þó trúlega ekki saka að benda á eftirfarandi dæmi um skipun efnis: 1. Inngangur 1.1 Skilgreining vandamáls. 1.2 Skilgreining markmiða. 2. Yfirlit yfir útgefin verk 3. Rannsókn 3.1 Aðferðin. 3.2 Tæki, áhöld. 3.3 Sérstök próf. 3.4 Niðurstöður. 4. Umræða um niðurstöóur 4.1 Samanburður við niðurstöður, sem birt- ar hafa verið. 4.2 Samanburður kenninga og niðurstaða tilrauna/kannana.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.