Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 18
342 LÆKNABLAÐIÐ ganga fram og til baka meðan þú lætur dæluna ganga og/eða láta skrjáfa í handriti/- minnisblöðum og vera sífellt að færa þau til og frá. Nefndu ekki nöfn annarra höfunda. Þeir, sem þekkja til viðkomandi ritsmíða, þurfa ekki að láta minna sig á þær. Hinir, sem ekki þekkja til þeirra, hafa ekkert gagn af þess háttar tilvitnunum, þar sem þú hefur ekki tíma til þess að greina nánar frá verkum annarra manna. Heldur er ekki til þess ætlast. Framandi nöfn og styttingar á heitum prófa, sjúkdóma eða sjúkdómsástands geta eyðilagt flutning mjög góðs texta. Skilgrein- ing slíkra heita í upphafi gæti farið fyrir ofan garð og neðan. Sumir áheyrenda gætu misskil- ið og ruglað öllu saman og aðrir hlustuðu ekki eftir. Boðskapur þinn gæti hreinlega glatast í óþörfum orðaskýringum. Óróleiki og spenna í taugum Þegar þú gengur í ræðustólinn, kemur þú fram eins og þú hafir gert þetta margoft áður. Þessu er lýst þannig af höfundum, sem búa þar sem nútímahnefaleikar eru upp runnir: »The lecturer should walk in front of this audience like a professional boxer, ready for an ordeal, but knowing that he has done all he could to get himself into the fittest and the best condition, through weeks of careful prepara- tion. He should carry no script for he is not going to read; all he may carry in his hand are one or two promt cards« (4). Vera má, að þú sért með hraðan púls, munnþurrk og svita á brá, að þú finnir að hendur þínar titra, að hjartað slær þungt og sleppir úr slagi og slagi, að þú hafir ákafa þörf fyrir að fara afsíðis, til þess að kasta af þér vatni. Vel þekkt fyrirbæri og angistarfyrir- bærin ofur eðlileg frá sjónarhóli lífeðlisfræð- innar. Vitað er, að hægt er að fá þessi einkenni til að hverfa, með því að takji inn fjörutíu milligrömm af oxýprenólóli, um klukkustund áður en viðkomandi á að taka til máls. Ekki er höfundur að mæla með notkun lyfja, sem eru Þrándur í Götu beta-adrenergrar verkunar. Margir fyrirlesarar finna ekki fyrir þeim einkennum, sem lýst var. Trúlega liggur það í því, að þeir hafa góða æfingu og hafa lagt mikla vinnu í undirbúning. Hið sama getur þú gert. Ef þú hins vegar ert ekki alveg í jafnvægi, þegar stóra stundin stundin rennur upp, gæti það hjálpað þér í gegn um þrengingarnar að halla þér á þá hækju, sem lyfið er. Láttu þetta ekki verða að vana, vegna þess að þú mátt ekki verða af þeim hvata, þar sem er eðlilegur glímuskjálfti. Endurskoðun Hvað er hægt að hafa til marks um viðbrögð áheyranda? Takist þér vel upp ríkir alger þögn. Enginn áheyrenda ekur sér á stólnum, hóstar, ræskir sig eða ræðir við næsta mann. Allir beina sjónum að þér. Enginn truflar þig með ósk um að fá að sjá aftur skyggnuna, sem var rétt að hverfa, að fá nánari útlistun á hugtaki, sem þú varst að segja frá mínútu áður eða eitthvað álíka ergilegt. Láttu ekki villa um fyrir þér, þó fyrstu fyrirspyrjendur þakki þér fyrirtaks (prýðis, ágætt, fræðandi, fróðlegt) erindi. Þeir, sem sækja ráðstefnur, eru upp til hópa gott og kurteist fólk. Láttu þér heldur ekki bregða, þó svo að enginn segi við þig: »Fínt erindi, gott hjá þér.« Til þess er ætlast, að þú semjir gott erindi og flytjir það vel. Því skyldu menn þá vera að orða það, sem sjálfsagt er? Bezti mælikvarðinn, sem þú hefur, er samanburður við aðra fyrirlesara. Þú tekur eftir því, hvað það er í fari þeirra og framsetningu, sem fer miður. Hafir þú lagt þér til sömu ósiðina, getur þú losað þig við þá. Mikilvægast er að geyma með þér vitn- eskju, sem þú aflar þér og notfæra þér hana til þess að gera enn betur næst. GESTAFYRIRLESTURINN Færum okkur nú upp á skaptið og hugsum okkur, að þér hafi tekist svo vel upp, að þér sé boðið að flytja gestafyrirlestur. Eins og áður færð þú staðfest, hvert verkefni þér er ætlað. Aftur vegur þú og metur, hvort þú eigir að taka boðinu. Verði viðbrögð þín jákvæð, tilkynnir þú það bréflega. Jafnvel þó að upphaflegt boð hafi verið munnlegt, neglir þú það niður í bréfi þínu með heiti erindis, hvert er það svið, sem þú hyggst tala um. Það stendur þá upp á þann, sem bauð þér, að skrifa á móti og leiðrétta, hafi eitthvað skolast til. Á sama hátt og þú losnar úr fjötrum IMRAD-kerfisins, þegar þú ert að undirbúa stuttan vísindafyrirlestur, er nú aftur losað um höftin, að því er varðar efni og stíl. Meðal annars af þeim sökum, ert þú í sömu hættu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.