Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1985, Side 10

Læknablaðið - 15.12.1985, Side 10
338 LÆKNABLAÐIÐ sem annars vegar verða dregnar af niðurstöðum þínum og hins vegar af þeim gögnum, sem þú viðar að þér). Byrjaöu strax á undirbúningi. Talaðu við vini þína og kunningja, séfræð- inga á viðkomandi sviði og hverj a aðra þá, sem geta orðið þér að liði og gefið þér góð ráð. Þetta gildir áfram: Á öllum stigum undir- búnings skalt Þú leita eftir ráðim og gagnrýni hjá þeim, sem reynsluna og þekkinguna hafa. Þú leggur leið þína í bókasafn (bóka- söfn), þar sem þú getur gengið að nauðsyn- legum heimildum eða fengið hjálp við að út- vega þær. Skrifaðu til minnis, það sem þér dett- ur í hug. Taktu upp úr tímaritum og bókum efni, sem þú telur þig geta notað og skráðu, hvaðan það er fengið. Þessu verður nánar lýst, þegar rætt verður um heimildaleit í sambandi við greinaskrif. Næst liggur fyrir að raða saman því, sem þú hefur aflað þér af upplýsingum og því, sem felst í þínum eigin efnivið, byggja upp erindið og ákveða um sjónhjálpargögn. Þú munt komast að raun um það, að upphafið ásamt niðurlaginu er erfiðast að semja. Snúðu þér því að meginmálinu strax. Kynningin og niðurlagið koma þá sjálfkrafa síðar. Þó verður það væntanlega ekki alveg þrautalaust. Aðalvandinn við að setja saman erindið, er að velja saman staðreyndir og hafna öðrum, þannig að hægt verði að koma efniviðnum til skila innan tímamarkanna á eðlilegum hraða. Freistingin, sem þú gætir fallið fyrir, væri sú að ofhlaða erindið og reyna að koma firna- fróðleik til áheyrenda á mettíma. Láttu þessa byrjendaskyssu ekki henda þig. Lausnin er að segja frá því í örfáum orðum, að tilteknum atriðum sé sleppt. í spurningatíma og í umræðu getur verið, að eftir þessum staðreyndum verði kallað. Ef ekki, geymir þú þessa vitneskju í upplýsingabanka þínum og notar hana í næsta eða þarnæsta erindi. INNGANGUR Settufram í einni eða tveimur setningum, það sem þú vilt að áheyrendur leggi á minnið. Þetta tekur ekki nema eina til tvær mínútur, en getur skipt sköpum um viðbrögð áheyr- enda: Þú þarft strax í upphafi að ná til þeirra og halda athyglinni óskertri til enda. Margir hafa áhyggjur af því, hvað þeir ætla að segja. Þeir gleyma því, að þeim er boðið að tala, vegna þess að vitað er, að þeir búa yfir sérþekkingu. Það er einfaldlega verið að biðja þá um að deila henni með öðrum. AÐALEFNI Kúnstin við ritun þessa hluta erindisins er sú að þjappa efniviðnum saman á hnitmiðað mál. Hugmyndir þurfa að vera í innbyrðis samhengi, þannig að ein leiði af annarri. Óskynsamlegt er að vekja nýja hugmynd oftar en á tveggja til þriggja mínútna fresti. í stuttum vísindafyrirlestri átt þú að segja frá tilgátu þinni (hypothesis), lýsa því hvernig hún var reynd og leggja fram niðurstöður. Þetta þýðir, að þú lætur fyrir róða spenni- treyju IMRAD-kerfisins og sleppir því, að lýsa efnivið og aðferðum. Nánar verður vikið að þessum atriðum síðar, þegar rætt er um gestafyrirlestra. Niðurstöður eiga að leiða beint af því, sem sagt er í meginefni. Á sama hátt og var í inngangi, hlýðir í lok erindis að telja fram aðalatriðin úr erindinu í nokkrum setningum. Hæfilegar endurtekningar halda athygli áheyrenda vak- andi. Að lokum telur þú upp niðurstöður þínar eina af annarri. Myndir Þegar þú flytur erindi þitt notar þú skyggnur (slides). Láttu vanda til þeirra og tryggðu þér, að þær hafi allar svipað yfirbragð. Gættu þess að ofhlaða ekki: í tíu mínútna erindi mátt þú aðeins nota sex til átta skyggnur. Texti í töflum og myndum þarf að vera auðlesinn, hvaðan sem er í fyrirlestrar- sal. Línur og tákn verða að vera auðgreinan- leg. í töflum og myndum eiga aðeins að vera nauðsynlegustu upplýsingar. Efni og myndir verða að falla saman, þannig að ekki verði á milli skilið. Samþætting efnis Nú er komið að því að fella saman texta og myndefni. Stutt erindi og ræður á að skrifa niður frá orði til orðs. Annars vegar vegna þess, að ræðutími er ávallt naumur og hins vegar vegna þeirrar ögunar, sem felst i nákvæmum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.