Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 26
376 LÆKNABLAÐIÐ Greining Þótt greining iungnabólgu með skoðun og röntgenmyndatöku sé oftast auðveld er greining á orsök hennar hins vegar yfirleitt mun erfiðari. Orsakagreiningin er þó að sjálfsögðu mjög mikilvæg, ekki hvað síst vegna hins mikla fjölda af sýklum er valdið geta sjúkdómum. Auðveldasta og skjótvirkasta greiningaraðferðin í þessu skyni er tvímælalaust Gramlitun á hráka. Með smásjárskoðun á góðu hrákasýni má greina 75-100% allrar pnemókokkalungnabólgu (8). Gramlitun og skoðun sýnis tekur ekki nema 5-10 mínútur, tækjabúnað þarf lítinn og kostnaður er óverulegur. Aðstaða til Gramlitunar ætti að vera á lækningastofu hvers læknis ekki síður en ýmis dýrari tæki sem þar má gjarnan finna nú. Hrákinn næst þó ekki ætíð til greiningar. Aðgerðir eins og berkjuástunga og berkjuspeglun eru ekki gerðar nema innan veggja sjúkrahúsa og þarf allnokkra þjálfun til. Berkjuástunga er vissulega næm aðgerð til orsakagreiningar lungnabólgu (9). Kemur það einnig fram í grein þeirri um orsakir lungnabólgu er birtist í þessu tölublaði Læknablaðsins. Berkjuástungu geta þó fylgt ýmsir alvarlegir fylgikvillar, allt frá blæðingu eða sýkingu á stungustað til viðbrigða með alvarlegum hjartsláttartruflunum (vasovagal). Ennfremur líkar mörgum sjúklingum það miður, að vera stungnir á háls. Þvi er ólíklegt að rannsóknaraðferðin verði hluti af daglegri vinnu. Að sjálfsögðu greinast margar tegundir lungnabólgu ekki nema með mótefnamælingum eða beinni leit að mótefnavökum sýkla í vessum eða vefjum. Mjög hröð framþróun er í slíkri greiningartækni og er ekki ólíklegt að hún komi ræktunum fyrir kattarnef á næsta áratug. Þrátt fyrir vaxandi tækifæri til skyndigreiningar á orsökum lungnabólgu er þó líklegt að alltaf standi eftir hópur sjúklinga sem meðhöndla verður áður en niðurstaða um orsök liggur fyrir. í þeim tilvikum er nauðsynlegt að líta til umhverfisþátta og orsakasamhengis og má í því efni skipta bráðri lungnabólgu í fjóra flokka (10). Að sjálfsögðu er hér ekki um tæmandi flokkun að ræða, til dæmis er ekki tekið tillit til berkla eða sýkinga af völdum mýkóbaktería, né heldur lungnabólgu hjá sjúklingum með mjög aivarlega brenglun á ónæmiskerfi. Flokkun lungnabólgu 1. Bráð lungnabólga utan sjúkrahúss. Sjúklingurinn er dæmigert bráðveikur, með háan hita og skjálfta í byrjun. Hann er venjulega miðaldra eða eldri og kann að hafa ýmsa langvinna sjúkdóma, þar á meðal lungnasjúkdóma, hjartasjúkdóma, sykursýki eða áfengisvandamál. Pnemokokkar og Hemophilus influenzae eru líklegastir sýkla og penisillín- eða ampisillín-afbrigði líklega skynsamlegasta meðferð uns endanleg orsök sannast. Ef líklegt er talið að Hemophilus framleiði þ-laktamasa verður að grípa til Iyfja eins og trímetóprín-súlfametoxazól eða annarrar til þriðju kynslóðar sefalóspórína. 2. Svelgilungabólga (aspiration pneumonia). Þó flestar neðri öndunarfærasýkingar af völdum baktería séu af völdum ásvelgingar (aspiration) er hún oftast leynd. Hér er því átt við ljósa ásvelgingu og sjúklingarnir því oftast með sjúkdóma er valda skertri meðvitund og truflun á kok- eða kyngingarviðbrögðum. Þrjár sjúkdómsmyndir má greina eftir ásvelgingu: Lungnabólgu af völdum efna eða sýru (chemical pneumonitis), berkjulokun vegna aðskotahlutar og að lokum raunverulega lungnabólgu af völdum sýkla úr munnholi. Tvær fyrri sjúkdómsmyndirnar valda venjulega bráðum einkennum, en lungnabólgan sjálf gengur hægar og oft hefjast einkenni ekki fyrr en nokkrum dögum eftir ásvelginguna. Flest bendir til að sýklalyf ætti ekki að nota fyrr en bakteríusýking í lungum slíkra sjúklinga sé ljós og að sýklalyfjagjöf strax eftir ásvelginguna dragi ekki úr tíðni bakteríulungnabólgu og stuðli einungis að tilurð ónæmra sýkla. Kjörlyf við Iíklegum sýklum eftir ásvelgingu er penisillín. í undantekningatilvikum er þó farið að bera á ónæmi meðal loftfælinna sýkla í munni gegn penisillíni. í slíkum tilvikum er klindamysín næsta lyf til taks. 3. »Frábrigðileg« lungnabólga (atypical pneumonia). Sjúklingar úr þessum hópi eru yngri en í hinum fyrsta, sjúkdómsmyndin venjulega hægari, hósti gjarnan þurr, verkur undir bringubeini með hóstanum og höfuðverkur gjarnan áberandi. Helstu orsakir lungnabólgu hjá þessum hópi sjúklinga eru Mycoplasma pneumonia, Chlamydi psittaci, inflúensuveirur, adenoveirur o.fl. Legionella hefur ennfremur oft einkenni sem þessi en einnig má finna henni stað í fyrsta hópnum og oft eru einkenni að sjálfsögðu blönduð. Erýtrómýsín eða tetrasýklín eru hér kjörlyf. 4. Lungnabólga á sjúkrahúsum. í sumum athugunum erlendis hefur um 60% lungnabólgu,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.