Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 119 áhyggjuefni fyrir þá sem slíkar rannsóknir stunda hvernig við skuli bregðast. Við rannsókn á neysluvenjum og viðhorfum til áfengis sem framkvæmd var samtímis með sama spurningalista í Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð, kom í ljós, að ölvunartíðni er mest á íslandi og bráðar afleiðingar áfengisneyslunnar þar af leiðandi svipaðar og í Finnlandi eða ívið algengari þar sem ölvunartíðnin er hér um bil jafnmikil og hér á landi. Stórdrykkja er hins vegar meiri í þeim löndum þar sem heildarneyslan er meiri. Þar eru einnig ýmsar heilsufarslegar afleiðingar áfengisneyslunnar meira áberandi en hér á landi. Nánari norræn samanburðarathugun á heilsufarslegum og félagslegum langtímaafleiðingum áfengisnotkunar er langt komin og tekist hefur að fá Dani til að vera með í rannsókninni. Fjallað er um hluta af þessari könnun í grein Gylfa Ásmundssonar. í henni kemur fram samsvörun á milli heildarneyslu áfengis, ölvunaraksturs og umferðarslysa hér á landi. Þrátt fyrir að liðin sé hálf önnur öld síðan drykkjusýki og afleiðingum hennar var lýst sem sjúkdómi af sænskum geðlækni, Magnusi Huss, hefur gengið hægt að fá fólk til að viðurkenna áfengismisnotkun sem sjúkdóm. Á síðustu 30 árum hafa AA samtökin og síðar SÁÁ lagt áherslu á að kynna almenningi þetta sjónarmið. Viðhorf fólks til sjúkdóma ásamt þekkingu á eðli þeirra og orsökum skipta miklu til að unnt sé að koma í veg fyrir þá. Þrátt fyrir upplýsingamiðlun til lærðra og leikra vantar enn talsvert á að fólk yfirleitt líti á drykkjusýki sem sjúkdóm og geri sér ljóst eðli hennar eins og fram kemur í rannsókn Hildigunnar Ólafsdóttur. Meðferð drykkjusjúkra og aðstoð við þá sem eiga í vanda vegna áfengisnotkunar er mikil nauðsyn. Það er enn eitt sem er sérkennilegt fyrir áfengismál á íslandi hversu mörg rúm eru hér nú á sjúkrastofnunum sérstaklega til meðferðar drykkjusjúkra og ör aukning þeirra á síðustu 10 árum þrátt fyrir hina lágu heildarneyslu. Þeim sem leitað hafa aðstoðar hefur farið sífjölgandi eftir því sem rúmum hefur fjölgað. Endurinnlögnum hefur þó fjölgað meira en fyrstu innlögnum. í árslok 1985 höfðu 3,6% fullorðinna íslendinga verið lagðir inn á stofnun til meðferðar vegna áfengismisnotkunar. Fjöldi karla á fimmtugsaldri sem leitað hafa meðferðar var þá orðinn meiri en fjöldi sextugra karla sem vitað var að höfðu misnotað áfengi einhvern tíma á ævinni í rannsókn fyrir nærri þrjátíu árum. Fjöldi kvenna sem hefur verið í meðferð var rúmlega fjórum sinnum meiri 1985 en vitað var um að hefðu misnotað áfengi eða önnur vímuefni þrjátíu árum áður. Á sama tíma hefur sala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi tvöfaldast. Þessar rannsóknir varpa nokkru ljósi á þróun áfengisneyslu og núverandi ástand í áfengismálum. Mikið vantar þó á að öll kurl séu komin til grafar. Bæði eru i gögnum þeim sem þegar hefur verið safnað enn miklar upplýsingar sem að nokkru hafa verið birtar annars staðar en að nokkru er ekki enn búið að vinna úr. Auk þess er nauðsyn að halda áfram frekari rannsóknum á neysluvenjum til þess að fylgjast með hvaða áhrif breytingar á dreifingu áfengis hafa, eins og nýjar sjálfsafgreiðsluverslanir og fleiri útsölur. Ennfremur er nauðsynlegt að fylgjast með neyslu unglinga eins og gert hefur verið á vegum Landlæknisembættisins. Fjölmargar aðrar rannsóknir er ástæða til að framkvæma, faraldsfræðilegar, lyfjafræðilegar, klínískar, félagsfræðilegar, sagnfræðilegar og hagfræðilegar. En ekki er hægt að bíða með aðgerðir þar til niðurstöður þessara rannsókna liggja fyrir. Þegar er nægjanlega mikið vitað til þess að hægt sé að beita raunhæfum aðgerðum til þess að draga úr áfengisneyslu og vandamálum sem henni tengjast. Það er enginn vafi á því að íslensk áfengismálastefna, með sterku aðhaldi og takmörkunum á sölu og dreifingu, m.a. banni við sölu á áfengum bjór, hefur haldið niðri heildarneyslu landsmanna. Allar tilslakanir hafa stuðlað að aukinni neyslu og auknum vandamálum. Ætlunin með íslenskri heilbrigðisstefnu er að ná markmiði Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar að minnka heildarneyslu áfengis í landinu um fjórðung fyrir árið 2000. Ljóst er að leiðin til þess er ekki að slaka frekar á þeim takmörkunum sem hér hafa verið á áfengissölu og leyfa sölu á nýjum tegundum. Til þess að ná þessu markmiði þarf að nýta þá þekkingu sem þegar er til, miðla henni til lækna og leikra og leggja áherslu á frekari rannsóknir. Tómas Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.