Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 121-7 121 Tómas Helgason BREYTINGAR Á NEYSLU ÁFENGIS OG ANNARRA FIKNIEFNA Á ÍSLANDI ÚTDRÁTTUR Gerð er stutt grein fyrir þróun neyslu áfengis og annarra fíkniefna á íslandi, sérstaklega á síðari árum, samkvæmt opinberum skýrslum um sölu áfengis og rannsóknum annarra á fíkniefnaneyslu ungs fólks. Áfengisneyslan hefur aukist jafnt og þétt síðan bannið var afnumið og var orðin 4,5 lítrar á mann 15 ára og eldri 1984, að viðbættum 0,5 lítrum sem voru fluttir inn tollfrjálst. Á síðustu 12 árum hefur heildarneyslan aukist lítið, hlutfallið milli neyslu sterkra vína og veikra hefur breyst þannig að hlutur veikari vína hefur aukist. Á allra síðustu árum hefur vínveitingastöðum fjölgað mjög mikið og áfengisútsölum nokkuð. Þessi fjölgun kann að hafa stuðlað að því að heildarneyslan minnkaði ekki með minnkandi kaupmætti á árunum 1983-5. Á síðustu 15-20 árum hefur borið meira á neyslu annarra fíkniefna en áður, einkum meðal ungs fólks, þó að sú neysla sé litil í samanburði við áfengisneysluna. Sýnt er hvernig notkun annarra fíkniefna kemur fram með samanburði á sjúkdómsgreiningum þeirra sem leituðu til geðdeildar Landspítalans 1980 og 1984. INNGANGUR Til þess að geta fjallað um breytingar á neyslu áfengis og annarra fíkniefna þurfa að vera til upplýsingar um neyslu þeirra á ýmsum tímum. Hér á landi er lítið til af áreiðanlegum upplýsingum um þessi efni aðrar en þær, sem finna má í innflutningsskýrslum og söluskýrslum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (1, 2). Þeim mun meira er til af sögusögnum í annálum fyrri tíma og fréttum fjölmiðla nútímans. Slíkar upplýsingar gefa takmarkaða mynd af neyslunni. Annars vegar kemur aðeins fram heildarsala eða skráður innflutningur, og hins vegar oft og tíðum æsifréttir af smygli eða óhófsneyslu ýmis konar. Á síðustu 25 árum hafa verið framkvæmdar talsverðar rannsóknir, sem sérstaklega varpa ljósi Frá Geðdeild Landspítalans. Barst 16/09/1987 Sambvkkt 04/01/1988. á áfengisneysluna hér á landi. Síðan 1972 höfum við þrítekið úrtakskönnun á neyslu áfengis meðal fullorðinna (3, 4). Tölur úr síðustu könnuninni eru nýkomnar og verður nánar fjallað um sumar þeirra í öðrum greinum (5-7). Einnig hafa verið framkvæmdar nokkrar kannanir á notkun annarra fíkniefna meðal unglinga (8-10). í þessari grein verður fjallað stuttlega um þá takmörkuðu mynd, sem hægt er að fá af neyslu áfengis og annarra fíkniefna og breytingum á henni, á grundvelli opinberra skýrslna um áfengissölu og áðurnefndra kannana á fíkniefnaneyslu ungs fólks. Einnig verða bornar saman greiningar þeirra sem lagst hafa inn á geðdeild Landspítalans vegna fíkniefnanotkunar 1980 og 1984. I. ÁFENGI Áfengi er jafnmikilvirkt og varasamt efni og fjöldi lyfja sem ekki fást nema gegn lyfseðli og jafnvel ekki nema í takmörkuðu magni og með sérstakri skráningu undir eftirliti landlæknis. Áfengi er hins vegar löglegur vímugjafi sem hefur verið notaður í árþúsundir til slökunar og í samkvæmum af Iangflestum á skaðlítinn hátt þannig, að hvorki valdi neytandanum sjálfum né öðrum skaða. Til þess að halda notkuninni innan skynsamlegra marka, hafa skapast ákveðnar hefðir og lög og reglur verið settar. Tilgangur þeirra hefur þó ekki eingöngu verið að halda áfengisnotkuninni í skefjum. Stundum hafa önnur sjónarmið einnig ráðið nokkru, nefnilega ágóðasjónarmið framleiðanda og seljanda og tekjuþörf ríkisins. Umræða um áfengisneyslu hefur alla tíð sérkennst af tvíbentri afstöðu fólks til áfengis. Flestir eiga erfitt með að taka afstöðu til áfengis á hlutlægan og ópersónulegan hátt. Mikill meiri hluti fólks neytir áfengis og vill fá að gera það að eigin geðþótta. Þessum meirihluta er hins vegar Ijóst, að áfengisneysla getur valdið miklum skaða og orðið sjúkleg í sumum tilvikum. En það er venjulega neysla einhverra annarra, sem þá þarf að hemja. Finnst sumum jafnvel að þessir »aðrir«, sem ekki kunna með áfengi að fara,

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.