Læknablaðið - 15.04.1988, Side 12
124
LÆKNABLAÐIÐ
Lítrar af hreinum
vinanda á ibúa
15 ára og eldri
□ Frihöfn, bjór DFríhöfn, annad □Lóttvín ■ Sterkt áfengi
Mynd 4. Skráð meðaláfengissala á hvern íslending 15
ára og eldri 1974-1985 (skv. ÁTVR) og meðalsala á
mann I fríhöfn 1976-1985.
álagning á sterku áfengi hlutfallslega meiri en á
léttum vínum. Á árinu 1984, eftir að
álagningarreglum var breytt á nýjan leik, snýst
þróunin við og hlutur sterkra drykkja vex aftur á
kostnað hinna veikari.
II. BREYTINGAR Á NOTKUN ANNARRA
FÍKNIEFNA EN ÁFENGIS
Ekki fer neinum teljandi sögum af neyslu annarra
fíkniefna en áfengis hér á landi fyrr en á þessari
öld. Framan af var eingöngu um að ræða ópíum
og skyld sterk, verkjadeyfandi lyf. Síðar komu til
róandi lyf (brómíd) og svefnlyf (barbituröt). Rétt
fyrir 1940 bættist við amfetamín og á miðjum 5.
áratugnum var farið að misnota það verulega.
Síðar hafa bæst við önnur róandi og örvandi lyf
og á síðustu 15-20 árum hefur farið að bera á
neyslu ólöglegra fíkniefna hér á landi eins og
annars staðar. Heilbrigðisyfirvöld hafa haft
verulegan hemil á notkun þeirra efna sem ekki
fást nema gegn lyfseðli. Hefur tekist að draga
verulega úr notkun þeirra með ströngu aðhaldi að
lyfseðlagjöf. Hefur lögleg notkun örvandi efna,
eins og t.d. amfetamíns, horfið að kalla og
notkun róandi lyfja minnkað verulega (15).
Hins vegar hefur gengið erfiðlegar að hafa hemil
á þeim efnum sem fást án lyfseðils, eins og áfengi
og leysiefnum. »Sniff«-faraldrar meðal unglinga
hafa gosið upp öðru hvoru síðan 1940. Þvi miður
er eins farið með þá faraldra og notkun ólöglegra
efna, að lítið er um þá vitað. Efni sem flutt eru
inn ólöglega og seld á svörtum markaði hafa
vakið mikinn ugg og umtal. Um neyslu þeirra er
tiltölulega lítið vitað annað en það, sem hefur
komið fram í könnunum á meðal unglinga sem
framkvæmdar hafa verið eftir 1970. í könnun,
sem Hildigunnur Ólafsdóttir framkvæmdi á
vegum Félagsmálaráðs Reykjavíkur 1972 (8) og
fjallaði um neyslu unglinga á áfengi og öðrum
fíkniefnum kom í ljós, að 4% unglinga á
aldrinum 13-17 ára höfðu reynt kannabisefni, en
9% af þeim sem voru 16 ára. Með
hippatímabilinu á seinni hluta sjöunda
áratugarins hófst kannabisneysla, LSD-neysla og
síðar ólögleg amfetamínneysla og raunar neysla
fleiri hættulegra fíkniefna. Engar heimildir eru þó
til um kannabisneyslu hér á landi fyrir 1967. En
þegar 1967-1968 voru heilbrigðisyfirvöld vöruð
við aðsteðjandi vanda af völdum þess (16). í
upphafi hippatímabilsins gerðust ýmsir talsmenn
þess, að kannabisinnflutningur og sala yrði
heimiluð í nafni mannréttinda og frelsis og töldu
efnið hættuminna en áfengi. Sem betur fer eru
þessar raddir löngu þagnaðar og flestum Ijóst
hvílík hætta fylgir kannabisneyslu. Erfitt er að
meta hvort ungu fólki, sem reynt hefur kannabis,
hefur fjölgað verulega. Nokkur hópur fólks hefur
ánetjast þessum efnum og er talinn neyta þeirra í
stórum stíl, þó að haldgóðar tölur vantaði til þess
að meta stærð hópsins (16).
Á árinu 1984 voru gerðar tvær athuganir á
notkun vímuefna meðal ungs fólks. Önnur, sem
framkvæmd var meðal skólafólks á aldrinum
15-20 ára, leiddi í ljós að 16,9% hafði reynt
kannabis, en aðeins 8% þeirra sem voru 16 ára
(9). Samkvæmt hinni, sem framkvæmd var hjá
tilviljunarúrtaki fólks á aldrinum 16-36 ára,
Áfengi og tóbak,
bak og kannabis, 1%
„v Tóbak, 1%
igi og kannabis, 3% \ .
gi, tóbak, kannabis *
Áfengi, tóbak og
kannabis, 19%
Áfengi,
28%
Mynd 5. Fíkniefnaneysla fólks á aldrinum 16-36 ára
árið 1984 (10).