Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 14
126 LÆKNABLAÐIÐ 11,2% af þeim sem skráðir voru til herþjónustu 1984 og 6,9% 1986. Á sama tíma hafa um 5% 16 ára unglinga reynslu af öðrum fíkniefnum en áfengi (20). Viðbrögð yfirvalda gagnvart áfengis- og annarri fíkniefnaneyslu hafa verið mjög með sitt hvoru móti. Ofneysla áfengis var framan af eini vandinn hér á landi og var brugðist mjög harkalega við með því að innleiða aðflutnings- og sölubann. Árangurinn lét ekki á sér standa, neyslan datt niður og litlum sögum fór af ofneyslu á meðan bannið var algjört. En menn vildu ekki una banninu. Eftir að byrjað var að létta áfengisbanninu hefur þróunin gagnvart notkun og meðferð áfengis og annarra fikniefna verið sín í hvora áttina. Stöðugt hefur verið slakað á hömlum gagnvart sölu og neyslu áfengis, en hert á hömlum á sölu annarra fíkniefna. Notkun á hvoru tveggju hefur þó stöðugt farið vaxandi. Reynt hefur verið að grípa til aukinnar fræðslu um þær hættur sem stafa af efnunum. En árangur hennar hefur einnig verið takmarkaður, enda við ramman reip að draga, sérstaklega hvað varðar áfengi. Þó að allir telji fræðslu um áfengi og afleiðingar áfengisneyslu nauðsynlega hefur reynst erfitt að sýna fram á gagnsemi hennar til að halda neyslunni í skefjum og draga úr eða koma í veg fyrir þau vandamál, sem af henni leiðir. Hins vegar eru öruggar upplýsingar um gagnsemi strangra takmarkana á sölu og dreifingu áfengis (21). Frá 1960 hefur áfengisneyslan fylgt kaupmætti launa verkamanna að undanskildum árunum 1983-1985. Þau ár hefur neyslan haldist jafnhá og áður eða aðeins farið hækkandi, þrátt fyrir verulega minni kaupmátt en árin á undan. Þessi sömu ár jókst fjöldi áfengisútsölustaða og vínveitingahúsa og virðist aukið aðgengi áfengis þá hafa eytt áhrifum verðstýringarinnar. Þó að ekki hafi tekist að hefta notkun (ofnotkun) annarra fíkniefna með lögum og reglum, dettur engum í hug annað en að fylgja aðferðum heilbrigðisfræðinnar áfram með því að hindra aðgang að þeim og draga úr framboði. Nægir að minna á aðgerðir landlæknis til að takmarka ávísanir á kvíðalosandi og róandi lyf sem geta leitt til fíkninotkunar. Gagnstætt þessu eru sumir enn að gæla við hugmyndir um að gera framboð á áfengi fjölbreyttara og þar með að auka á neyslu þess, þvert ofan í ábendingar Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar (22, 23). Það er engum vafa undirorpið að hin aðhaldssama áfengismálastefna, sem fylgt hefur verið hér á landi, er ástæðan fyrir því að heildarneysla áfengis hér er lægri en í nokkru öðru Evrópulandi. Það er heldur engum vafa undirorpið að hið stranga eftirlit með sölu og notkun annarra fíkniefna hefur stuðlað að því að halda neyslu þeirra niðri. Þessa stefnu verður að styrkja og efla. Það verður ekki gert með vaxandi undanlátssemi. Þvert á móti verður að leggja áherslu á að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum fíkniefnum ennþá meira en verið hefur og leggja áherslu á fræðslu og meiri upplýsingar til lækna og annarra um nauðsyn reglna til að koma í veg fyrir ofnotkun þessara efna. SUMMARY Changes in the consumption of alcohol and other drugs in Iceland. A brief account is given of changes in the consumption of alcohol and other drugs in Iceland, especially in recent years, according to official records on the sale of wine and spirits and published studies of the consumption of other drugs among young people. The alcohol consumption has increased gradually since the repeal of the prohibition in the early twenties and especially in the mid-thirties and was 4.5 liters per person 15 years and older in 1984, plus 0.5 liters which were imported taxfree. The production and sale of beer containing more than 2.25 volume% alcohol is prohibited in Iceland although tourists and personnel in international transportatior, are allowed to take beer instead of one half of other taxfree liquors. The total consumption per person has remained relatively stable during the last 12 years while the sales of strong liquors have decreased with a corresponding increase in wines. In recent years the number of restaurants licensed to serve alcohol has increased very markedly and the number of liquor stores has increased somewhat. This increased outlet has probably kept up the total consumption during the period 1983-85 in spite of a reduced index of purchasing power during these years. During the last 15-20 years the consumption of other drugs has increased, especially among young people, although that consumption is negligible in comparison with the consumption of alcohol. The increase in the consumption of other drugs is reflected in the increased number of patients with such diagnoses in the Department of Psychiatry at the National University Hospital in 1984 compared to that in 1980. HEIMILDIR 1. Tölfræðihandbók 1984. Reykjavík Hagstofa íslands 1985. 2. Söluskýrslur Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. 3. Helgason T. Alkoholvaner i Island. Beskrivelse og sammenligning med det övrige Norden. Alkohol och narkotika 1978; 72: 17-27.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.