Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1988, Page 19

Læknablaðið - 15.04.1988, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 131 meðaltalið er hið sama. Séu þeir sem voru á aldrinum 20-49 ára 1984 bornir saman við jafnaldra sína 1974 kemur í ljós, að drykkja karla hefur ekki minnkað alveg jafnmikið, eða í 9,6 skammta í hvert skipti, en drykkja kvenna hefur heldur aukist eða í 4,7 skammta að meðaltali í hvert skipti. Miðgildi er sú tala, sem skiptir hópnum í tvennt og þýðir, að helmingur hópsins drekkur meira en þetta magn í hvert skipti, en hinn helmingurinn minna. Vegna þess að gera mátti ráð fyrir að fólk áætlaði það áfengismagn, sem það drykki venjulega, ekki rétt, þótti nauðsynlegt að hafa aðra áætlun um áfengismagn sem fólk neytti. Því var sérstaklega spurt um hve marga skammta fólk hefði drukkið síðast þegar það hafði áfengi um hönd. Fyrirfram gerðum við ráð fyrir að með þessari spurningu fengjust öruggari upplýsingar, sem m.a. mætti nota til að áætla heildarneysluna. Svo reyndist þó ekki, því að bæði 1974 og 1984 taldi fólk sig að meðaltali hafa drukkið minna síðast en venjulega (sjá töflu IV). Samt er góð fylgni á milli svara við þessum spurningum bæði hjá körlum og konum, sem bendir til að þau séu nokkuð áreiðanleg. Breytingin sem verður á þessu árabili er mjög svipuð þeirri sem varð við venjulega drykkju, þ.e.a.s. karlar drukku að meðaltali minna 1984 en 1974 í síðasta skipti sem þeir drukku, en konur svipað magn eða jafnvel ívið meira. Á töflu V er gerður nánari samanburður á dreifingunni eftir því sem svarendur segja venjulegt magn i hvert skipti sem þeir drekka áfengi. Þar eru bornir saman hópar sem eru á sama aldri í báðum könnunum. Greinilegt er að karlmönnum, sem drekka minna en 6 skammta í hvert skipti, hefur fjölgað á kostnað þeirra, sem drekka meira en 10 skammta. Svipuð breyting sést hins vegar varla hjá konum. Á árinu 1984 töldu tæp 8% karla á aldrinum 20-49 ára sig drekka meira en 20 skammta í hvert skipti á móti 11% tíu árum áður. Hins vegar töldu 4,5% kvenna sig drekka meira en 10 skammta í hvert skipti á móti 3,4% tiu árum fyrr. Á hinn bóginn drakk þriðjungur karla sem neyta áfengis á þessum aldri og þrír fjórðu hlutar kvenna 5 skammta og minna í hvert skipti 1984. Á töflu VI sést að þeim, sem neyta áfengis einu sinni í mánuði og sjaldnar, fer heldur fækkandi, en hinum sem neyta áfengis oftar, fer fjölgandi. Munurinn er að vísu ekki mikill, en þó meira áberandi ef hópurinn, sem var 20-49 ára 1984, er borinn saman við jafnaldrana 1974. Mesta breytingin, sem orðið hefur á þessu tíu ára tímabili, er á dreifingu neyslunnar eftir tegundum. Á árinu 1974 neyttu 3/4 hlutar neytendanna eingöngu brenndra drykkja, en 1984 Tafla V. Hlutfallsdreifing áfengisneyslu 20-49 ára fólks eftir fjötda skammta sem neytt var venjulega i hvert skipti árin 1974 og 1984. Karlar') Konur2) Skammtar 1974 1984 1974 1984 I- 5................... 25,6 33,5 72,7 74,0 6-10.................... 34,2 35,5 23,8 21,5 II- 15................. 20,9 16,0 2,1 3,8 16-20.................... 8,4 7,3 0,9 0,2 21+ .................... 11,0 7,7 0,4 0,5 Samtals 100,1 100,0 99,9 100,0 Fjöldi svara 994 871 857 883 yj.... ') karlar 22,309 2) konur 7,739 df ... - 4 - 3 p.... - p<0,001 - 0,05<p<0,l Tafla VI. Hlutfallsdreifing áfengisneyslu eftir tíðni og könnunartíma. Áfengisneysla 1974 1984 20-59 ára 20-49 ára Oftar en fjórum sinnum í mánuði 2,6 3,4 3,5 Tvisvar til fjórum sinnum í mánuði 30,1 34,1 35,7 Einu sinni í mánuði 17,7 16,4 17,1 Sjaldnar 49,6 46,1 43,7 Samtals 100,0 100,0 100,0 Fjöldi svara 1.927 2.049 1.750 1974/1984 2CW9 ára: 1974/1984 allir: X2= 18,596 x2= 10,598 df = 3 df=3 ps 0,001 0,01 <p<0,02 Tafla VII. Hlutfallsdreifing venjulegrar neyslu eftir tegund og könnunartíma. 1974 1984 Áfengt öl 1,2 2,3 Létt vín 8,6 23,2 Sterkt áfengi 77,9 53,7 Fleiri tegundir 12,4 20,8 Samtals 100,1 100,0 Fjöldi neytenda 1.977 2.253

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.