Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 147 mun minni en hún er einnig lægst á íslandi 1,5 lítri en hæst í Svíþjóð 1,9 litrar. Ef litið er til ystu pólanna, þeirra sem drekka minnst og þeirra sem drekka mest, sést að þá sem drekka minnst er að finna í hópi eldri kvenna og þetta á við um öll löndin. Þeir sem drekka mest eru ungir karlar á aldrinum 20-29 ára, nema í Finnlandi þar sem stórdrykkjumennina er líka að finna í aldurshópnum 30-49 ára. Nánari greining á dreifingu áfengisneyslunnar leiðir í ljós, að hún er ákaflega ójöfn. Hlutfall stórdrykkumanna þ.e. þeirra sem drekka 10 lítra af 100% áfengi á ári er hærra því meiri sem heildarneyslan er í viðkomandi landi. Þessar niðurstöður styðja það að út frá heildarneyslunni megi meta fjölda stórdrykkjumanna. Það var ekki aðeins munur á milli landanna hvað varðar það hversu mikið er drukkið heldur líka hvað er drukkið. Á töflu IV má sjá að í öllum löndunum er mest drukkið af sterku áfengi. En bjórdrykkjan er líka töluvert mikil, sérstaklega í Finnlandi og Noregi. Hér hefur ísland sérstöðu þar sem áfengur bjór er bannaður. Bjór sem er drukkinn hér á landi er því heimatilbúinn eða bjór sem kemur inn í landið með áhöfnum skipa og flugvéla. Bjórdrykkja íslendinga er þó nokkru meiri en búast hefði mátt við. Létt vín skipta minnstu máli í neyslu karlanna en víndrykkja er hlutfallslega útbreidd meðal kvennanna, einkum þeirra sænsku. Ölvun. Auk þess að spyrja um hversu oft og hversu mikið fólk drykki í hvert skipti af hinum ýmsu tegundum var einnig spurt hve oft fólk hefði fundið fyrir áfengisáhrifum. Á töflu V má sjá tíðni ölvunar í löndunum fjórum. Ölvunartldni 0- 50- 100- 200- 400- 800- 1.600 50 100 200 400 800 1.600 Árleg medalneysla af 100% áfengi i centilitrum o ísland ♦ Finnland ■ Noregur «Svíþjód Mynd 1. Árlegt meðaltal ölvunartíðni eftir árlegri meðatneyslu áfengis. Á töflu V kemur fram verulegur munur sem sýnir sérkenni sérstaklega íslendinga en að nokkru leyti einnig Finna hvað varðar neysluvenjur. í þessum löndum er neyslan fyrst og fremst ölvunarneysla. Fram kom eins og sjá má á töflu V að ölvunartíðnin er hæst meðal íslendinga, 57% íslenskra karla sem neyta áfengis urðu ölvaðir mánaðarlega eða oftar og 30% íslenskra kvenna á móti 30% sænskra karla og 9% sænskra kvenna. Öfugt kom fram að aðeins 4% karla og 13% kvenna sem neytt höfðu áfengis hér á landi á síðustu 12 mánuðum fyrir rannsóknina höfðu ekki orðið ölvaðir á móti 29% sænskra karla og 57% sænskra kvenna. Þetta er alveg öfugt við heildarneysluna. Heildarneyslan var minnst á íslandi, þar sem ölvunartíðnin er hæst, en ölvunartíðnin er lægst meðal Svía en heildarneysla þeirra er tiltölulega Áfengur bjór Létt vín Sterkt áfengi Alls Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Finnland.. .. 2,39 0,43 0,80 0,42 2,57 0,54 5,76 1,39 ísland .... .. 0,51 0,10 0,77 0,41 2,74 0,70 4,02 1,21 Noregur .. .. 1,95 0,32 0,56 0,64 2,15 0,77 4,66 1,73 Svíþjóð ... .. 1,58 0,30 1,23 1,00 2,16 0,66 4,96 1,96 Tafla IV. Meðalársneysla áfengis eftir þvi hvort þess var neytt íformi áfengs bjórs, léttra vína eða sterks áfengis. Mánaðarlega eða oftar Sjaldnar Ekki ölvaðir á síðustu 12 mán. Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Finnland 43 13 39 45 18 42 ísland 57 30 39 57 4 13 Noregur 35 11 47 46 19 43 Svíþjóð 30 9 42 34 29 57 Tafla V. ölvunartíðni karla og kvenna á Norðurlöndum.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.