Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Síða 38

Læknablaðið - 15.04.1988, Síða 38
148 LÆKNABLAÐIÐ há. Á mynd 1 má sjá tengslin á milli heildarneyslu áfengis og ölvunartíðni í einstökum löndum. Myndin sýnir að samband er á milli heildarneyslu og ölvunartíðni innan hvers lands. Með meiri heildarneyslu fjölgar ölvunarskiptunum. En myndin sýnir líka mun á milli landanna. Sama ársneysla leiðir til meiri ölvunardrykkju á íslandi en i Finnlandi og sama heildarneysla til meiri ölvunardrykkju í Finnlandi en í Noregi og meiri ölvunardrykkju í Noregi en í Svíþjóð. Það er ekki eingöngu heildarneyslan sem hefur áhrif á ölvunarneysluna heldur hafa drykkjuvenjurnar rætur í menningu landanna. Sennilegt er að áfengisneysla íslendinga endurspegli hefðbundnar norrænar drykkjuvenjur að drekka sjaldan en mikið í einu. Svíar hafa fjarlægst norrænu drykkjuvenjurnar mest og þeirra drykkjuvenjum virðist svipa meira til neysluvenjanna á meginlandinu þar sem áfengisneysla er tíð en minna er drukkið hverju sinni og sjaldan í ölvunarskyni. Ölvun hefur þótt hæfa konum síður en körlum enda er ölvun mun algengari meðal karla en kvenna. Aldur hefur líka áhrif á ölvunartíðnina sem er hæst meðal þeirra yngstu og fer minnkandi með hækkandi aldri. Viðhorf til áfengis. Á spurningalistanum voru nokkrar spurningar til að kanna hvort viðhorf til áfengis væru ólík meðal þjóðanna fjögurra og milli einstakra þjóðfélagshópa. Fólk var beðið að segja hvort því fyndist viðeigandi að karl á þrítugsaldri, sem ekki hefði nein sérstök áfengisvandamál drykki áfengi við ákveðnar aðstæður. Síðan var fólk spurt hvað þvi fyndist um það að sami maður drykki svo mikið við þessar sömu aðstæður að hann fyndi til áfengisáhrifa. Tafla VI sýnir hversu hátt hlutfall svarenda í hverju landi taldi að slíkt ætti vel eða illa við. Á töflunni má sjá að viðhorfin eru lik í öllum löndunum. Afar fáir töldu viðeigandi að drekka áfengi með mat á virkum degi heima hjá sér. En þeir sem töldu það viðeigandi settu það skilyrði að þá væri áfengið drukkið án þess að maðurinn drykki sig ölvaðan. Það var hins vegar talið viðeigandi að drekka áfengi, þótt það leiddi til áfengisáhrifa, ef það var gert að kvöldi til í sumarleyfi erlendis, í vinahópi á laugardagskvöldi eða á gamlárskvöld. Af svörunum má sjá þrjár meginreglur sem gilda um áfengisneyslu á Norðurlöndum. í fyrsta lagi að halda vinnu og áfengi aðskildu. í öðru lagi að áfengi er ekki talið til daglegra drykkjarfanga. í þriðja lagi að bilið á milli hófdrykkju og ölvunar er stutt ef áfengisneysla er á annað borð talin viðeigandi. Nokkur munur er eigi að síður á milli viðhorfa eftir löndum. Svíar voru hlynntastir hóflegri áfengisneyslu við allar aðstæðurnar sem taldar voru upp. Hins vegar töldu íslendingar oftar en aðrir að ölvun ætti ekki illa við í þeim þremur aðstæðum þar sem áfengisneyslan fór fram að kvöldi til. Þetta styður það sem áður hefur komið Tafla VI. Hlutfall svarenda sem telja að það eigi vel eða fremur vel við að drekka eina eða tvcer flöskur af áfengum bjór eða að drekka svo mikið að viðkomandi finni áfengisáhrif. Aö drckka eina eöa tvær flöskur af áfengum bjór Aö drekka svo mikið aö viðkomandi finni áfengisáhrif F 1 N s F f N s - með mat á virkum degi heima 4 3 í 12 0 1 0 1 - með mat í vinnunni 41 21 36 59 7 3 4 7 - í vinahópi á laugardagskvöldi 73 84 81 86 59 75 57 60 - að kvöldi til í sumarfríi erlendis 80 83 84 87 64 73 59 57 - á gamlárskvöld 79 83 84 84 72 78 67 66 Tafla VII. Mat svarenda á þvi hversu gamallpiltur og hversu gömul stúlka eigi að vera til að drekka áfengan bjór, létt vín með fjölskyldu og vinum. Miðgildi. Piltar Stúlkur F í N S F í N S Áfengan bjór með fjöskyldu....................... 17,0 18,0 18,0 16,2 17,1 18,0 18,0 16,3 Áfengan bjór með vinum........................... 18,5 18,4 18,6 18,1 18,5 18,5 18,6 18,2 Létt vín með fjölskyldu.......................... 17,5 18,4 18,1 16,7 17,8 18,4 18,2 16,7 Létt vín með vinum .............................. 18,5 18,7 18,6 18,3 18,6 18,7 18,7 18,3

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.