Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 42
152 LÆKNABLAÐIÐ löndunum kann að vera blæbrigðamunur á því hvaða skilning fólk leggur í einstök orð og hugtök. Þetta á t.d. við um orðin »beruselse« á norsku og »berusning« á sænsku. Vera má að ekki sé lagður nákvæmlega sami skilningur í þessi orð og það að vera undir áhrifum áfengis á íslensku. Erfitt er að meta hversu mikilvæg slik blæbrigði á málfari eru, en það rennur stoðum undir það að hér hafi þau ekki haft nein veruleg áhrif, að ölvunartíðni íslendinga í könnuninni er í samræmi við það magn sem íslendingar segjast drekka venjulega þegar þeir drekka áfengi (8). Svör við ýmsum öðrum spurningum hníga í sömu átt t.d. við spurningunum um hvort fólki finnist það drekka of mikið og spurningunum um timburmenn. Galli á þessari rannsókn er að svarprósentan er frekar lág, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. En samanburður á svarendum og mannfjöldanum leiddi í ljós góða samsvörun svo að samanburður á niðurstöðum á milli landanna á ekki að vera neinum vandkvæðum bundinn. Það takmarkar og nákvæmni niðurstaðnanna að í sumum svörunum var mikið innra brottfall t.d. þar sem meta átti gildi áfengis og ölvunar. Eins og í öðrum spurningalistakönnunum vanáætla svarendur verulega neyslu sína á áfengi í samanburði við það sem gera má ráð fyrir samkvæmt opinberum söluskýrslum. Sé meðalneyslan borin saman við skráðu neysluna eða öllu heldur skráða heildarsölu áfengis í löndunum kemur í ljós að þátttakendur i könnuninni telja ekki fram nema sem svarar 40% til 50% af þeirri neyslu sem ætla má samkvæmt sölutölunum, lægst í Finnlandi 40% en hæst á íslandi 51%. Slík vantalning er þekkt úr öðrum rannsóknum og virðist vera til staðar þar sem viðhorf til áfengis eru neikvæð og áfengi er ekki dagleg neysluvara (9). Þrátt fyrir þessa annmarka fást fram verulega mikilvægar upplýsingar um viðhorf til áfengis, neysluvenjur þess og ýmsar afleiðingar neyslunnar þegar löndin fjögur eru borin saman. Ef draga á ályktanir af þessum niðurstöðum, sést að samanburður á milli landanna leiðir ekki í ljós að hægt sé að sýna samband á milli heildarneyslu áfengis og bráðrar skaðsemi. í landi með tiltölulega háa heildarneyslu áfengis geta sum vandamál vegna áfengisneyslu verið minni en í landi með lægri heildarneyslu. Innan hvers einstaks lands var þó sterkt samband á milli heildarneyslu og skaðlegra afleiðinga áfengisneyslunnar. Þannig aukast líkur á skaðlegum afleiðingum áfengisneyslu með aukinni áfengisdrykkju hvers einstaks neytanda. En sama heildarneysla hefur ekki í för með sér sömu afleiðingar í öllum löndunum heldur leiðir hún til meiri vanda á íslandi en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Þótt fólk drekki sama magn árlega eru hin skaðlegu áhrif ekki þau sömu í öllum löndunum fjórum. Til að skýra þetta má benda á að sumar afleiðingar áfengisneyslu eru tengdar heildarneyslunni en aðrar eru háðar því hvernig neyslunni er háttað í hvert einstakt skipti sem áfengis er neytt. Spurningarnar á listanum eru einmitt um atriði þar sem áfengisdrykkja hverju sinni skiptir mestu máli en ekki um langtíma áhrif áfengisneyslunnar. Þetta á t.d. við þar sem spurt er um timburmenn en á líka við þær spurningar þar sem spurt er um breytta hegðun vegna áfengisneyslu. Eins og skýrt var frá hér að framan kom í ljós að ölvunartíðni var hæst á íslandi, þar næst í Finnlandi og þar á eftir komu Noregur og Svíþjóð. Löndin raðast eins í spurningunum um skaðsemina. Þarna er því um samsvörun að ræða. Þetta bendir til þess að ölvunarneyslan hafi afgerandi áhrif á það hversu mikil bráðaskaðsemin er. Það er því munurinn á ölvunartíðninni sem fyrst og fremst skýrir muninn á löndunum hvað varðar þau skaðlegu áhrif áfengisneyslu sem spurt var um á spurningalistunum. Með því að bera saman lönd á sama landfræðilega og menningarlega svæðinu eins og rannsóknin gerir má sjá að heildarneysla áfengis er ekki einhlítur mælikvarði á áfengisvandamálin. Hún endurspeglar ekki drykkjuvenjurnar og gefur takmarkaðar upplýsingar um hvers konar vandamál tengjast áfengisneyslu í hverju landi fyrir sig. Flestar spurningarnar í norrænu rannsókninni eru um það hvort fólk hafi hegðað sér öðruvísi en venjulega eða verið í sérstöku hugarástandi vegna áfengisneyslu. Sumar afleiðingar áfengisneyslunnar eru óbeinar og gefa vísbendingu um það hvernig umhverfið bregst við áfengisneyslunni. Svörin við spurningum um hvort fólk hefði orðið fyrir viðbrögðum umhverfis sýndu að viðbrögðin voru mest í Finnlandi. Félagslegt aðhald með vissu atferli tengdu áfengisneyslu virtist vera mest í Finnlandi en minna á íslandi, og enn minna í Noregi og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.