Læknablaðið - 15.04.1988, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ
157
umferðarslysa, og má gera ráð fyrir að betri
umferðarmenning, betri bílar og betri vegir eigi
sinn þátt í því. Rétt er að benda á að mikið
misræmi er á milli talna slysadeildar
Borgarspítalans og skráningar lögreglunnar,
þannig að lögreglan skráir aðeins um 30% slíkra
slysa (4). Þetta misræmi kann að einhverju leyti
að stafa af mismunandi skráningarreglum, en eins
og getið var um hér að framan urðu breytingar á
skráningu lögreglunnar á umferðarslysum með
meiðslum árið 1975, sem leiddi til mikillar
fækkunar á skráðum slysum af þessu tagi.
Ölvunarakstur hefur hins vegar haldist i hendur
við heildarneyslu áfengis, en í minna mæli við
umferðarslys. Ölvunarakstur tengist neyslu
1.5
1.0
0.5
0.0 ----,---,--,---,---.-— _______,___,___.___, , , I
66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80
Years
Road accidents Total alc. cons.
Fig. 1. Alcohol Consumption in liters abs. alc. pr.
inhabitant and road accidents pr. 100 inhabitants.
1.5
1.0
0.5
0.0 ----,----------,-♦.—,---------,------,------,-------,
66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80
Years
♦• Road accidents > Cons. of spirits
Fig. 2. Consumption of spirits in liters abs. alc. pr.
inhabitant and road accidents pr. 100 inhabitants.
100
50
0 --------------,-----------,----,---,---,---,-,----,
68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80
Years
♦• Road accidents v- Drunken driving
Fig. 3. Suspects for drunken driving pr. 20,000
inhabitants and road accidents pr. 10,000 inhabitants.
Tafla III. Fylgni (Pearson’s R).
Umferðarslys ölvunarakstur
Fjöldi bíla ... 0.52 0.89
Heildarneysla áfengis ... ... 0.76 0.96
Neysla sterks áfengis ... ... 0.89 0.75
Neysla létts áfengis ... 0.29 0.72
ölvunarakstur ... 0.79
sterkra og veikra vína nokkuð jafnt, og má gera
ráð fyrir að útbreiddari neysla létts áfengis hin
síðari ár hafi orðið til þess að fleiri aka undir
áhrifum áfengis. Þess má geta að skráður
ölvunarakstur er hlutfallslega mun tíðari á íslandi
en á hinum Norðurlöndunum. Það kann að
einhverju leyti að stafa af betra eftirliti hér, en þó
kemur fram i samnorrænni könnun á
áfengisneysluvenjum (5), sem Hildigunnur
Ólafsdóttir stóð að fyrir íslands hönd, að
hlutfallslega fleiri íslendingar viðurkenna að hafa
ekið undir áhrifum áfengis heldur en aðrir
Norðurlandabúar.
í þriðja lagi má sjá skýr tengsl á milli
umferðarslysa og heildarneyslu áfengis. Þessi
tengsl eru þó einkum bundin neyslu sterks
áfengis. Það kemur ekki á óvart, ef gert er ráð
fyrir að meiri ölvun fylgi neyslu sterks áfengis.
Áhrifa léttvínsneyslu gætir hins vegar sáralítið í
þróun umferðaslysa, enda leiðir hún sjaldnast til
verulegrar ölvunar og er þvi síður líkleg til að
valda slysum, en verður þó, eins og áður segir, til
þess að fleiri aka undir áhrifum.
Þótt íslendingar séu með hvað lægsta
heildarneyslu áfengis á Vesturlöndum, hefur
könnun á áfengisneysluvenjum íslendinga bent til
(6), að ölvunartíðni sé hér ekki minni en annars
staðar vegna þeirra drykkjusiða, sem hér hafa
lengi verið við lýði, þ.e. yfirgnæfandi neysla
sterks áfengis’í því magni sem leiðir til ölvunar
þegar drukkið er. Þetta kann að valda þvi að
hlutfall áfengistengdra slysa hér á landi sé ekki
minna en annars staðar og hafi staðið í vegi fyrir
fækkun umferðarslysa, sem annars hefði orðið.
Ef marka má þær niðurstöður, að umferðarslys
tengist mest neyslu sterks áfengis og ef áframhald
verður á þeirri þróun í drykkjuvenjum sem sjá má
merki um á allra síðustu árum, þannig að hlutfall
léttra áfengistegunda aukist á kostnað sterkra
drykkja, kann það að koma fram í fækkun
áfengistengdra umferðarslysa, einkum hinna
alvarlegri. Skilyrðið fyrir því væri þó, að
heildarneysla áfengis ykist ekki frá því sem nú er.