Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 58
167
LÆKNABLAÐIÐ
UMRÆÐA
Rannsóknin hefur leitt í ljós, að aukið framboð
meðferðar hefur haft í för með sér, að fleiri en
nokkru sinni fyrr fara í meðferð vegna áfengis- og
annarrar vímuefnamisnotkunar. Konur, yngra
fólk og þeir sem eru búsettir utan
höfuðborgarsvæðisins eru oftar lagðir inn vegna
áfengis- og annarrar vímuefnamisnotkunar en
áður. Meðalaldurinn í upphafi
rannsóknartímabilsins (1975) er óeðlilega hár. Sú
aðferð, sem hér er beitt að miða við 1974 sem
grunnár, hefur áhrif á það, að einhver hluti
rannsóknarhópsins telst vera að koma í sína
fyrstu meðferð, þó að hluti hans hafi byrjað
meðferðarferil sinn fyrir þann tíma. Þetta hefur
þau áhrif, að meðalaldur virðist hærri en hann er
í raun. Til samanburðar má benda á það, að
meðalaldur þeirra, sem leita meðferðar í fyrsta
sinn hefur allt frá 1951 verið lægri. Skýringin á
þessum mun er aðallega fólgin i því, að þeir, sem
leituðu meðferðar til áfengisvarnardeildar
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og
göngudeildar áfengissjúklinga, Kleppsspítala,
voru miklu yngri en hinir, sem hafa verið lagðir
inn á stofnun (1).
Samfara auknu framboði meðferðar vegna
áfengismisnotkunar hafa orðið ýmsar breytingar
á sviði áfengismála síðasta áratug. Áfengisneysla
íslendinga hefur aukist lítillega frá 1974-79 til
1980-85 úr 4,2 lítrum í 4,4 lítra lOO'í'o áfengis á
íbúa 15 ára og eldri. Dregið hefur úr neyslu sterks
áfengis en neysla léttra vína hefur aukist.
Drykkjuvenjur hafa breyst, og meðal annars
hefur áfengissala til vínveitingastaða aukist.
Handtökum ölvaðra manna og vistunum í
fangageymslu lögreglu vegna ölvunar hefur
fækkað (2). Skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu
virðast lítið hafa breyst á rannsóknartímabilinu
og ekkert sem bendir til þess, að aukning þeirra
geti skýrt meiri eftirspurn eftir meðferð (3).
í fjölmörgum löndum hefur framboð meðferðar
vegna áfengismisnotkunar aukist síðustu
áratugina (4). Noregur er talinn meðal þeirra
landa sem hafa hvað flest meðferðarrými fyrir
áfengismisnotendur. Árið 1985 voru þau 61 á
hverja 100.000 íbúa í Noregi (5), en sama ár 145 á
íslandi. Meðferðarrými er því rúmlega helmingi
meira á íslandi en í Noregi. Árið 1985 voru um
600 innlagnir á hverja 100.000 íbúa í Noregi (5) á
móti 1.500 innlögnum á íslandi. Þetta virðist
benda til þess, að miðað við mannfjölda séu
íslendingar sú þjóð í heiminum, þar sem flestir
leita meðferðar, og sem hefur mest
meðferðarframboð fyrir áfengismisnotendur.
Þetta kemur mörgum spánskt fyrir sjónir, þar
sem áfengisneysla á íbúa er hvergi lægri í Evrópu
en á íslandi og algengi áfengismisnotkunar eða
fíknar er minna en annars staðar (6).
Þær niðurstöður, sem fengist hafa úr þeirri
rannsókn, sem hér hefur verið kynnt, gefa ástæðu
til ýmissa frekari athugana á meðferðarkerfinu,
notkun þess og áhrifum. Nauðsynlegt er að
rannsaka hvernig ástatt er fyrir þeim sem leita
meðferðar og hver sé árangur meðferðarinnar. Á
niðurstöðum slíkra rannsókna þarf að byggja
áframhaldandi meðferð sem skili betri árangri og
kæmi í veg fyrir að þörf verði á endurteknum
innlögnum í jafn ríkum mæli og verið hefur.
Þakkir: Yfirlæknarnir Jóhannes Bergsveinsson,
Landspítala og Þórarinn Tyrfingsson, sjúkrastöð
S.Á.Á. að Vogi hafa veitt okkur aðgang að
nauðsynlegum gögnum vegna þessarar rannsóknar. Örn
Ólafsson, B.Sc. annaðist gagnavinnslu.
SUMMARY
Admissions for treatment of alcohol and drug abuse
1975-1985.
Changes following increased treatment facilities for
alcoholics over a period of eleven years are examined
(1975-1985). A fourfold increase in all admissions, and a
threefold increase in first admissions are reported. By
the end of 1985, 3.6% of the adult population had been
admitted to inpatient treatment at least once in a lifetime
because of alcohol or drug problems. The proportion of
women, younger people, and those living outside the
capital area has increased among the treatment seeking
population during the study period.
HEIMILDIR
1. Helgason T, Ólafsdóttir H, Tómasson K. Nýgengi
drykkjusýki og áfengismisnotkunar. Læknablaðið
1983; Fylgirit 17: 82-9.
2. Ólafsdóttir H, Helgason T, Tómasson K. Aukning
innlagna á sjúkrahús vegna áfengis- og
vímuefnaneyslu á árunum 1974 til 1981.
Læknablaðið 1983; Fylgirit 17; 90-9.
3. Ásmundsson G, Ólafsdóttir H. Alcohol Problems
in Iceland 1930-1980. A study of medical and social
problems in relation to the development of alcohol
consumption. A part of The Joint Nordic Study of
Alcohol Problems (The SAS-Project). A
preliminary report. Reykjavík 1986.
4. Makela K et al. Alcohol, Society, and the State, 1.
A Comparative Study of Alcohol Control.
Addiction Research Foundation. Toronto. 1981.
5. Aasland OG. Persónulegar upplýsingar.
6. Helgason T. Áfengisneysluvenjur og einkenni
misnotkunar 1974 og 1984. Læknablaðið 1988; 74:
129-36.