Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 265-8 265 Þórður Harðarson, Árni Kristinsson, Guðrún Skúladóttir, Hanna Ásvaldsdóttir, Snorri P. Snorrason LÝSISNEYSLA OG TAKTTRUFLANIR EFTIR HJARTADREP INNGANGUR Nokkrar nýlegar rannsóknir benda til þess, að fiskneysla dragi úr tíðni kransæðasjúkdóms (1-3), þótt ekki beri öllum saman um það (4, 5). Tilraunadýr sem alin eru á þorskalýsi fá síður æðakölkun en samanburðardýr (6, 7) og neysla fiskfitu er talin minnka blóðfitu, einkum þríglyseríð og ýmis apóprótein, sérstaklega apó B, hjá fólki (8, 9). Fiskneysla lækkar blóðþrýsting í rottum (10) og dregur úr seigju (viscosity) blóðs (11). Edda Benediktsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason hafa nýlega sýnt fram á, að rottur sem fengu lýsi urðu síður skyndidauðar eftir ísóprenalín gjöf, en þær sem fengu maísolíu (12). Gulp og félagar hafa kynnt, að hjartadrep verður minna en ella og takttruflunum fækkar í hundum með bráða kransæðastíflu ef þeir eru fóðraðir meðal annars á fiskfitu (13). Skýringin er ef til vill sú, að eikósapentaenóínsýra (EPS) veldur minni sókn hvítkorna inn í hjartadrepið og minni levkotríen myndun (14, 15). Mun yfirleitt talið, að EPS sé að þakka flest eða öll hin jákvæðu áhrif, sem að framan greinir. Mikilvægt var að rannsaka, hvort lýsi hefði bein áhrif gegn takttruflunum hjá fólki. Til slíkrar rannsóknar var valinn hópur sjúklinga, sem nýlega hafði fengið hjartadrep, enda eru takttruflanir tíðar í slíku þýði og stundum mikilvægt að uppræta þær. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Til rannsóknarinnar völdust 18 karlar á aldrinum 33 til 70 ára (meðalaldur 56 ár). Allir lágu á Landspítalanum vegna hjartadreps. Allir höfðu fótavist og 8 dagar liðu að meðaltali frá innlögn til upphafs rannsóknar. Staðsetning dreps var í framvegg hjá sjö sjúklingum, undirvegg, 8 sjúklingum, bakvegg hjá einum sjúklingi, hliðarvegg einum og innra vegglagi hjá einum. Allir bjuggu sjúklingarnir á höfuðborgarsvæðinu. Enginn hafði tekið lýsi að staðaldri eða notað áfengi í óhófi, en 13 töldust neyta þess í hófi. Enginn hafði lífshættulegar takttruflanir eða þarfnaðist lyfja vegna þeirra. Barst 15/04/1988. Samþykkt 09/06/1988. Enginn hafði gangráð og enginn fór í hjartaþræðingu eða skurðaðgerð á rannsóknartímanum. Enginn hafði langvarandi sjúkdóm í öðrum líffærakerfum en blóðrás. Rannsóknin fór fram frá apríl 1986 til febrúar 1988. Hæð sjúklinganna var 164-191 cm (meðaltal 179 cm) og þyngd 71 til 103 kg (meðaltal 87 kg). Sjö sjúklinganna reyktu fyrir innlögn. Enginn hafði háþrýsting, þrettán höfðu aukaslög frá sleglum í legunni þar af 5 stuttar runur (3 slög), tveir höfðu tímabundna hjartabilun, þrír fengu lungnarek og einn lágþrýsting. Ellefu sjúklingar tóku betablokka meðan á rannsókninni stóð, 11 tóku nitröt, 6 dicumarol, tveir nífedipín, einn diltíasem og tveir þvagræsilyf. Engin breyting varð á lyfjagjöfinni meðan á rannsókninni stóð. Fráfallsbrot vinstra slegils var mælt við upphaf rannsóknar og reyndist vera 33-66% (meðaltal 51%, neðri mörk heilbrigðra 55%). Hæsta kreatínkínasa gildi í blóði sjúklinganna var 335-7.744 ein/ml (meðaltal 2.159 ein/ml). Þremur dögum fyrir og við útskrift voru teknir 25 ml af blóði, blóðflögur skildar frá blóðvökva (plasma) og hvort tveggja geymt við —80°C. Blóðsýni voru síðan tekin á tveggja vikna fresti (mynd 1). Holterrit var tekið í 48 klukkustundir samfleytt. Rannsóknin var útskýrð og samþykkis sjúklinga aflað. Síðan fór fram slembiröðun í tvo hópa, hóp A, sem tók 20 ml af þorskalýsi á dag í sex vikur og síðan ekki lýsi aðrar sex vikur, og hóp B, sem byrjaði fyrst að taka Iýsi eftir sex vikur (mynd 1), en tók síðan lýsi í sex vikur. Cod liver oil 20 ml/day Group B (n = 8) t t Ai ! t t }\ B B HBW B B H B } 2 week's A H / L_ Group A (n = 10) tt t t }\ t t }\ B B B H B B B H B H = 48 h Holter B = Blood sample and control Fig. 1. The study protocol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.