Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 26
272 LÆKNABLAÐIÐ Fólk, sem fengið hefur bogfrymlasýkingu í móðurkviði gengur sennilega með sýkilinn í vefjablöðrum alla ævi. Þó að ein og ein slík blaðra springi, verður fólk með heilbrigt ónæmiskerfi ekki vart einkenna nema þetta gerist í augnbotni eins og síðar verður getið (16). Lengi voru skiptar skoðanir um, hver smitleið bogfrymla í fóstur væri. Sabin hélt því snemma fram, að smit bærist úr blóði móður, sem fengi frumsmit á meðgöngutíma og fóstur, sem hún gengi með síðar væru óhult fyrir sýkingu (6). Aðrir töldu, að sumar konur gengju með bogfrymla í slímhúð legs og ylli það endurteknum fósturlátum eða fóstursýkingum. Enn telja sumir möguleika á þessari smitleið, en langflestir álíta nú orðið, að smit sé úr blóði móður og mótefni, sem myndist við frumsmit hennar veiti þaðan af vörn gegn fóstursýkingum, sé ónæmiskerfi hennar fullvirkt (16, 18, 19, 41). Rannsókn Desmonts og Couvreur á þunguðum konum í París og nágrenni varpaði miklu ljósi á fóstursýkingar af völdum bogfrymils (18). Nokkur galli var á þessari rannsókn, sem stóð yfir í 15 ár, að konurnar voru ýmist innfæddar eða aðfluttar. Meðal þeirra innfæddu var hærra hlutfall með mótefni en meðal aðfluttra, en að meðaltali voru 84% með mótefni. Fylgt var eftir 183 konum, sem sannanlega urðu fyrir bogfrymlasmiti á meðgöngutíma og öðrum 195, sem ýmist voru með há mótefni stuttu fyrir getnað eða ekki var ljóst, hvenær mótefni höfðu hækkað, þar eð sýni var ekki tekið fyrr en nokkuð var liðið á meðgöngu. Af 176 börnum kvenna úr fyrri hópnum voru 110 (60%) ósmituð við fæðingu, en 183 af 191 (94%) úr síðari hópnum. Alls fæddust 59 börn (55 úr fyrri hóp, 4 úr síðari) lifandi með bogfrymlasótt. Af þeim dóu tvö, sjö höfðu alvarlegan sjúkdóm með heila- og augnskemmdum, 11 voru með mildan sjúkdóm og 39 með dulda sýkingu. Ekki náðist að sjúkdómsgreina 15 börn, sum andvana fædd. Fósturlát urðu sjö í fyrri hópnum (183), þar af fjögur framkölluð, en fjögur í síðari hópnum (191), þar af tvö framkölluð. Leitað var að bogfrymlum með ræktun í um helmingi af fylgjum kvennanna og kom í ljós mikil fylgni milli sýkingar í fylgju og fóstri. Engin kona með mótefni fyrir getnað fæddi sýkt barn. Mestar líffæraskemmdir urðu hjá fóstrum mæðra, sem smituðust á fyrsta eða öðrum þriðjungi meðgöngutíma. Börn mæðra, sem smituðust á síðasta þriðjungi meðgöngu voru yfirleitt einkennalítil eða einkennalaus. Hins vegar var hlutfall smitaðra fóstra því hærra sem konan smitaðist siðar í meðgöngu og langhæst hjá þeim, sem smituðust á síðasta þriðjungi meðgöngutíma. Til samanburðar við frönsku rannsóknina skal hér getið rannsókna Stray-Pedersen á þunguðum konum í Osló og nágrenni á árunum 1973-1975 (19, 20). Mótefnamælingar á þunguðum konum í Noregi sýndu, að aðeins 12,5% þeirra voru með mótefni gegn bogfrymlum. Fylgst var með 8043 þunguðum konum í að meðaltali 33 vikur meðgöngu og smituðust 13 (um 2%o). Sjö þeirra fæddu ósmituð börn, þrjár sýkt börn og sú fjórða barn, sem vafi lék á, hvort væri sýkt. Fósturlát urðu hjá tveim kvennanna, en ósannað var, hvort sýking af völdum bogfrymla olli þeim. Báðar höfðu áður misst fóstur. í frönsku og norsku rannsóknunum kom fram, að færri en 50% kvenna, sem sýktust af bogfrymlum á meðgöngutíma, fæddu sýkt börn. Skýringin á því, að sumar konur fæða ósmituð börn er talin vera, að ónæmiskerfi þeirra takist að framleiða næg mótefni nógu fljótt eftir sýkingu til að ráða niðurlögum bogfrymla í blóði, áður en þeir ná að setjast að í fylgju, fjölga sér þar og komast í fósturblóð (39). Sums staðar (t.d. í Frakklandi og Austurriki) er fylgst kerfisbundið með bogfrymlamótefnum í blóði þungaðra kvenna (39). Lítið magn IgG mótefna í byrjun meðgöngu, sem hækkar ekki í síðari mælingum þýðir gamalt smit og telst fóstrið þá varið gegn sýkingu. Há eða hækkandi IgG mótefni og IgM mótefni í blóði móður þýða nýlega sýkingu og þá hugsanlega fóstursýkingu. Fóstursýkingu er hægt að greina með því að ná sýni úr naflastrengsblóði og/eða legvatni og sprauta í mýs til ræktunar á bogfrymlum (30). Greining á sýkingu hjá nýbura byggist oftast á því að finna IgM mótefni og/eða hækkandi IgG mótefni í blóði hans. Há IgG mótefni i blóði nýbura geta verið úr blóði móður og fara þá dvínandi á fyrstu mánuðum eftir fæðingu. Ef bogfrymlar ræktast úr fylgju, er mjög sennilegt, að nýburinn sé smitaður. Bogfrymlasýking í augum (toxoplasmosis opthalmica) Við meiri háttar fóstursýkingu af völdum bogfrymla geta orðið ýmsar alvarlegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.