Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 295 langverkandi lyf eins og t.d. búpívakaín. Notkun 0,75% styrkleika búpívakaíns getur verið freistandi, þar sem »kröftugri« deyfing fæst á því svæði sem deyfingin tekur til, miðað við 0,5% styrkleikann (4). Með öðrum orðum styrkleiki lyfs ræður því hvaða og hve margir taugungar dofna á því svæði sem deyfilyfið nær yfir. Dreifingin innan utanbastsbilsins, sem ræðst af rúmmáli bilsins og deyfilyfsins, ræður því hins vegar hve viðfeðm deyfingin verður. í nýlegri grein (5), er gerður samanburður á 0,5 og 0,75% styrkleikum búpívakaíns. Niðurstaðan varð sú að ekki tókst að sýna fram á marktækan mun milli styrkleikanna hvað varðar tímalengd deyfingar eða lömunar (sensory & motory blockade), né heldur á þeim tíma sem leið frá lagningu deyfingar þar til deyfing kom fram. Til þess að fá fram sambærilega deyfingu með þessum tveim styrkleikum, þurfti til jafnaðar meira magn af 0,75% styrkleikanum í mg talið. (Hæð, aldur og þyngd sjúklinga var sambærileg). Blóðþrýstingsfall var og sambærilegt, og að sama skapi notkun blóðþrýstingshækkandi lyfja og dreypis. Annars staðar er fullyrt (6), að yfirburðir 0,75% lausnarinnar sem deyfilyfs í hryggdeyfingu, nægi ekki til þess að réttlæta notkun hennar vegna meiri hættu á aukaverkunum. Notkun morfíns í hryggdeyfingarleggi er áhrifarík aðferð til verkjastillingar (1). Aukaverkanir sem fylgja notkun þess á þennan hátt eru óverulegar (2, 3). Morfínið verkar á »opiat« viðtæki í mænu og dregur þannig úr sársaukaskynjun (4). í nýlegri norskri rannsókn (1), segir frá 1085 sjúklingum sem gengust undir ýmsar aðgerðir, allt frá brjóstholsaðgerðum til þvagfæraaðgerða. Urðu 43-95% sjúklinga verkjalausir við fjögurra mg byrjunarskammt af morfíni, en 76-96% við sex mg byrjunarskammt. Helsta aukaverkunin var væg öndunarbæling (0,9%) og þess vegna var mælt með því að sjúklingar væru vel vaknaðir áður en þeim væri gefið morfín í legginn. í sumum rannsóknum hefur notkun morfíns í hryggdeyfingarlegg í för með sér minni hættu á lungnavandamálum eftir kviðarholsaðgerðir, ef miðað er við hefðbundna gjöf verkjalyfja í vöðva eða í æð (2). Hér er fyrst og fremst átt við lungnabólgur og samfall lungnavefs (atalectasis), sem er fylgifiskur lélegrar loftfyllingar lungna eftir aðgerðir. Ástæða þessa er talin vera ófullnægjandi verkjastilling, sem veldur því að sjúklingar hlífa sér við djúpri öndun, auk beinnar öndunarbælingar sem verkjalyfin valda. Ýmsar aðrar tilraunir hafa verið gerðar með notkun hryggdeyfingarleggja til verkjastillingar, og nægir þar að nefna deyfingar við fæðingar, deyfingar sjúklinga með verki vegna illkynja meina í ganglimum og mjöðmum og nú síðast tilraunir til að deyfa verki sem stafa frá hjarta eftir kransæðastíflu eða vegna hjartaangar (3). Aldraðir þurfa til jafnaðar ekki eins mikið magn deyfilyfs og þeir er yngri eru. Ýmissa skýringa er leitað á þessu og eru ekki allir á eitt sáttir. Álitið er meðal annars, að æðakölkun (arterio-sclerosis) og sykursýki dragi úr skammtaþörfinni (7). Dönsk athugun frá 1981 (7) sýnir fram á víðfeðmari deyfingu við aukið rúmmál deyfilyfs óháð aldri sjúklinga. Önnur rannsókn (8) frá 1980 sýnir fram á að sjúklingar yfir 40 ára þurfa minna deyfilyf en þeir sem yngri eru miðað við sömu útbreiðslu deyfingar. Sú niðurstaða á sér góða samsvörun í könnun okkar hér (sjá mynd 4), þar sem aldurshóparnir 15-29 og 30-44 þurfa sambærilegt magn, en úr því fer þörfin minnkandi. Samkvæmt okkar skrám þarf oft ekki meira en 10-12 ml í hryggdeyfingu hjá áttræðum manni þar sem sá fertugi þarf 25. Skýring á þessu er sjálfsagt ekki nein ein ákveðin, en það sem helst er talið skipta hér máli er stærð milliliðagata (foramina intervertebralia), að hve miklu leyti þau eru opin, og rúmmál utanbastsbilsins sjálfs. Hjá fullorðnum þrengjast þessi op og rúmmálið minnkar, en hvort tveggja stuðlar að aukinni dreifingu deyfilyfs innan utanbastsbilsins (8). Verkunarstaðir deyfingarinnar eru ekki þekktir til fulls, en líklega er um að ræða þrjá staði helsta: a) á mænutaugar fyrir utan og í milliliðagati, b) á mænutaugar innan utanbastsbils og c) á taugarætur og á mænu innan mænugangs (4, 9). Utanbastsbilið teygir sig frá kúpubotni niður að rófubeini. Innihald þess er mjög æðaríkur laus fituvefur (»areoIar« vefur) auk bandvefsstrengja. Æðarnar eru fyrst og fremst bláæðanet, auk sogæða. Þessi vefur tekur greiðlega við deyfilyfinu og vökvinn jafnast nokkuð vel um bilið, a.m.k. ef sjúklingurinn liggur ekki of lengi á annarri hliðinni. Dreifingu er ekki að fullu lokið fyrr en eftir 30-35 mínútur frá lagningu deyfingar (10). Áhrif legu hefur verið athuguð nokkuð, til dæmis með tilliti til dreifingar deyfingar hjá konum í barnsfæðingu, sem eiga erfitt með að liggja á bakinu á meðan deyfingin tekur (15). Það kom í ljós verulegur munur á þeim konum sem voru látnar snúa sér á gagnstæða hlið eftir ísetningu deyfingarinnar, miðað við hinar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.