Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1988, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.09.1988, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ 273 augnskemmdir, m.a. vanþroski á augum (micropthalmia). En algengasti fylgikvilli fóstursýkingar, hvort sem hún er alvarleg eða væg, er bólga í sjónhimnu (chorioretinitis), sem veldur varanlegri skemmd. Bólgan sést stundum við fæðingu, en oft verður hennar ekki vart fyrr en löngu síðar. Talið er, að þá hafi gömul vefjablaðra í augnbotni sprungið og þeir bogfrymlar, sem losna og ónæmisviðbrögð gegn þeim, valdi bólgu, drepi og síðar örmyndun í himnunni. Verður við það mismikil sjónskerðing eftir því hvar skemmdin er staðsett. Við augnbotnaskoðun sést gulhvítur blettur líkur bómullarhnoðra. Með tímanum setjast gjarnan litarefni í örið (12, 16, 17). Sjónhimnuskemmdir geta einnig orðið hjá fólki, sem fær áunna bogfrymlasótt, en eru taldar stafa oftar af meðfædda forminu (15). Greining á bogfrymlasýkingu í augum er ekki auðveld með mótefnamælingu í blóði, ef langt er liðið frá frumsýkingu. Þá mundu mótefni mælast í litlu magni og þau aukast ekki, þó að ein og ein gömul vefjablaðra springi. Sé hins vegar hægt að ná sýni úr forhólfsvökva augans, eru mótefni í honum líkleg til að vera hærri en í blóði, ef um virka bogfrymlasýkingu í augnbotni er að ræða (28). Áunnin bogfrymlasótt (toxoplasmosis acquisita) Þetta sjúkdómsform kemur fram, þegar frumsýking af völdum bogfrymla orsakar merkjanleg einkenni hjá börnum eða fullorðnum. Sabin, Pinkerton og Henderson lýstu því fyrstir árið 1941 (2, 3), einnig rannsakaði Siim það mikið (8). Algengustu einkennin eru eitlastækkanir á hálsi, en eitlar í holhöndum, nárum og innvortis geta einnig bólgnað. Stundum fylgja almenn einkenni, svo sem slappleiki, hiti og útbrot. Sjúkdómurinn getur þá líkst einkirningasótt, m.a. getur orðið fjölgun á eitilfrumum (lymphocytum) í blóði og stækkun á milti og lifur. Sjónhimnubólga kemur fyrir, einnig geta heila-, hjartavöðva- og lungnabólga fylgt, en slíkt er fátítt í fólki með eðlilegar varnir. Einkenni hverfa yfirleitt á nokkrum vikum eða mánuðum. Talið er, að sumir einstaklingar vinni alveg bug á sýkingunni, en aðrir gangi með mismikið af lifandi bogfrymlum í vefjablöðrum ævilangt (14, 15, 16). Greining byggist fyrst og fremst á mótefnamælingum, þ.e. að há eða hækkandi IgG og IgM mótefni finnist í blóði. Stækkun á eitlum stafar af frumufjölgun vegna ónæmisviðbragða, en litið er í þeim af bogfrymlum, og því ólíklegt, að þeir sjáist við vefjaskoðun á eitlum (27). Bogfrymlasótt í varnarskertu fólki Upp úr miðjum sjötta áratugnum fór athygli að beinast að lífshættulegu formi bogfrymlasóttar í fólki með illkynja sjúkdóma, einkum í merg og eitlakerfi (15, 21-23). Síðar bættust í þennan hóp varnarskert fólk vegna bandvefssjúkdóma og líffæraflutninga og loks alnæmissjúklingar (24-26). Talið er, að hjá þessu fólki sé oftast um endurvirkni á fyrri sýkingu að ræða. Ónæmiskerfi þess ræður þá ekki við bogfrymla, sem losna, þegar vefjablöðrur springa og þeir fara að skipta sér ört í hraðfjölgunarformi. Þetta fólk getur auðvitað einnig orðið fyrir frumsýkingu eftir venjulegum smitleiðum eða við að fá bogfrymlasýkt blóð eða líffæri. í þessari sjúkdómsmynd eru einkenni frá heila algeng, svo sem sljóvguð meðvitund, krampaköst, lamanir. Vefjaskemmdirnar, sem orsaka þessi einkenni eru dreifðir bólgublettir i heila, oft með drepi í. Þeir fara smám saman stækkandi og draga sjúkling að lokum til dauða, ef ekki tekst að hemja fjölgun sýklanna með lyfjagjöf. Sjúklingarnir geta líka fengið hjartavöðvabólgu, lungnabólgu, útbrot og eitlastækkanir. Greining bogfrymlasóttar hjá varnarskertu fólki er ekki auðveld, þar sem mótefnamyndun er meira og minna skert og mótefnamælingar því ekki sérlega líklegar til að gefa til kynna, hvort um virka sýkingu er að ræða. Hjá fólki með illkynja sjúkdóma verður þó oftar marktæk hækkun á mótefnum í blóði en hjá alnæmissjúklingum (26, 32, 38). Nýlega hefur komið fram, að mótefnamælingar í mænuvökva geti hjálpað við greiningu á bogfrymlasýkingu í heila hjá alnæmissjúklingum (25, 33). Reyna má að taka sýni úr sýktu líffæri og leita að bogfrymlum með vefjaskoðun. Einnig má reyna ræktun bogfrymla úr vefjasýni, blóði eða mænuvökva. Aðferðir til leitar að mótefnavökum bogfrymla hafa verið reyndar, en eru ekki einhlítar til að greina virka sýkingu frá óvirkri (35). Þó að bogfrymlar finnist ekki við þessar rannsóknir getur sjúklingurinn samt verið með virka sýkingu. Því er talið ráðlegt að hefja lyfjameðferð gegn bogfrymlum hjá varnarskertum sjúklingum, sem miklar líkur eru til, að séu með virka sýkingu. Dæmi um slíkt eru alnæmissjúklingar, sem áberandi skemmdir sjást
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.