Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 269-77 269 Kristín E. Jónsdóttir HELSTU ATRIÐI UM BOGFRYMIL OG SÝKINGAR AF VÖLDUM HANS INNGANGUR Bogfrymill (toxoplasma) er fyrst og fremst dýrasýkill, en getur borist i menn og valdið bogfrymlasótt (toxoplasmosis). Ef þunguð kona smitast af bogfrymlum, geta þeir valdið fósturláti eða fóstursýkingu með alvarlegum afleiðingum fyrir þroska og heilsu fóstursins. Þeir geta einnig valdið lífshættulegum sjúkdómi hjá fólki með vissar bilanir í ónæmiskerfi. Hins vegar veldur bogfrymlasmit miklu oftar einkennalausri sýkingu en sjúkdómi hjá fólki með heilbrigt ónæmiskerfi. í sumum löndum er reynt að fylgjast kerfisbundið með því, hvort kona verður fyrir bogfrymlasmiti á meðgöngutíma. Það er ekki gert hér á landi, en alloft er beðið um mælingar á mótefnum gegn bogfrymlum vegna fósturláts eða gruns um fóstursýkingu. Slikar mælingar hafa ekki verið tiltækar hér á landi. Ekkert yfirlit hefur birst í tímaritum íslenskra heilbrigðisstétta um bogfrymil sem sýkingavald í mönnum, enda er bogfrymlasótt að öllum líkindum fátíð hér á landi. Hins vegar gæti tíðnin aukist við vissar breytingar á lífsháttum þjóðarinnar, svo sem aukin ferðalög til landa, þar sem smithætta er meiri en hér, nýjungar í meðferð matvæla og fjölgun alnæmissjúklinga. Er eftirfarandi yfirliti ætlað að minna á helstu atriði um þennan sýkil, lifsferil hans í náttúrunni, smitleiðir og þau sýkingaform, sem hann getur valdið í mönnum. Einnig er lýst stuttlega helstu aðferðum til greiningar á sýkingum af völdum bogfrymla og nefnd nokkur lyf, sem reynd hafa verið gegn þeim. Heimildaval Framan af öldinni var bogfrymill eingöngu talinn dýrasýkill og mikið ritað um hann sem slíkan, en því efni er öllu sleppt hér. Um lífsferil sýkilsins, smitleiðir og sýkingaform var aðallega stuðst við greinar eftir þá menn, sem mest hafa lagt til í rannsóknum á þessum sviðum, svo sem Wolf, Frá sýklarannsóknadeild Landspítalans. Barst 03/11/1987. Samþykkt 10/05/1988. Sabin, Feldman, Eichenwald, Siim, Work, Pinkerton, Hutchison Frenkel og Remington (1-17). Um bogfrymlasmit í þunguðum konum, afleiðingar þess fyrir fóstur og möguleika á lyfjameðferð í þungun var aðallega stuðst við tvær greinar, aðra birta 1974 eftir Frakkana Desmonts og Couvreur, (18) hina frá 1979 eftir norskan lækni, Babill Stray-Pedersen (19). Franska greinin er sú, sem hvað mest hefur verið vitnað í um þetta efni undanfarinn áratug. Hún fjallar um framskyggna rannsókn á þunguðum konum í París, þar sem mikill hluti kvenna er kominn með mótefni gegn bogfrymlum þegar á unga aldri. Rannsóknin var gerð til að greina, hversu margar smituðust í þungun og hver yrðu afdrif fóstra þeirra. Niðurstöður þóttu gefa gild svör við spurningum, sem menn höfðu lengi velt fyrir sér um bogfrymlasýkingu i móðurlífi. Norska greinin fjallar um sams konar rannsókn á þunguðum konum í Osló og nágrenni, þar sem lítill hluti ungra kvenna er með mótefni (20). Um bogfrymlasótt í varnarskertu fólki hafa margar greinar verið ritaðar og er vitnað í nokkrar þeirra (21-26). Heimildir um greiningaraðferðir eru úr bresku sérriti frá 1980 eftir Fleck og Kwantes og ritum sumra fyrrnendra höfunda auk annarra (27-36). Hvað snertir lyf gegn bogfrymli var stuðst við grein frá 1956 eftir Eyles (37), bókarkafla eftir Remington og Desmonts (16), kafla eftir Frenkel (17) og grein eftir Armstrong og fleiri (38). Loks var leitað í útdráttarit frá þingi um smitsjúkdóma, sem haldið var 1986 (39, 40). Lífsferill og smitleiðir Bogfrymill er frumdýr af þeim hópi gródýra (sporozoa), sem kallast coccidia. Hann er tvö til fjögur míkron að breidd og fjögur til átta að lengd, íbjúgur, annar endinn breiðari en hinn. Frakkarnir Nicolle og Manceu gáfu þessu frumdýri nafnið Toxoplasma gondii, sem dregið er af Iögun þess (toxon, gr. = bogi) og nagdýrstegund, ctenodactylus gondi, sem þeir fundu það í árið 1908. Sama ár fann Brasilíumaðurinn Splendore sams konar frumdýr í vefjum kanína. Það fannst síðan í fjölmörgum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.