Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 12
260 LÆKNABLAÐIÐ Number (percentage) Fig. 6. Six categoríes of solutions used in solving 8382 contacts. Fig. 7. Thepatient’s reason on contacting, when the contact wassolved with a prescription. Total number of reasons were 2465. Fig. 8. The structure of preventive practice from fig. 6, 929 contacts. höfðu greininguna eða 9,7%. Alls voru 1439 erindi að baki þessum tíu greiningum í töflu IV eða 27,6% af öllum skráðum erindum. Algengustu greiningar aðrar en sjúkdómsgreiningar voru læknisskoðun (WV70-) 923 skipti (17,7%), mæðraskoðun (WV220) 132 skipti (2,5%) og getnaðarvarnalyf (WV255) 83 skipti (1,6%). Samanlagt voru þessar þrettán greiningar 2577 eða 49,4% af öllum skráðum erindum. Úrlausnir. Alls voru 8382 úrlausnir skráðar eða að meðaltali 1,6 úrlausn/erindi. Helstu úrlausnarflokkar eru dregnir saman á mynd 6. Skoðum nánar þessa flokka. I. Lyfjaávísanir. Lyf voru óneitanlega stór hluti úrlausna eða 42% (3501 af 8382), en 2465 erindi voru þarna að baki. Við hvert erindi, sem endaði með lyfjaútskrift, var því að jafnaði ávísað 1,4 lyfi. Áður hefur komið fram að heildarfjöldi erinda var 5217, þannig að i 47% tilfella lauk erindi með útskrift á lyfi eða lyfjum. Yfirfært á íbúafjölda héraðsins voru 3,6 lyfjaávísanir á hvern íbúa. Enginn munur var milli karla og kvenna í lyfjanotkun. Mynd 7 sýnir skiptingu tilefnisflokka lyfjaútskriftar og er sambærileg mynd 5, þar sem sýnd er skipting allra tilefna hópsins. Tafla V sýnir hverjar voru tíu algengustu greiningar við lyfjaútskrift. Tafla VI sýnir lyf, sem gefin voru, flokkuð samkvæmt ATC-kerfi samanber íslensku sérlyfjaskrána (4). Stærstu lyfjaflokkarnir eru sýkingarlyf (án staðbundinnar notkunar) og tauga- og geðlyf með 16,4% af heildarávísunarfjölda hvor flokkur um sig. Næst þeim koma hjartalyf 15,0%, öndunarfæralyf 14,5% og meltingarlyf 12,4%. {töflu VII má sjá algengustu einstöku lyfin. Rétt er að árétta að heildarnotkun lyfja verður ekki metin á þennan hátt, þó að tilhneiging í lyfjanotkun komi fram, heldur er hér talinn fjöldi ávísana en ekki magn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.