Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 58
294 LÆKNABLAÐIÐ P-blokka og »önnur blóðþrýstingslækkandi lyf« (Tafla II). 41 sjúklingur þurfti svæfingarlyf meðan á aðgerð stóð. Hér er átt við lyf sem voru gefin í þeim tilgangi að »svæfa« sjúklinginn (midazolam eða pentothal). Ekki er hér gerður greinarmunur á því hvort sjúklingar voru látnir anda sjálfir, fengu hjálp með grímu (maska) eða fengu berkjuslöngu. Þó má ljóst vera að í langflestum tilfellum var gripið til þessara lyfja vegna ófullnægjandi deyfingar. í töflu III má sjá skiptingu þessara sjúklinga eftir aldurshópum. Ekki er að finna marktækan mun á milli hópanna hvað varðar notkun svæfingarlyfja. Meðallengd aðgerða þeirra sjúklinga sem var gefið svæfingarlyf var 58,4 mínútur, sem er einungis 1,7 mínútur yfir meðaltali. Tíu sjúklingar af þessum hópi fengu ábót á deyfinguna áður en til svæfingarlyfja var gripið, en eins og áður hefur komið fram, var aðeins hluti sjúklinganna með hryggdey fingarlegg. Á árunum 1984-85 voru 55 keisaraaðgerðir framkvæmdar í hryggdeyfingu (7,8% deyfinga). Þessi sjúklingahópur er nokkuð sérstakur fyrir ýmissa hluta sakir. Sjúklingarnir fá aldrei lyfjaforgjöf, þannig að ætla mætti að þeir væru ekki eins vel búnir andlega undir átök aðgerðanna og aðrir sjúklingar. Konurnar þurftu til jafnaðar mun meira magn deyfilyfs en jafnaldrar þeirra (P< 0,001), enda þarf deyfingin að ná til fleiri mænuróta en almennt þarf við deyfingar fyrir aðgerðir á mjöðmum og ganglimum. Blóðþrýstingur þeirra féll enda meira en jafnaldra þeirra (P< 0,001). Tafla III. Notkun svœfingarlyfja með hryggdeyfingum. Aldur Fjöldi Fá lyf °7o A: 0-14.......................... 8 B: 15-29 ...................... 198 21 10,6 C: 30-44 ...................... 195 13 6,7 D: 45-59 ...................... 171 E: 60-74 ...................... 106 5 4,7 F: 75+ ......................... 30 2 6,7 Ekki er um að ræða marktækan mun á notkun lyfjanna á milli aldurshópa. Sjá texta til nánari skýringa. Mun fleiri »keisarakonur« fengu svæfingalyf en jafnaldrar þeirra (34 v/s 4,4%) sem er marktækur munur (sjá töflu IV). Hætt var við eina aðgerð á timabilinu vegna hugsanlegrar aukaverkunar af deyfilyfinu, en sá sjúklingur fékk krampa stuttu eftir lagningu deyfingarinnar. Þessi sjúklingur hafði raunar sögu um krampa eftir svæfingu á öðru sjúkrahúsi. Ekki liggja fyrir upplýsingar, hvers eðlis sú svæfing var, en skoðun seinna meir af taugasjúkdómalækni, leiddi ekki í ljós nein sjúkdómseinkenni. Hins vegar ber að hafa í huga að staðdeyfilyf geta valdið krömpum. UMRÆÐA Hryggdeyfingar eru ekki ný uppgötvun, en hins vegar er ekki langt síðan notkun þessarar deyfingaraðferðar fór að öðlast verulegar vinsældir og viðurkenningu. Aukaverkanir eru vel þekktar, en mjög sjaldgæft er að þær séu varanlegar. Langflestir þeirra sjúklinga sem ég talaði við eftir aðgerð og höfðu verið deyfðir með hryggdeyfingu, kváðust velja slíka deyfingaraðferð aftur, gæfu aðstæður tilefni til þess. Góð slökun, hughreysting og lyfjaforgjöf á án efa sinn þátt í að draga úr óþægindum, sem helst er að vænta við innsetningu hryggdeyfingarleggjanna (epidural catheter). Eins og áður hefur verið tæpt á, hefur notkun hryggdeyfingarleggja færst mikið í vöxt. Þeir hafa á síðari árum orðið mýkri og þjálli í meðförum. Notagildi þeirra er ekki síst í því fólgið að gefa sjúklingum verkjastillandi lyf í þá eftir aðgerðir, auk þess að geta bætt á deyfinguna í aðgerðinni. Eftir að sjúklingurinn kemur á deild eftir aðgerðina, sér hjúkrunarfræðingur um að gefa verkjalyf í legginn samkvæmt fyrirmælum læknis og fjarlægir síðan legginn eftir 1-2 sólarhringa. Til verkjastillingar er notað morfín á S.A., en einnig er hægt að nota önnur lyf, svo sem staðdeyfilyf. Tegund deyfilyfs sem notað er í hryggdeyfingu fer mikið eftir eðli aðgerðar. Sé um að ræða stuttar aðgerðir er stuttverkandi lyf gjarnan notað (t.d. Lidocain), en við lengri aðgerðir gjarnan Tafla IV. Samanburður tveggja sjúklingahópa sem fengu hryggdeyfingu. K: Konur á aldrinum 15-29 ára sem gengust undir keisaraaðgerð A: aðrir sjúklingar á sama aldri sem fengu hryggdeyfingar fyrir ýmsar aðrar aðgerðir. Fjöldi Meöalfall syst. Staðal meðalfrávik Magn deyfingar Staðal meðalfrávik Svaef- ingarlyf Hlutfall K 41 27,7 17,6 113,0 14,9 14 34,1 A 157 16,6 8,0 97,5 9,5 7 4,4 Samanburður á meðalfalli slagþrýstings reynist marktækur (t = 5,15 , P<0,001). Samanburður á magni deyfilyfs sem notað var er marktækur (t = 8,1, P<0,001). Ennfremur reyndist marktækur munur á fjðlda sjúklinga í þessum hópum sem þurftu svæfingarlyf í aðgerð (P<0,001). Sjá umræðu i texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.