Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 271 míkron að lengd, mjög þolin gegn ytri áhrifum og geta haldist lífvænleg í jarðvegi svo mánuðum skiptir, þar sem vetrarkuldi er ekki mikill. Við hagstæð ytri skilyrði svo sem hlýju, raka og súrefni, þróast hylkin fljótlega í smithæft form og eru þá í hverju tvær gróblöðrur (sporocyst) með fjórum bogfrymlum í hvorri (sporozoit). Úr jarðvegi á þetta form greiða leið ofan í dýr af ýmsum tegundum og í þörmum þeirra þróast síðan hraðfjölgunarformið og hringrásin lokast. Þáttur kattarins í hringrásinni uppgötvaðist ekki fyrr en 1969 og voru það Hutchison, Dunachie, Siim og Work, sem leystu gátuna um aðalhýsil bogfrymils, einnig átti Frenkel stóran þátt í þeim rannsóknum (10-13). Öll þrjú form bogfrymils verða óvirk við hitun yfir 60°C. Söltun kjöts eyðileggur vefjablöðruformið og frysting í kringum - 20°C i 24 klst. að mestu eða alveg (9). Veðurfar hefur áhrif, þar sem vetrarhörkur ná að eyðileggja frjóhylki í jarðvegi. Frumsmit af völdum bogfrymils er algengt á barnsaldri, þar sem veðurfar er hlýtt og rakt og börn leika sér úti í náttúrunni, og því meiri möguleiki á smiti úr jarðvegi en í borgum. í kaldari löndum og stórborgum er frumsmit fátíðara á barnsaldri, en eykst smám saman frá unglingsaldri og er þá liklega oftast vefjablöðrusmit úr matvælum. Slík smitleið er greiðari í Iöndum, þar sem nýtt kjöt er selt ófryst og borðað snöggeldað (t.d. í Frakklandi) en þar sem kjöt er geymt fryst og borðað vel eldað. Einhverra hluta vegna finnast vefjablöðrur miklu fremur í svína- og kindakjöti en í nautakjöti (14, 16, 17). Smit frá köttum er líklega ekki sérlega algengt í borgum, annars ættu borgarbörn að smitast örar en raun ber vitni. Til er bresk rannsókn á mótefnum gegn bogfrymlum hjá 67 einstaklingum, sem stunduðu kattarækt, bjuggu flestir í borgum og höfðu 44 búið með köttum yfir 10 ár. Meðalaldur þeirra var 38,4 ár og voru 24 eða 35,8% með mótefni. Af breskum almenningi á aldrinum 11-40 ára eru 10-40% með mótefni (42). Möguleiki er á smiti við blóðgjöf, þar eð bogfrymlar geta auðveldlega lifað af í blóði geymdu í blóðbanka. Smit getur einnig hlotist af ígræðslu líffæra með bogfrymlum og vinnu með lifandi bogfrymla (14). Sjúkdómsform í mönnum Bogfrymill kemur fyrst við sögu sem sjúkdómsvaldur í manni árið 1923, er Tékkinn Janku sá frumdýr, sem hann taldi vera gródýr (sporozoa), í sjónhimnu barns með vatnshöfuð. Árið 1927 fann Brasilíumaðurinn Torres svipað frumdýr í vefjum barns, sem fæddist með heila- og hjartavöðvabólgu. Á næsta áratug greindist áþekk sjúkdómsmynd í nokkrum nýburum og sannaðist, að sjúkdómur þeirra var meðfæddur og orsakaðist af bogfrymlum (1). Síðar varð ljóst, að sjónhimnubólga gat ýmist verið samfara meðfædda forminu eða síðkomin afleiðing þess (Wilder 1952) (12). Eftir uppgötvun meðfædda formsins beindist athygli manna fljótlega að áunnu sjúkdómsformi hjá börnum og fullorðnum (2, 3) og loks að lífshættulegum sjúkdómi hjá varnarskertu fólki (21-26). Samkvæmt þessu teljast sjúkdómsform af völdum bogfrymla fjögur: 1. Meðfædd bogfrymlasótt. 2. Bogfrymlasýking í augum. 3. Áunnin bogfrymlasótt. 4. Bogfrymlasótt í varnarskertu fólki. Almennt er sjúkdómur af völdum bogfrymla þó miklu sjaldgæfari en einkennalaust smit (15). Kom það í ljós, eftir að kannanir á algengi smits hófust upp úr 1948 með mælingum á mótefnum. Enn fremur reyndist hlutfall smitaðra mishátt meðal mismunandi þjóða. Meðal íslendinga hefur það reynst fremur lágt (5, 42). Meðfædd bogfrymlasótt (toxoplasmosis congenita) Ameríkanarnir Wolf, Cowen og Page birtu árið 1939 grein í Science um heilabólgu í barni, sem veiktist þrem dögum eftir fæðingu og dó mánaðargamalt. Þeim tókst að einangra bogfrymla úr vefjum barnsins, sýkja dýr með þeim og þar með sanna orsök sjúkdómsins. Þeir höfðu lýst svipuðu tilfelli árið 1937, en kölluðu frumdýrið, sem þeir fundu í vefjum þess barns encephalitozoon (1, 2). Upp úr 1940 jukust rannsóknir á bogfrymlasótt í nýburum. Sabin taldi fjögur algengustu einkennin vera: Vatnshöfuð, sjónhimnubólgu, kölkun í heila og krampaköst. Smám saman kom í Ijós, að bogfrymlasýking í fóstri getur valdið margvíslegum einkennum, allt frá því að fóstur látist, barn fæðist andvana eða mjög veikt vegna útbreiddra skemmda í mörgum líffærum, svo sem heila, augum, lifur, milti, hjartavöðva, húð og blóði, til þess að engin einkenni finnist við fæðingu, en komi e.t.v. fram síðar sem sjónhimnuskemmd eða þroskaskerðing (7, 16, 17).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.