Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 60
296 LÆKNABLAÐIÐ lágu á sömu hliðinni áfram. Mun jafnari dreifing fékkst hjá þeim sem voru látnar snúa sér. Það sama varð uppi á teningnum i athugun frá 1981 (10), þar sem sýnt er fram á hraðari og öflugri deyfingu í þeirri hlið líkamans sem niður snýr. Vara skyldu menn sig á einu líffærafræðilegu fyrirbæri, þó sjaldgæft sé, nefnilega að utanbastsbilið sé skipt. Einn slíkan sjúkling rak á okkar fjörur á S.A., sem aðeins deyfðist öðrum megin, og var þar að okkar áliti ekki um að ræða misjafna dreifingu deyfilyfs, þar sem deyfingin tók einungis til annars líkamshlutans, með hreinni miðlínuskiptingu. Svipuðu tilfelli er lýst 1980 (11) og er þar gert ráð fyrir, sem hugsanlegri skýringu á fyrirbærinu, að utanbastsbilinu sé skipt í miðlínu eftir endilöngu. Blóðþrýstingur mikils meirihluta sjúklinga féll við deyfinguna, en langflestir haldast í viðunandi jafnvægi með hjálp vökvadreypis, án blóðþrýstingshækkandi lyfja. Mjög misjafnt er hvenær gripið er til slíkra lyfja en brátt fall á fyrstu mínútunum hjá fullorðnu fólki er þó oftast ábending fyrir notkun þeirra. Hins vegar er fall slagþrýstings allt niður í 80 mmHg hjá ungum hraustum einstaklingum, almennt ekki ábending fyrir slíkum lyfjum, séu þeir í góðu formi og einkennalausir. Áhrif deyfingarinnar á blóðþrýsting er einkum vegna »sympatískrar« hömlunar (»bIokks«) sem verður í utanbastsbilinu. Það veldur æðavíkkun á þeim svæðum sem deyfingin tekur til, og þar með minnkuðu viðnámi í blóðrás. Þetta hefur eins og margt annað verið athugað, og árið 1985 birtust niðurstöður (12), þar sem sagt er frá sjálfboðaliðum sem eru deyfðir hryggdeyfingu (á brjósthrygg). Sýnt var fram á veruleg áhrif á hjarta og blóðveitu sem rakin eru til umræddrar hömlunar. Þar má nefna hægari hjartslátt og fall slagþrýstings, bæði í hvíld og við áreynslu. Þanþrýstingur breyttist ekki, en slagrúmmál hjartans minnkaði um 22% og afköst (cardiac output) um 33%. í sömu tilraun er sýnt fram á bein áhrif deyfilyfsins sjálfs á hjartað, með því að gefa sömu einstaklingum það í vöðva viku seinna. Sömu atriði voru þá mæld og í ljós kom eilítið blóðþrýstingsfall og slagrúmmál minnkaði um 8% og afköst hjartans um 20%. í umræddri grein (12), er ekki hægt að sýna fram á marktækan mun á blóðþéttni búpivakaíns eftir gjöf þess í vöðva eða utanbastsbil. Mælingar á deyfilyfi í blóði eftir hryggdeyfingu sýna að frásog þess er nægilega mikið yfir í blóðrás að það hefur tvímælalaust bein áhrif á hjarta og æðakerfi líkamans (4, 12, 13). Sérstaklega er hætta á miklu frásogi ef mikið álag er á bláæðanetinu innan utanbastsbilsins, eins og á sér stað á meðgöngu (4). í slíkum tilvikum geta æðaherpandi lyf spornað gegn þessu, sé þeim blandað í deyfilyfið (4). Auk þess að hafa áhrif á blóðveituna og mænutaugar, geta staðdeyfilyf hugsanlega lækkað blóðþrýsting með áhrifum á miðtaugakerfið (14). Samkvæmt athugunum okkar lækkar blóðþrýstingur meira meðal þeirra sjúklinga sem nota blóðþrýstingslækkandi lyf. Þetta ætti ekki að koma á óvart, þar sem geta líkamans til að bregðast við því aukna álagi sem blóðþrýstingslækkunin veldur, er ekki fyrir hendi hjá þeim í sama mæli og öðrum. Hér er til dæmis átt við aukningu á hjartsláttarhraða og samdráttarkrafti hjartans, sem þ-blokkarnir hafa áhrif á og samdráttur æða á ódeyfðum svæðum líkamans til að sporna gegn falli, sem æðavíkkandi blóðþrýstingslyf (vasodilators) vinna á móti. Ekki er hægt að sýna fram á tölfræðilegan mun á meðalblóðþrýstingsfalli milli hópa B, C og D í töflu II, en einstaklingar innan þessara hópa neyttu allir blóðþrýstingslækkandi lyfja að staðaldri. Hins vegar var marktækur munur á milli þeirra sem engin lyf notuðu og allra hinna. Tiðni blóðþrýstingsfalls er hins vegar mest í þeim hóp sjúklinga sem nota saman þ-blokka og önnur blóðþrýstingslækkandi lyf, sem kemur vel heim við það sem að ofan er sagt. Könnun okkar sýnir einnig, eins og áður hefur komið fram, að sjúklingum með háan blóðþrýsting fyrir lagningu deyfingar, er mun hættara við blóðþrýstingsfalli en hinum. Skýringar á þessu eru flóknar og sjálfsagt ekki einhlítar, en koma vel heim við athuganir annarra (14). SAMANTEKT Hryggdeyfingar hafa verið notaðar við S.A. um langt árabil með góðum árangri. Aukaverkanir samfara notkun þessarar aðferðar eru fáar og sjaldan alvarlegar, en blóðþrýstingsfall getur verið vandamál, sérstaklega meðal þeirra sem háþrýsting hafa, og/eða þeirra sem eru meðhöndlaðir með blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Aðferðina er hægt að nota á allflesta aldurshópa, en yngsti sjúklingurinn í úrtaki okkar var 12 ára og sá elsti 94 ára. Leitt er líkum að því að fólk komið yfir miðjan aldur þurfi minni skammta af deyfilyfjum en þeir sem yngri eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.