Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 287 Við eitlabólgu á hálsi er sýkingarleiðin talin vera í gegn um munnslímhúð en síðan setjast bakteríurnar að í aðlægum eitlum. Talið hefur verið að tanntaka með tilheyrandi brestum í slímhúðinni eða aðrir áverkar í munnholi gæti frekar stuðlað að því að sýklarnir nái sér niður (12). Börn með frábrigðilegar berklasýkingar í eitlum eru oftast í þeim aldursflokki sem setur hluti upp í sig og jafnvel borðar sand og mold. Þær tegundir frábrigðilegra berklasýkla sem langoftast valda eitlasýkingum á hálsi eru M. avium intracellulare og M. scrofulaceum, sem kemur heim og saman við ræktunarútkomu hér. Við hinar miklu sjaldgæfari sýkingar í nára eða holhandareitlum er oftast saga um sár á útlimum, sem telja má þá líklega sýkingarleið (6, 13). Nýlega var greint frá fjórum börnum, sem öll voru með ígerð og bólgu í fæti, rúmum mánuði eftir að hafa stigið á nagla. Af útlitinu einu saman var þetta óaðgreinanlegt frá stungusárasýkingum af völdum algengari igerðarbaktería svo sem S. aureus eða Ps. aeruginosa. Hins vegar ræktaðist M. fortuitum í öllum tilvikum. Hér virðist sýkillinn vissulega hafa borist úr jarðvegi (14). Meðallangvinn eitlabólga á hálsi, sem þróast á tveimur eða fleiri vikum, getur auk frábrigðilegra berklasýkla stafað af veirum svo sem Epstein-Barr veiru eða cytomegaloveiru, sem valda þó yfirleitt eitlastækkunum beggja megin á hálsi, eða sníklum eins og bogfrymlum (toxoplasma gondii). Einnig koma aðrar hægt vaxandi bakteríur til greina s.s. loftfælnar bakteríur og sú er veldur kattarklórssjúkdómnum; einnig Actinomyces israelii og siðast en ekki síst hin hefðbundna berklabaktería, M. tuberculosis. Sjúkrasaga, klínískt útlit, sjúkdómsgangur og ýmsar rannsóknir greina þær oft frá sýkingum af völdum frábrigðilegra berklasýkla, en mismunargreining getur verið erfið, einkum í sambandi við tvær síðastnefndu sýkingarnar. Ekki má heldur gleyma að illkynja sjúkdómar geta valdið eitlastækkunum, sem rugla mætti saman við langvinnar eitlasýkingar. Það sem helst vekti grun um slíkt væri stækkaðir eitlar ofan viðbeins, festing við undirlag og hratt stækkandi þéttur eitill yfir 3 cm í þvermál. Þyngdartap og langvarandi hiti benti til hins sama. Lélegt ástand tanna, tannkýli og bólgur í tannholdi gætu bent til eitlabólgu af völdum loftfælinna baktería. Kattarklórssjúkdómur er víða talinn algengastur allra hægfara eitlasýkinga (8, 15), þótt ekki hafi hann greinst hérlendis svo vitað sé. Þá er saga um kattarklór eða bit í langflestum tilvikum og yfirleitt má sjá áverkastaðinn þegar sjúklingur leitar til læknis. Oftast er eitillinn dálítið aumur viðkomu, ólíkt því sem er við f.b. eitlabólgu. Til eru áreiðanleg húðpróf til greiningar og með sérstökum litunum hefur nýlega tekist að sýna fram á litla Gram neikvæða stafi við vefjaskoðun frá eitla- eða húðsýni (8). Actinomycosis á hálsi eða andliti svipar að útliti, meintri sýkingarleið og tilhneigingu til fistilmyndunar mjög til frábrigðilegra berklasýkinga. Þessi sjúkdómur er þó talinn 10 til 30 sinnum sjaldgæfari hjá börnum en fullorðnum og mun sjaldséðari en frábrigðilegar berklasýkingar. Sést þá frekar hjá eldri börnum, komnum á skólaaldur. Þrjú börn, 8 til 9 ára, greindust þó á Landakotsspítala 1970-1976 með actinomycosis sýkingar á hálsi og tókst aðeins að rækta sýkilinn frá einu þeirra, eftir ótal margar tilraunir (16). Fyrst og fremst þarf að greina milli sýkinga af völdum frábrigðilegra berklasýkla og M. tuberculosis. Enda þótt útlit fyrirferðar, almennur sjúkdómsgangur og vefjaskoðun sé allt mjög áþekkt, eru þó ýmis atriði, sem gefa vísbendingu um orsök áður en grípa þarf til sýnatöku (Tafla II). Aldur sjúklings skiptir miklu máli, þar sem eitlasýkingar af völdum frábrigðilegra berklasýkla eru fyrst og fremst sjúkdómur barna, Mynd 1. Svörun við húðprófum hjá barni nr. 2 strax við innlögn á spítala. (A: M. avium, M: M. marinum, Tb: M. tuberculosis).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.