Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 267 sinni til tvisvar í viku, gæti dregið verulega úr dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóms. Ekki hafa allir komist að sömu niðurstöðu (4, 5), enda líklegt að öruggt svar fáist aðeins með rannsókn á einstökum fitusýrum í miklum mannfjölda um langan tima. Við tilraunir á svínum fóðruðum á fituríku fóðri hafa Weiner og félagar sýnt, að lýsisneysla hægir á framvindu kransæðasjúkdóms (6), hugsanlega vgna aukinnar EPS í blóðflögum og minnkaðs thromboxan í sermi. Landymore og félagar sýndu einnig fram á, að venugræðlingar í hundum lokuðust síður ef þeir neyttu lýsis (7). Sigmundur Guðbjarnason og félagar hafa lengi unnið að lýsisrannsóknum. Benda þær m.a. til þess, að lýsi geti dregið úr skyndidauða tilraunadýra eftir ísóprenalínörvun (12). Þetta er í samræmi við niðurstöður Murnaghans (16), sem rannsakaði slegiltakttruflanir en fóðrun á ómettuðum sýrum dró úr þeim. Við nægilegt súrefnisframboð höfðu sýrurnar engin áhrif. Litvitsky komst að svipuðum niðurstöðum við rannsóknir á rottum við ónógt kransæðaflæði (17). Culp og félagar gáfu hundum fiskolíu og lokuðu síðan grein úr vinstri slagæð. Sleglaslög urðu 30% af heildarfjölda hjartaslaga 19 klukkustundum eftir æðarlokun, en 80% hjá samanburðardýrum, sem fengu ekki fiskolíu (13). Prostaglandín, sem verða til úr fitusýrum, til dæmis prostasýklin, víkka kransæðar, draga úr ónæmissvörun, stjórna myndun bandvefs að nokkru og geta hugsanlega þannig haft áhrif á tilurð takttruflana (18). Einnig er liklegt, að EPS dragi úr sókn hvítkorna inn í hjartadrep, en þau Fig. 4. Percentage of eicosapentaeonic acid in plasma phospholipids during and without cod liver oil administration. framleiða súrefnisrík efnasambönd, sem valda frumuskemmdum og stækkuðu drepsvæði (14, 19). Ofangreindar rannsóknir á sambandi fiskneyslu og takttruflana hafa verið gerðar við óstöðugt ástand (brátt hjartadrep, súrefnisskort). Erfitt er að gera samsvarandi athuganir á fólki. Til þess að líklegt væri að rannsókn okkar bæri marktækan árangur var þó nauðsynlegt að rannsóknarhópurinn hefði tíðar takttruflanir. Fyrir valinu urðu því sjúklingar með nýlegt hjartadrep, fáum dögum eftir upphaf einkenna. Aukaslög frá sleglum, sem finnast hjá heilbrigðu fólki, fela tæpast í sér forspá um lífshættu (20, 21). Öðru máli gegnir um aukaslög hjá fólki, sem hefur fengið hjartadrep, en við þær aðstæður geta þau falið í sér margfalda áhættu á skyndidauða (22-24) og margir hafa talið, að lyfjagjöf sem upprætir sleglaslög, hljóti jafnframt að minnka lífshættu sjúklinganna. Þetta er þó ekki sjálfgefið og er stundum bent á betablokka til sannindamerkis, en þeir draga úr dánartíðni án þess að fækka sleglaslögum að ráði. Skemmst er frá því að segja, að í rannsókn okkar hafði lýsi engin áhrif á takttruflanir þrátt fyrir að EPS mælingarnar sýndu glögglega fram á, að þátttakendur fóru að fyrirmælum um lýsisneyslu. Ýmsar skýringar eru hugsanlegar: 1. Rannsóknarhópurinn var of lítill. Þetta er fremur ólíklegt, þar sem engrar tilhneigingar til verkunar á takttruflanir varð vart. 2. Lýsi hefur ekki áhrif á takttruflanir ef til vill vegna þess, að bráð blóðþurrð var ekki fyrir hendi, samanber það sem fyrr sagði um dýratilraunir. 3. í þorskalýsi kunna að vera ýmis efni, sem verka gagnstætt hvert öðru. Rannsóknin leyfir engar ályktanir um þetta atriði, en vissulega væri áhugavert að kanna til dæmis sérstaklega áhrif einstakra fitusýra. 4. Loks er sá möguleiki, að lýsi dragi úr skyndidauða, þótt áhrifin á sleglaslög séu lítil. Þessi hugmynd verður aðeins könnuð með umfangsmikilli faraldsfræðilegri rannsókn. Þakkir: Höfundar vilja þakka Elísabetu Snorradóttur ágæta aðstoð við undirbúning og úrvinnslu þessa verks. SUMMARY Previous work has shown that in experimental animal models, a lower incidence of arrhythmias and sudden death was observed if the animals were fed cod liver oil or fish oil. After a 48 hour control period starting on average 8 days after the onset of symptoms, eighteen men who were recovering from acute myocardial
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.