Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 289 tilraunir gefa þó tæpast viðunandi árangur. Af töflu III má sjá að sýrufastir stafir sjást við smásjárskoðun á greftri eða vefjasýnum í um helmingi tilfella. Hnúðabólga (granuloma) með eða án ystingar sjást við vefjaskoðun hjá 94 til 100%. Hvorugt greinir milli f.b. og t.b. Eina greiningaraðferðin sem algerlega greinir á milli er jákvæð ræktun með viðeigandi undirtegundargreiningu. Þegar ljóst er að ræktanir hjálpa aðeins í 50 til 70% tilfella, þá er gott að eiga húðprófin að, með greiningarárangur hjá um og yfir 90% sjúklinga (7, 9, 17) (Tafla III). Húðprófum skyldi beita til greiningar sem allra fyrst í veikindum sjúklings og endurtaka mánuði síðar í vafatilfellum. Varnarmeðferð með ísoníasíði eða notkun annarra berklalyfja er ekki talin nauðsynleg í heilbrigðum börnum með eindregna, jákvæða húðsvörun fyrir f.b. mótefnavökum (18). Þetta vekur þá spurningu hvort sum þeirra barna sem hérlendis hafa verið sett á berklalyf vegna jákvæðrar Mantoux svörunar hefðu í raun þurft þess með, ef jafnframt hefði verið hugsað til samanburðar með húðprófum fyrir frábrigðilegum berklabakteríum. Meðferð byggist fyrst og fremst á brottnámi hins sýkta aðaleitils. Það er yfirleitt allt sem þarf, því aðliggjandi eitlaberði hjaðna sjálfkrafa á næstu þremur til tólf mánuðum. Þetta hefur leitt til algjörs bata í um 95% af eitlasýkinga af völdum frábrigðilegra berklasýkla (7-9, 12). Hefðbundin berklalyf hafa ekki bætt árangur af eitilbrottnámi (7). Skurður og fráveita igerðar eða sýnataka gegnum sýkta húð leiðir yfirleitt til fistilmyndunar með útferð eða frekari eitlastækkana innan fárra mánaða, þrátt fyrir notkun berklalyfja eða venjulegra sýklalyfja (12). Að lokum viljum við ítreka nauðsyn þess að greina sjúklinga með eitlasýkingu af völdum frábrigðilegra berklasýkla frá sjúklingum með M. tuberculosis til að forðast ónauðsynlegar og langvinnar lyfjagjafir, sem geta haft slæmar aukaverkanir. Leggja skal áherslu á það við aðstandendur slikra barna að hér sé ekki um venjulega mannaberkla að ræða, smithætta sé engin og einangrun því ónauðsynleg. Þakkir: Við þökkum yfirlæknum barnadeildar Landspítalans, Sjúkrahúss Keflavíkur og Heilsugæslustöðvar Húsavíkur fyrir aðgang að sjúkraskrám og Rannsóknastofy Háskólans fyrir upplýsingaöflun. SUMMARY We report 6 children with atypical mycobacterial cervical lymphadenitis. Their age ranged from 1 Zi to 9 years. Diagnosis was made by positive cultures from lymph nodes in 4 cases. Two were caused by M. avium-intracellulare complex and two by M. scrofulaceum. The remaining 2 cases were attributed to atypical mycobacteria by granulomas/caseation and acid fast bacilli on histology, along with a positive skin test for atypical mycobacteria. Three of the patients were skin tested with 2 or 3 types of atypical mycobacteria antigens (M. a-i complex, M. scrofulaceum, M. marinum) and T.b. antigens (5 TU), obtained from Statens Serum Institute, Copenhagen. In all instances there was a clear cut difference in response, with the T.b. antigen reaction < 10 mm induration and at least one of the atyp. mycob. antigen reaction >20 mm. The importance of simultaneous Mantoux and atyp. mycob. skin tests in differential diagnosis of mycobacterial disease in children is emphasized. HEIMILDIR 1. Volinsky E, Rynearson TK. Mycobacteria in soil and their relation to disease asssociated strains. Am Rev Respir Dis 1968; 97: 1032. 2. Chapman JS, Spreight M. Isolation of atypical mycobacteria from pasteurized milk. Am Rev Respir Dis 1968; 989: 1052. 3. Lincoln EM, Gilbert LA. Disease in children due to mycobacteria other than mycobacterium tuberculosis. Am Rev Respir Dis 1972; 105: 683-701. 4. Sanders WE. Other Mycobacteria species. In: Principles and practice of infectious disease. Eds: Mandell GL, Douglas RG, Bennett JE. A Wiley Medical Publication. N.Y. 1985: 1413-21. 5. Runyon EH. Anonymous mycobacteria in pulmonary diseases. Med Clin North Am 1959; 43: 273. 6. Feigin RD, Cherry TD. Textbook of Pediatric Infectious Diseases. W. D. Saunders Co. 1987: 1379-81. 7. Schaad Ub, Votteler TP, McCracken GH, Nelson JD. Management of atypical mycobacterial lymphadenitis in childhood. Review based on 380 cases. J Ped 1979; 95: 356-60. 8. Margileth AM. Management of non tuberculous (atypical) mycobacterial infections in children and adolescents. Pediatr Infect Dis 1985; 4: 119-21. 9. Margileth AM, Chandra R, Altman RP. Chronic lymphadenopathy due to mycobacterial infection, clinical features, diagnosis, histopathology and management. Am J Dis Child 1984; 138: 917-22. 10. Lai KK, Stottmayer KB, Scheerman IH, McCabe WR. Mycobacterial cervical lymphadenopathy. Relation of etiologic agents to age. JAMA 1984; 251: 1286-8. 11. Gill JM, Fanning EA, Chomyc S. Childhood lymphadenitis in a harsh northern climate due to atypical mycobacteria. Scand J Infect Dis 1987; 19: 73-83. 12. Taha AM, Davidson PT, Bailey WC. Surgical treatment of atypical mycobacterial lymphadenitis in children. Ped Infect Dis 1985; 4: 664-7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.