Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 14

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 14
262 LÆKNABLAÐIÐ V. Vottorð, tilvísun, innlögn. A. Vottorð. Alls voru gefin út 273 vottorð. Flest voru þau til atvinnurekanda (fjarvistavottorð) 82, til Tryggingarstofnunar ríkisins og sjúkrasamlaga 66 og ökuleyfisvottorð 48. B. Tilvísun. Alls var skráð 51 tilvísun til sérfræðings. Var þá haft samband við sérfræðing persónulega, munnlega eða bréflega, og hann beðinn að taka við einstaklingnum. Áður hefur komið fram að í 101 tilviki var sjúklingi ráðlagt að leita sérfræðings, en þá látið eftir að velja sinn sérfræðing sjálfur. Tilvísanir skiptust þannig milli sérgreina, að á kvensjúkdómalækna voru 24, lyflækna 16, háls-, nef- og eyrnalækna 10 og barnalækna 1. C. Innlögn á sjúkrahús eða beiðni um innlögn. Kom fyrir í 122 skipti, þar af voru átta innlagnir skráðar mjög bráðar. Innlagnir skiptust milli deilda, þannig að á skurð- og kvennadeildir fóru 27, lyfjadeildir 25, Sjúkrahúsið á Hólmavík 25 og barnadeildir 9, en 27 beiðnir voru sendar um innlagnir á Reykjalund og Heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands og ein beiðni á geðdeild. VI. Skurðaðgerðir eða deyfingar. Til úrlausna var skráð 261 skurðaðgerð og/eða deyfing. Langoftast var um sárameðferð eða saumatökur að ræða 114, innspýtingar í liði eða sinafestur voru 36 og aðskotahlutir (úr auga, eyra, holdi) voru fjarlægðir í 31 skipti. UMRÆÐA Vandamiðaða sjúkraskráin er auðveld í notkun, eftir að hún er komin í gagnið. Undirbúningsvinna er þó nokkur og þarf að vera vönduð til að þessi sjúkraskrá skili sínu. Mikilvægt er í byrjun, að vinna upp allar gamlar upplýsingar og koma þeim heilsuvandamálum, sem skipta máli, inn i heilsuvandaskrá sjúkraskýrslunnar. Eftir að sjúkraskýrslan sjálf er komin í notkun, þarf síðan að fylla inn á heilsuvandaskrána með upplýsingum úr læknabréfum og færa þarf rannsóknarniðurstöður. Þetta tryggir, að heilsuvandaskráin er samfelld og enginn heilsuvandi fellur út af skránni, þó að hann hafi verið leystur annarsstaðar en á viðkomandi heilsugæslustöð. í Egilsstaðakerfinu (1) er kódun greiningar byggð á ICHPPC-2, International Classification of Health Problems in Primary Care, sem er flokkun út frá ICD-9, níundu útgáfu Alþjóða-dánarmeinaskrárinnar, löguð að heimilislækningum (3). Tilefnis- og úrlausnakódar eru unnir upp úr ýmsum áttum og aðlagaðir staðháttum að einhverju leyti (1). Eru þeir í aðalatriðum góðir, þó að gloppur fyrirfinnist. Aðalatriðið er, að vera samkvæmur sjálfum sér við kódunina, þannig að hægt sé að ganga út frá ákveðnum öruggum skilmerkjum, þegar túlka á upplýsingasafnið. Ég tel, að ekki sé ástæða til að eltast við smáatriði við kódun tilefna og úrlausna. Reynsla mín af úrvinnslu þessara gagna er að svona smáatriðaskilgreiningar skila sér ekki. Miklu frekar ætti að leita í sjúkraskýrsluna sjálfa, ef þörf er á nákvæmari útfærslu á ákveðnum tilefnum eða úrlausnum við einhverja rannsóknarvinnu. Hætta er á því, að upplýsingasöfn á heilsugæslustöðvum verði síður sambærileg ef undirflokkun er of mikil. Samræmdar skilgreiningar og þar með sambærileg upplýsingarsöfn á heilsugæslustöðvum ættu að vera eitt af grundvallarmarkmiðum þessarar skráningarvinnu. Egilsstaðakerfið getur staðið eitt sér, sem vandamiðuð sjúkraskýrsla og raunverulega er tölvufærsla kerfisins algjör aukageta. Einföld flokkun á samskiptaseðlum getur t.d. dugað til að telja aðkomur að stöð, kynjaskiptingu, vaktaálag og til að færa farsóttarskýrslur. Tölvufærsla gefur lækni vissulega betri möguleika til að fá yfirlit um starf sitt, svarar mörgum spurningum, gefur kost á rannsóknarvinnu, en er jafnframt töluverð vinna, sem nýtist ekki nema menn hafi einhvern áhuga á því, sem út úr tölvunni getur komið. I mínum huga hefur Egilsstaðakerfið sannað gildi sitt sem aðgengileg og skemmtileg vandamiðuð sjúkraskrá. Jafnframt getur hún staðið fyrir sínu án þess að tölvuvinnslu sé beitt. Þær niðurstöður, sem hér hafa verið kynntar, skýra sig að mestu leyti sjálfar. Þær gefa þversnið af því, sem búast má við í þúsund manna hópi á einu ári. Aldursskipting íbúanna er áþekk og hjá öllum landsmönnum og ætla má vegna legu héraðsins, að flest samskipti þessa hóps við heilbrigðisþjónustuna séu hér skráð. Þetta þversnið af þúsund íbúa hópi leyfir okkur að vænta, að eftirfarandi gerist á einu ári í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna: - Um 90% íbúa eiga samskipti. - Rúmlega fimm samskipti eru á íbúa. - Tæp 90% starfsins eru á dagvinnutíma. - Á stofu eru 66% samskipta, 23% i síma og 7% vitjanir.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.