Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 18
266 LÆKNABLAÐIÐ Þátttakendur voru spurðir um almennar neysluvenjur og beðnir að breyta þeim í engu á rannsóknartímanum. Sjúklingar komu til eftirlits og blóðtöku á tveggja vikna fresti. Tveggja sólarhringa Holterrit voru skráð í lok beggja sex vikna tímabilanna. Enginn sjúklingur neytti áfengis innan þriggja daga fyrir blóðtöku. Lesið var úr Holterböndum á tölvu Landspítalans, Reynolds Pathfinder III. Blóðsýni voru rannsökuð á Raunvísindastofnun Háskóla íslands. EPS var mælt m.a. til að ganga úr skugga um að sjúklingar neyttu lýsis eins og fyrir þá var lagt. Fitan í blóðvökvanum var dregin út í klóróform-metanól lausn (vol/vol 2:1) og aðgreind með þunnlagsskilju (TLC). Hlutfall (%) fitusýra þar á meðal EPS í fosfólípíðum var ákveðið með gasvökvaskilju (GLC). T-próf Students var notað við tölfræðilega útreikninga. NIÐURSTÖÐUR Fyrir rannsóknina var búist við því, að fjöldi aukaslaga frá sleglum (sleglaslaga) yrði næmasti mælikvarði á hugsanleg áhrif lýsis á takttruflanir, Fig. 2. The In number of ventricular extrasystoles during the study periods. In extrasystoles 24/h ±SEM Without Cod liver oil cod liver oil T 3 - T ---------- 2 - 1 - 0 - ------------------------------- --------- Fig. 3. The total number of ventricular extrasystoles during and without cod liver oil ingestion. enda reyndust allir sjúklingarnir hafa einhver sleglaslög við Holterskráningu. Vegna þess að dreifingarkúrfa slagafjöldans á 24 klukkustundum var mjög teygð til hægri (til hærri gilda), var tekinn lógariþmi (ln) af slagafjöldanum. Mynd 2 sýnir In slagafjölda (± staðalfrávik meðaltals) í hópunum tveimur. Engin marktæk breyting varð á slagafjölda meðan á rannsókninni stóð. Meðalfjöldi ln sleglaslaga/24 klst. var 2.61 ±0,35 fyrir lýsistöku (n = 52), 2.95 ±0,51 (n = 36) meðan á lýsistöku stóð og 2.63 ±0,30 á öllum Holterritum (n = 72), sem skráð voru meðan lýsis var ekki neytt (mynd 3). Meðalmunur á slagafjölda (ln) fyrra og síðara 24 klst. Holterrits sem skráð voru í upphafi rannsóknarinnar var 0,95 og fylgni slagafjölda á ritunum tveimur var r = 0,87, og gefur það hugmynd um endurtekningagildi (reproducibility) skráningar. Einn sjúklingur virtist fá mun fleiri sleglaslög meðan á lýsistöku stóð. Hann var því rannsakaður aftur með sama hætti og áður og snerist þá niðurstaðan við, slagafjöldi minnkaði við lýsistöku. Aðeins fyrri rannsóknin var tekin með í heildarniðurstöðu. Tveir sjúklingar fengu hraðatakt frá sleglum (3 slög í runu), báðir meðan á lýsistöku stóð. Tólf sjúklingar fengu tvö sleglaslög í röð eða tvíburatakt (bigemini), 8 þeirra bæði með og án lýsis, þrír fyrir rannsóknina og einn aðeins meðan lýsis var neytt. Aðrar takttruflanir fundust ekki. Mynd 4 sýnir EPS gildi í fosfólipíðum blóðvökva á rannóknartímanum. Þegar borið er saman meðaltal mælinga fyrir lýsistöku og meðan á lýsistöku stendur er aukningin í EPS um að bil 230% við lýsisneyslu. UMRÆÐA íslendingar hafa löngum talið, að lýsi væri hollt. Þó hefur til skamms tíma vafist fyrir vísindamönnum að sanna í hverju hollustan er fólgin fyrir utan alþekktar vítamínverkanir. Danskir læknar (1) hrundu af stað mikilli rannsóknalotu er þeir bentu á, að EPS i lýsi og fiskfitu dregur úr samloðun blóðflagna og eykur blæðingarhættu. EPS neysla stuðlar að framleiðslu thromboxan A3, sem verkar ekki á blóðflögur gagnstætt thromboxan A2, sem myndast við neyslu arakídonsýru, en hún er algengari í fitu landdýra. Þótti þetta hugsanleg skýring á því, að Ínúítar fá síður kransæðasjúkdóm en íbúar Vestur-Evrópu. Kromhout og félagar könnuðu fiskneyslu og dánartölu 852 Hollendinga um 20 ára skeið (2). Töldu þeir að jafnvel smávægileg fiskneysla, einu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.