Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 18

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 18
266 LÆKNABLAÐIÐ Þátttakendur voru spurðir um almennar neysluvenjur og beðnir að breyta þeim í engu á rannsóknartímanum. Sjúklingar komu til eftirlits og blóðtöku á tveggja vikna fresti. Tveggja sólarhringa Holterrit voru skráð í lok beggja sex vikna tímabilanna. Enginn sjúklingur neytti áfengis innan þriggja daga fyrir blóðtöku. Lesið var úr Holterböndum á tölvu Landspítalans, Reynolds Pathfinder III. Blóðsýni voru rannsökuð á Raunvísindastofnun Háskóla íslands. EPS var mælt m.a. til að ganga úr skugga um að sjúklingar neyttu lýsis eins og fyrir þá var lagt. Fitan í blóðvökvanum var dregin út í klóróform-metanól lausn (vol/vol 2:1) og aðgreind með þunnlagsskilju (TLC). Hlutfall (%) fitusýra þar á meðal EPS í fosfólípíðum var ákveðið með gasvökvaskilju (GLC). T-próf Students var notað við tölfræðilega útreikninga. NIÐURSTÖÐUR Fyrir rannsóknina var búist við því, að fjöldi aukaslaga frá sleglum (sleglaslaga) yrði næmasti mælikvarði á hugsanleg áhrif lýsis á takttruflanir, Fig. 2. The In number of ventricular extrasystoles during the study periods. In extrasystoles 24/h ±SEM Without Cod liver oil cod liver oil T 3 - T ---------- 2 - 1 - 0 - ------------------------------- --------- Fig. 3. The total number of ventricular extrasystoles during and without cod liver oil ingestion. enda reyndust allir sjúklingarnir hafa einhver sleglaslög við Holterskráningu. Vegna þess að dreifingarkúrfa slagafjöldans á 24 klukkustundum var mjög teygð til hægri (til hærri gilda), var tekinn lógariþmi (ln) af slagafjöldanum. Mynd 2 sýnir In slagafjölda (± staðalfrávik meðaltals) í hópunum tveimur. Engin marktæk breyting varð á slagafjölda meðan á rannsókninni stóð. Meðalfjöldi ln sleglaslaga/24 klst. var 2.61 ±0,35 fyrir lýsistöku (n = 52), 2.95 ±0,51 (n = 36) meðan á lýsistöku stóð og 2.63 ±0,30 á öllum Holterritum (n = 72), sem skráð voru meðan lýsis var ekki neytt (mynd 3). Meðalmunur á slagafjölda (ln) fyrra og síðara 24 klst. Holterrits sem skráð voru í upphafi rannsóknarinnar var 0,95 og fylgni slagafjölda á ritunum tveimur var r = 0,87, og gefur það hugmynd um endurtekningagildi (reproducibility) skráningar. Einn sjúklingur virtist fá mun fleiri sleglaslög meðan á lýsistöku stóð. Hann var því rannsakaður aftur með sama hætti og áður og snerist þá niðurstaðan við, slagafjöldi minnkaði við lýsistöku. Aðeins fyrri rannsóknin var tekin með í heildarniðurstöðu. Tveir sjúklingar fengu hraðatakt frá sleglum (3 slög í runu), báðir meðan á lýsistöku stóð. Tólf sjúklingar fengu tvö sleglaslög í röð eða tvíburatakt (bigemini), 8 þeirra bæði með og án lýsis, þrír fyrir rannsóknina og einn aðeins meðan lýsis var neytt. Aðrar takttruflanir fundust ekki. Mynd 4 sýnir EPS gildi í fosfólipíðum blóðvökva á rannóknartímanum. Þegar borið er saman meðaltal mælinga fyrir lýsistöku og meðan á lýsistöku stendur er aukningin í EPS um að bil 230% við lýsisneyslu. UMRÆÐA íslendingar hafa löngum talið, að lýsi væri hollt. Þó hefur til skamms tíma vafist fyrir vísindamönnum að sanna í hverju hollustan er fólgin fyrir utan alþekktar vítamínverkanir. Danskir læknar (1) hrundu af stað mikilli rannsóknalotu er þeir bentu á, að EPS i lýsi og fiskfitu dregur úr samloðun blóðflagna og eykur blæðingarhættu. EPS neysla stuðlar að framleiðslu thromboxan A3, sem verkar ekki á blóðflögur gagnstætt thromboxan A2, sem myndast við neyslu arakídonsýru, en hún er algengari í fitu landdýra. Þótti þetta hugsanleg skýring á því, að Ínúítar fá síður kransæðasjúkdóm en íbúar Vestur-Evrópu. Kromhout og félagar könnuðu fiskneyslu og dánartölu 852 Hollendinga um 20 ára skeið (2). Töldu þeir að jafnvel smávægileg fiskneysla, einu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.