Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 283 Sýnin voru mæld með Sabin Feldman litarprófi og talin jákvæð, ef þau sýndu svörun í þynningu 1:16 eða meira. Af þessum 108 sýnum voru 12 jákvæð eða um 11%. Tafla III sýnir aldursdreifingu þessa fólks. 2. Mcelingar á Statens Seruminstitut, Kaupmannahöfn. Á árunum 1963 til 1965 vann annar höfunda (K. E. J.) við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum, og fékkst m.a. við athugun á bogfrymlamótefnum í íslensku fólki í samvinnu við prófessor J. Chr. Siim á Statens Seruminstitut (9). Fyrir velvild starfsfólks á rannsóknastofu Bæjarspítalans við Barónsstíg var safnað 118 blóðsýnum úr fólki, sem lagðist inn á spítalann með hita af ógreindum orsökum. Aldur þessa fólks var ekki skráður, en Bæjarspítalinn var á þessum árum almenn lyflækningadeild fyrir fullorðna og þangað voru einnig Iögð inn börn með smitnæma sjúkdóma. Má því reikna með, að þessi sýni hafi verið úr börnum og fullorðnum á ýmsum aldri. Til viðbótar voru tekin 22 blóðsýni úr fólki, sem vann í sláturhúsi í Reykjavík. Sýnin voru mæld með SF-litarprófi. Af 118 einstaklingum með hita mældust 14 jákvæðir (12%) og er það svipuð niðurstaða og frá hópnum, sem Feldman mældi. Hærra hlutfall jákvæðra var i hópnum, sem vann í sláturhúsi, 8 af 22 eða 36% og sýnir það, að hér sem annars staðar er fólki, sem vinnur við kjötvinnslu hættara við bogfrymlasmiti en almenningi. 3. Mœlingar í Bretlandi. Árið 1982 birtist grein eftir Woodruff o.fl. (10), sem fjallaði um samanburð á hlutfallstölu fólks með mótefni gegn toxocara og toxoplasma annars vegar hjá bresku kattaræktarfólki (cat breeders) og hins vegar hjá íslendingum, sem höfundar töldu umgangast ketti en ekki hunda. íslensku sýnin voru úr blóðgjöfum frá Blóðbanka íslands. Blóðgjafar eru yngstir 18 ára, en meðalaldur þeirra, sem sýnin voru úr, var 31,1 ár. Bogfrymlamótefni voru mæld með SF-litarprófi. Af 208 íslenskum sýnum, voru 38 jákvæð eða 18%. LOKAORÐ Frá því að farið var að mæla mótefni gegn bogfrymlum hefur verið ljóst, að hlutfall smitaðra er mishátt í mismunandi löndum og alls staðar fer það hækkandi með aldri. Hvað Evrópulönd snertir er hlutfall smitaðra meðal fullorðinna á Norðurlöndum miklu lægra en í löndum sunnar í álfunni eins og t.d. Frakklandi. Til samanburðar má nefna mótefnamælingar á þunguðum konum í Osló, þar sem 12,5% kvennanna voru með mótefni og í París, þar sem 84% voru með mótefni (11, 12, 4). Þær mælingar á íslendingum, sem skýrt er frá hér að framan, sýna lágt hlutfall smitaðra nema helst í hópnum sem vann í sláturhúsi. í hópnum af kvennadeild er hlutfall smitaðra meðal þungaðra kvenna um 7%, þ.e. nær helmingi lægra en i Noregi. í tveim aldurshópum kvenna á barneignaaldri er hlutfall smitaðra enn lægra, þ.e. 4,7% að meðaltali, en í þeim hópum var engin kona eldri en 32 ára. Meðal þunguðu kvennanna var hins vegar um tíundi hluti 36-43 ára. Víða hefur verið reynt að meta líkur á bogfrymlasýkingu í þungun með því að mæla mótefni í stórum hópum kvenna á barneignaskeiði á ákveðnu svæði. Síðan er reiknuð út árleg aukning á hlutfalli kvenna með mótefni og út frá því tölfræðilegar líkur á smiti á 9 mánaða tímabili hjá þeim mótefnalausu. Þar sem athuganir hafa verið gerðar eru líkur á fóstursýkingum yfirleitt taldar vera á bilinu 0,5-7 af þúsundi (4). í sumurn löndum, til dæmis Frakklandi og Austurríki, eru bogfrymlamótefni mæld kerfisbundið í öllum þunguðum konum til að geta meðhöndlað konu og/eða barn, sem sýkist. Í Noregi hafa mótefnamælingar á þunguðum konum leitt í ljós 2-4%o líkur á sýkingu í meðgöngu og þá l-2%o líkur á fóstursýkingu, þar sem rannsóknir hafa sýnt, að a.m.k. helmingur fóstra sleppur við smit, þó að móðir sýkist í meðgöngu (4, 12, 13). Við svipaða rannsókn i Belgíu töldust líkur á fóstursmiti a.m.k. 2%o (14). Fósturlát hafa reynst fremur sjaldgæf afleiðing bogfrymlasýkingar (12, 13, 15, 16). Ef marka má þær gloppóttu rannsóknir á íslenskum konum, sem skýrt er frá hér að framan, eru líkur á fóstursýkingum varla meiri hér en í Noregi og e.t.v. minni. Hins vegar gæti smithætta aukist hér við breytta meðferð og matreiðslu á kjötvörum. Einnig er íslenskum konum nokkur hætta búin í þungun við ferðalög og búferlaflutning til landa, þar sem bogfrymlasmit er algengt vegna þess hversu fáar þeirra eru með mótefni. Þakkir. Eftirtöldum aðilum eru færðar þakkir: Stjórn Vísindasjóðs Landspítalans fyrir fjárstyrk. Margréti Guðnadóttur, prófessor fyrir Ieyfi til aðgangs að blóðsýnasafni Rannnsóknastofu Háskólans í veirufræði. Yfirlæknum kvenna-, barna- og lyflækningadeilda Landspítalans fyrir leyfi til aðgangs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.