Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 285-90 285 Friðrik Sigurbergsson, Þröstur Laxdal FRÁBRIGÐILEGAR BERKLASÝKINGAR í BÖRNUM INNGANGUR Árið 1882 uppgötvaði Koch berklabakteríuna, Mycobacterium tuberculosis. Skömmu síðar varð mönnum ljóst, að til voru ýmsar aðrar tegundir mycobacteíía, gjarnan kallaðar atypical, anonymous eða non tuberculous mycobacteria á enskri tungu, hér eftir nefndir frábrigðilegir berklasýklar. Þessir sýklar eru víða í umhverfi okkar, m.a. í jarðvegi, vatni, ýmsum dýrum og fæðutegundum svo sem eggjum, grænmeti og mjólk (1-3). Aldrei hefur tekist að sýna fram á smit milli manna. Frábrigðilegir berklasýklar eru þekktir fyrir að menga sýni sem tekin eru til almennrar sýklaræktunar og ræktast raunar stundum frá efri öndunarvegi, magasafa og þvagi án þess að vera sjúkdómsvaldandi (4). Fram undir 1950 var litið á frábrigðilega berklasýkla sem litt varasama mönnum, en á síðustu áratugum hefur hið gagnstæða orðið æ ljósara og eftir því sem draga tók úr hefðbundnum berklum með tilkomu öflugra berklalyfja, hefur mikilvægi frábrigðilegra berklasýkla farið vaxandi. Árið 1954 birti Runyon flokkunarkerfi fyrir frábrigðilega berklasýkla, sem enn er stuðst við og við hann kennt, og byggir m.a. á mismunandi vaxtarhraða sýklanna og eiginleikum til að mynda litarefni (5). í staðinn fyrir Runyon flokkana 4 er þó í seinni tíð farið að kalla frábrigðilega berklasýkla eigin nöfnum, eftir því sem greiningaraðferðir hafa orðið sérhæfðari og nákvæmari. Af helstu tegundum sem þekktar eru að þvi að valda sjúkdómum í mönnum, má nefna M. avium-intracellulare, M. scrofulaceum, M. kansasii, M. marinum og M. fortuitum. Tvær fyrst nefndu bakteríurnar eru nánast ónæmar fyrir berklalyfjum og lítið næmar fyrir öðrum sýklalyfjum og hinar hafa mjög hverfult næmi fyrir lyfjum. Hjá fullorðnum er tíðni alvarlegra sýkinga hæst hjá fólki með langvinna lungnasjúkdóma, illkynja sjúkdóma eða ónæmisbilun, t.d alnæmi. Frá barnadeild Landakotsspítala. Barst ritstjórn 24/04/1988. Samþykkt 30/06/1988. Þar eru helstu sjúkdómsmyndir lungnasýkingar, sýkingar í stoðkerfi (beinum, liðsekkjum, liðum) og dreifsáðar sýkingar (4, 6). Hjá börnum eru sýkingar af völdum frábrigðilegra berklasýkla hinsvegar langoftast bundnar við eitla, fyrst og fremst hálseitla. Fyrirferðin er yfirleitt ofarlega á hálsi eða rétt undir kjálkabarði og aðeins öðru megin. Algengasta sjúkdómsmyndin er sú að eitill eða eitlastöð bólgnar nokkuð skyndilega, en helst síðan í svipaðri stærð (1-3 cm) vikum saman. í fyrstu er eitillinn harður átöku og eymslalaus, en á nokkrum vikum eða mánuðum mýkist fyrirferðin og verður dúandi. Þá sést gjarnan roði yfir svæðinu, en enginn hiti. í 10 -20% tilfella opnast síðan fyrirferðin út á yfirborðið og vellur, og getur það ástand haldist í langan tíma, ef ekkert er að gert (7, 8). Þessi börn eru yfirleitt á aldrinum tveggja til fimm ára og heilbrigð að öðru leyti, án hita eða sökkhækkunar. Sumarið 1985 greindust tvö börn með slíkar eitlasýkingar á barnadeild Landakotsspítala. Við nánari eftirgrennslan hjá Rannsóknastofu Háskólans og í skjalasöfnum Landspítala fundust fjögur tilfelli til viðbótar. Alls höfðu þrjú börn verið greind og meðhöndluð á Landakotsspítala, tvö á Landspítala og eitt á sjúkrahúsinu í Keflavík. Hér verður sjúkrasögum þessara barna gerð nánari skil. SJÚKRASÖGUR Um er að ræða fjórar stúlkur og tvo drengi á aldrinum eins og hálfs til níu ára (Tafla I). Hjá öllum börnunum var sýkingin eingöngu bundin við eitla á hálsi. Eitlastækkunin var alltaf eymslalaus, án teljandi roða eða hita á húð, en oftast dúandi. Öll börnin, að einu undanskildu (nr. 4) höfðu leitað til læknis fyrir innlögn á sjúkrahús og í þremur tilfellum var úrlausnin sýklalyfjagjöf. Einnig höfðu verið gerðar fínnálarástungur hjá börnum nr. 1,3 og 6, en ekki gáfu þær upplýsingar um eðli sjúkdómsins, nema hjá nr. 3 vakti vefjaskoðun grun um berkla. Ekki var gerð tilraun til ræktunar frá þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.