Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 12

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 12
260 LÆKNABLAÐIÐ Number (percentage) Fig. 6. Six categoríes of solutions used in solving 8382 contacts. Fig. 7. Thepatient’s reason on contacting, when the contact wassolved with a prescription. Total number of reasons were 2465. Fig. 8. The structure of preventive practice from fig. 6, 929 contacts. höfðu greininguna eða 9,7%. Alls voru 1439 erindi að baki þessum tíu greiningum í töflu IV eða 27,6% af öllum skráðum erindum. Algengustu greiningar aðrar en sjúkdómsgreiningar voru læknisskoðun (WV70-) 923 skipti (17,7%), mæðraskoðun (WV220) 132 skipti (2,5%) og getnaðarvarnalyf (WV255) 83 skipti (1,6%). Samanlagt voru þessar þrettán greiningar 2577 eða 49,4% af öllum skráðum erindum. Úrlausnir. Alls voru 8382 úrlausnir skráðar eða að meðaltali 1,6 úrlausn/erindi. Helstu úrlausnarflokkar eru dregnir saman á mynd 6. Skoðum nánar þessa flokka. I. Lyfjaávísanir. Lyf voru óneitanlega stór hluti úrlausna eða 42% (3501 af 8382), en 2465 erindi voru þarna að baki. Við hvert erindi, sem endaði með lyfjaútskrift, var því að jafnaði ávísað 1,4 lyfi. Áður hefur komið fram að heildarfjöldi erinda var 5217, þannig að i 47% tilfella lauk erindi með útskrift á lyfi eða lyfjum. Yfirfært á íbúafjölda héraðsins voru 3,6 lyfjaávísanir á hvern íbúa. Enginn munur var milli karla og kvenna í lyfjanotkun. Mynd 7 sýnir skiptingu tilefnisflokka lyfjaútskriftar og er sambærileg mynd 5, þar sem sýnd er skipting allra tilefna hópsins. Tafla V sýnir hverjar voru tíu algengustu greiningar við lyfjaútskrift. Tafla VI sýnir lyf, sem gefin voru, flokkuð samkvæmt ATC-kerfi samanber íslensku sérlyfjaskrána (4). Stærstu lyfjaflokkarnir eru sýkingarlyf (án staðbundinnar notkunar) og tauga- og geðlyf með 16,4% af heildarávísunarfjölda hvor flokkur um sig. Næst þeim koma hjartalyf 15,0%, öndunarfæralyf 14,5% og meltingarlyf 12,4%. {töflu VII má sjá algengustu einstöku lyfin. Rétt er að árétta að heildarnotkun lyfja verður ekki metin á þennan hátt, þó að tilhneiging í lyfjanotkun komi fram, heldur er hér talinn fjöldi ávísana en ekki magn.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.