Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 337-41 337 Jakob Kristinsson, Þorkell Jóhannesson, Hildigunnur Hlíöar KLÓRALEITRANIR ÚTDRÁTTUR Á 10 ára tímabilinu 1978-1987 mátti rekja 11 dauðsföll hér á landi að hluta eða öllu leyti til klóraleitrunar. Málum þessum var vísað til réttarefnafræðilegra rannsókna í Rannsóknastofu í lyfjafræði. Greint er frá niðurstöðum þessara rannsókna og lýst er aðferð til ákvörðunar á þríklóretanóli í líkamssýnum. INNGANGUR Klóral (2,2,2-þríklórasetaldehýð) er svefnlyf, sem fyrst var farið að nota árið 1869 (1). Efnið sjálft er óstöðugt og hentar því illa til lyfjagerðar. Það myndar hins vegar stöðugri efnasambönd (hálf-asetöl) með ýmsum efnum, sem hafa hýdroxýlhópa að geyma. Þekktast slíkra efnasambanda er klóralhýdrat (sjá mynd 1), sem er samband klórals og vatns. Klóralhýdrat hefur verið notað hér á landi áratugum saman og er elsta svefnlyf, sem nú er notað. Annað og miklu yngra afbrigði klórals er klóralódól (Mechloral ®, sjá mynd 1). Klóralódól umbrotnar í meltingarvegi í klóralhýdrat og er því forlyf klóralhýdrats. Helstu kostir þess umfram klóralhýdrat eru þeir, að það ertir síður í maga (það er algeng hjáverkun eftir klóralhýdrat). Einnig er hér á markaði klóralhýdrat- asetýlglýsínamíð (Ansopal ®), sem er samband (komplex) klóralhýdrats og asetýlglýsínamíðs í hlutföllunum 1:1. Klóral (klóralhýdrat) frásogast mjög greiðlega frá meltingarvegi. Það umbrotnar mjög hratt (helmingunartími í plasma um 4 mín.) í þríklóretanól. Er verkun klórals rakin til þessa umbrotsefnis, enda finnst lítið sem ekkert óumbreytt klóral í blóði eftir töku þess í lækningalegum skömmtum. Eru umbrot klóralhýdrats sýnd á mynd 2. Venjulegir Frá Rannsóknastofu í lyfjafræöi, Háskóla íslands. Barst 29/03/1989. Samþykkt 18/05/1989. svefnskammtar af klóralhýdrati eru á bilinu 0,5-2 g (2). Helstu kostir klórals sem svefnlyfs er stutt verkun (t ‘/2 fyrir tríklóretanól er um 8 klst.). Það er enn fremur talið trufla svefnmynstur minna en mörg önnur svefnlyf og hafa litlar eftirverkanir (2). Að öðru leyti svipar verkunum klórals mjög til barbitúrsýru- sambanda. I heild verður þó að telja, að svefnverkun klórals sé illa rannsökuð. CCI3-CHO Klóral CCI3-CH(OH)2 Klóralhýdrat CCI3-CHOH OH 6-ch-ch2-c-ch3 ch3 ch3 Klóralódól Mynd 1. CCI3-CH(OH)2 (I) I Alkóhól- dehydrógenasi cci3-ch2oh (n)---------> ccij-cooH (nz) Glúkúronsýru- transferasi COOH cci3ch2-Oi.o—X. (n) WoH OH Mynd 2. Umbrot klóralhýdrats. Klóralhýdrat (I) afoxast fyrir tilstilli alkóhóldehýdrógenasa í þríklóretanól (II). Þríklóretanól tengist síöan viö glúkúrónsýru og myndar úróklóralsýru (III). Það oxast einnig aö hluta I þríkló- redikssýru (IV), sem ásamt úróklóralsýru er aöalum- brotsefni klóralhýdrats I þvagi. Helmingunartími þríkló- redikssýru I blóði er langur (4-5 dagar). Safnast hún því fyrir í líkamanum viö áframhaldandi gjöf klóralhý- drats.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.