Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 13

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 337-41 337 Jakob Kristinsson, Þorkell Jóhannesson, Hildigunnur Hlíöar KLÓRALEITRANIR ÚTDRÁTTUR Á 10 ára tímabilinu 1978-1987 mátti rekja 11 dauðsföll hér á landi að hluta eða öllu leyti til klóraleitrunar. Málum þessum var vísað til réttarefnafræðilegra rannsókna í Rannsóknastofu í lyfjafræði. Greint er frá niðurstöðum þessara rannsókna og lýst er aðferð til ákvörðunar á þríklóretanóli í líkamssýnum. INNGANGUR Klóral (2,2,2-þríklórasetaldehýð) er svefnlyf, sem fyrst var farið að nota árið 1869 (1). Efnið sjálft er óstöðugt og hentar því illa til lyfjagerðar. Það myndar hins vegar stöðugri efnasambönd (hálf-asetöl) með ýmsum efnum, sem hafa hýdroxýlhópa að geyma. Þekktast slíkra efnasambanda er klóralhýdrat (sjá mynd 1), sem er samband klórals og vatns. Klóralhýdrat hefur verið notað hér á landi áratugum saman og er elsta svefnlyf, sem nú er notað. Annað og miklu yngra afbrigði klórals er klóralódól (Mechloral ®, sjá mynd 1). Klóralódól umbrotnar í meltingarvegi í klóralhýdrat og er því forlyf klóralhýdrats. Helstu kostir þess umfram klóralhýdrat eru þeir, að það ertir síður í maga (það er algeng hjáverkun eftir klóralhýdrat). Einnig er hér á markaði klóralhýdrat- asetýlglýsínamíð (Ansopal ®), sem er samband (komplex) klóralhýdrats og asetýlglýsínamíðs í hlutföllunum 1:1. Klóral (klóralhýdrat) frásogast mjög greiðlega frá meltingarvegi. Það umbrotnar mjög hratt (helmingunartími í plasma um 4 mín.) í þríklóretanól. Er verkun klórals rakin til þessa umbrotsefnis, enda finnst lítið sem ekkert óumbreytt klóral í blóði eftir töku þess í lækningalegum skömmtum. Eru umbrot klóralhýdrats sýnd á mynd 2. Venjulegir Frá Rannsóknastofu í lyfjafræöi, Háskóla íslands. Barst 29/03/1989. Samþykkt 18/05/1989. svefnskammtar af klóralhýdrati eru á bilinu 0,5-2 g (2). Helstu kostir klórals sem svefnlyfs er stutt verkun (t ‘/2 fyrir tríklóretanól er um 8 klst.). Það er enn fremur talið trufla svefnmynstur minna en mörg önnur svefnlyf og hafa litlar eftirverkanir (2). Að öðru leyti svipar verkunum klórals mjög til barbitúrsýru- sambanda. I heild verður þó að telja, að svefnverkun klórals sé illa rannsökuð. CCI3-CHO Klóral CCI3-CH(OH)2 Klóralhýdrat CCI3-CHOH OH 6-ch-ch2-c-ch3 ch3 ch3 Klóralódól Mynd 1. CCI3-CH(OH)2 (I) I Alkóhól- dehydrógenasi cci3-ch2oh (n)---------> ccij-cooH (nz) Glúkúronsýru- transferasi COOH cci3ch2-Oi.o—X. (n) WoH OH Mynd 2. Umbrot klóralhýdrats. Klóralhýdrat (I) afoxast fyrir tilstilli alkóhóldehýdrógenasa í þríklóretanól (II). Þríklóretanól tengist síöan viö glúkúrónsýru og myndar úróklóralsýru (III). Það oxast einnig aö hluta I þríkló- redikssýru (IV), sem ásamt úróklóralsýru er aöalum- brotsefni klóralhýdrats I þvagi. Helmingunartími þríkló- redikssýru I blóði er langur (4-5 dagar). Safnast hún því fyrir í líkamanum viö áframhaldandi gjöf klóralhý- drats.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.