Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 26

Læknablaðið - 15.11.1989, Síða 26
350 LÆKNABLAÐIÐ Búast má við að geðlæknar ávísi hlutfallslega meira af sefandi lyfjum og geðdeyfðarlyfjum en aðrir læknar sem ávísi meira af róandi lyfjum og svefnlyfjum. Einnig má búast við að geðlæknar gefi stærri skammta, sérstaklega af fyrmefndu lyfjunum. Loks má ætla að þeir gefi frekar lyfseðla beint til fólks en símleiðis, m.a. vegna nauðsynlegs eftirlits með sjúklingum og viðtalsmeðferðar sem veitt er samtímis lyfjameðferð. Aðrir, sérstaklega heimilis- og heilsugæslulæknar, eru líklegri til að símsenda lyf, að nokkru til að spara tíma, en að nokkru vegna þess að þeir þekkja oft sjúklinga sína vel og telja sig síður þurfa að sjá þá til að ákveða lyfjagjöf. í fyrri grein (16) er sýnt að hlutfallslegur fjöldi fólks sem fær ávísanir á geðlyf eykst með hækkandi aldri. Hér verður athugað hvort ávísanafjöldi og lyfjamagn sem ávísað er breytist eftir aldri lækna. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Til þess að athuga framangreindar tilgátur voru skráðir allir lyfseðlar með geðlyfjum í einn mánuð sem voru greiddir af Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Nánari lýsing á efnivið og skráningaraðferð er þegar birt (16). Læknamir em flokkaðir í sex hópa, eins og sést á töflunum. Heimilislæknum er skipt í tvo hópa, þá sem hafa sérfræðiviðurkenningu í greininni og aðra. Þetta er gert til að athuga hvort ávísanavenjur að því er varðar geðlyf séu öðmvísi hjá þeim sem hafa sérmenntun. Þeir hafa flestir meiri reynslu í geðlækningum en aðrir heimilislæknar og sérgreinin leggur áherzlu á svipaðar vinnuaðferðir og geðlæknar beita. Sérfræðingar í kvenlækningum em flokkaðir með skurðlæknum. í hópnum »Aðrir« em allir aðrir sérfræðingar, auk aðstoðarlækna á sjúkrahúsum. Tölfræðilegur samanburður er gerður með kí-kvaðrat prófun eða dreifigreiningu (ANOVA) (17). Dreifigreiningin á þó ekki vel við þegar bomar eru saman aldursdreifingar hér, en er látin nægja til að meta varlega hugsanlegan mun. NIÐURSTÖÐUR í þessum eina mánuði fengu 4818 einstaklingar 6371 lyfseðil, sem þeir framvísuðu í lyfjabúð. Þessa lyfseðla gáfu 370 læknar út. Tæp 8% voru geðlæknar sem gáfu út 13,6% lyfseðlanna handa 12,3% sjúklinganna, rúm 14% læknanna voru heimilislæknar, sem gáfu 62,5% sjúklinganna 57,7% lyfseðlanna. Aðrir læknar, sem voru tæp 78% alls læknahópsins, ávísuðu rúmum fjórðungi sjúklinganna geðlyfjum. Nokkuð var um að sjúklingar fengju lyf hjá fleiri læknum. Þannig fengu 341 sjúklingur lyf hjá læknum úr meira en einum hópi auk 97 sem höfðu tengsl við fleiri en einn lækni innan sama hóps. Samtals hafa því 9,1% sjúklinganna fengið lyf hjá fleiri en einum lækni. í ljós kemur, að 22 sérfræðingar í heimilislækningum gáfu aðeins 682 sjúklingum geðlyf, en 31 heimilislæknar sem ekki voru sérfræðingur, gáfu rúmlega þrisvar sinnum fleiri sjúklingum geðlyf. Af þessu verður þó ekki ráðið, að þeir síðamefndu ávísi hlutfallslega fleira fólki geðlyfjum, því að ekki hefur verið athugað hve marga sjúklinga hvor hópur sá í þessum mánuði. Af töflu I er greinilegt, að geðlæknar skrifa að meðaltali fleiri geðlyf á hvem lyfseðil en nokkrir aðrir læknahópar. Ávísanavenjur geðlækna að því er varðar tegundir lyfja voru allt aðrar en annarra lækna og einkenndust af því að geðlæknar ávísuðu hlutfallslega oftar sefandi lyfjum og geðdeyfðarlyfjum (tafla II). Skipting ávísana annarra lækna eftir tegundum er mjög svipuð innbyrðis. Yfir 85% geðlyfjaávísana þeirra var fyrir róandi lyfjum eða svefnlyfjum. Um 17% ávísana á geðlyf vom frá geðlæknum, en 55% frá heimilislæknum, þar af ekki nema 12,4% frá sérfræðingum í greininni. Hlutur einstakra læknahópa í Table I. Number of doctors, patients, and prescriptions, and number of psychotropic drugs per prescription by speciality of the prescribing doctor. Drugs per Speciality Doctors Patients Prescriptions prescription Psychiatry....... 29 594 866 1.57 General practice (speciality)..... 22 682 828 1.20 General practice (other).......... 31 2,328 2,845 1.20 Internal medicine 53 591 712 1.23 Surgery ............ 35 231 279 1.21 Other ............. 200 733 841 1.21 Total 370 4,818 *) 6,371 1.25 *) The sum of patients seen by different specialists is 5,159, i.e. 341 doctor/patient contacts are with more than one speciality.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.