Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 38
360 LÆKNABLAÐIÐ sjálfræðissvipting hlýtur slík vistun að vera gerðarþola mikið alvörumál. I fyrmefndri athugun á Kleppsspítala, á sjúklingum sem þar voru vistaðir gegn vilja sínum árin 1977 og 1978 (1), kemur fram að flestir 114 sjúklinganna er þar um ræðir voru í upphafi neikvæðir gagnvart spítalanum og meðferð þar og höfðu sömuleiðis neikvæða afstöðu til kröfugerðaraðila. Við brottför höfðu þó flestir fyrirgefið það ranglæti, sem þeir þóttust beittir í upphafi og tekið kröfugerðaraðila í sátt. í þeirri athugun er hér verður skýrt frá er reynt að kanna nánar viðhorf sjúklinga, sem voru lagðir inn nauðugir á geðdeild Landspítalans á tólf mánaða skeiði 1985 til 1986, til innlagnarinnar og hug þeirra til þeirra aðila er að innlögninni stóðu. SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Á tímabilinu 1. nóvember 1985 til 31. október 1986 voru 60 einstaklingar lagðir inn á geðdeild á Islandi án eigin samþykkis og án þess að hafa áður verið sviptir sjálfræði með dómi. Var vitneskja um innlagnimar fengin jafnóðum með aðstoð dómsmálaráðuneytisins. Á geðdeild Landspítalans voru innlagðir 50 þessara sjúklinga, níu á geðdeild Borgarspítalans og einn á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þeir 50 sem lögðust nauðugir a geðdeild Landspítalans áttu þar alls 60 nauðungarvistanir á 12 mánuðum. Enginn þeirra var sviptur sjálfræði með dómi meðan á athuguninni stóð, en við þær nauðungarvistanir er stóðu 48 klukkustundir eða skemur var ekki fengist við í þessari athugun. Innan tveggja vikna frá fyrstu nauðungarinnlögn sjúklinganna á tímabilinu voru þeir spurðir fyrirfram ákveðinna spuminga varðandi innlögnina og meðferð á sjúkrahúsinu. Átján vikum eftir innlögn vom þeir aftur spurðir flestra sömu spuminga á sama hátt. Rætt var í síma við þá sjúklinga er á þeim tíma voru ekki lengur á sjúkrahúsinu en tveir sjúklingar sem ekki höfðu síma voru heimsóttir. Aðrir en rannsakendur voru ekki látnir vita um svör sjúklinga. Af þeim 50 sjúklingum er um ræðir náðist ekki í einn sem útskrifaðist áður en rætt hafði verið við hann og er hann ekki talinn með í þessari athugun. Af þeim 49 sjúklingum er rætt var við höfðu 43 (88%) legið áður á geðdeild en sex (12%) vom þar nú í fyrsta sinn. Nítján (39%) höfðu verið nauðungarvistaðir áður, þar af 11 (22%) tvisvar eða oftar. Einn vildi ekki svara spumingum í fyrra viðtali en tveir í því síðara. Þessir sjúklingar eru þó taldir með hópnum. Jafnframt var leitað upplýsinga úr sjúkraskrám um aðdraganda innlagnar, legutíma og sjúkdómsgreiningu. Athugunin var gerð með leyfi tölvunefndar. NIÐURSTÖÐUR I töflu I er yfirlit yfir kyn og sjúkdómsgreiningu þeirra 49 sjúklinga er athugunin nær til og til samanburðar allra sjúklinga er lögðust inn á geðdeild Landspítalans á athugunartímabilinu. Kynskipting þeirra sem lögðust inn nauðugir var sú sama og annarra sjúklinga en meðalaldur þeirra er lægri. Elsti sjúklingurinn var 65 ára, sá yngsti 17 ára og miðaldur hópsins var 30 ár. Oftast voru það sjúklingar með geðrof sem lagðir vom inn nauðugir. Innlagnartíma þessara sjúklinga má sjá í töflu II. Meirihluti sjúklinganna (65%) dvaldi á sjúkrahúsinu lengur en 15 daga eftir að nauðungarvistun var heimiluð og þar sem enginn þeirra var sviptur með dómi voru þeir þar sjálfviljugir eftir fimmtánda daginn. Tafla I. Innlagnir á geðdeild Landspítalans 1.11.1985 til Innlagnir Allar N (%) gegn eigin vilja N (%) Innlagnir alls 1462 60 (4.1) Innlagðir einstaklingar* . 962 50 (5.2) Karlar 572 (59.5) 29 (59.2) Konur 390 (40.5) 20 (40.8) Sjúkdómsgreiningar (ICD- •9) Geörof 219 (22.7) 18 (36.8) Geðhvörf 148 (15.4) 11 (22.4) Drykkjusýki 373 (38.8) 11 (22.4) Annaö 222 (23.1) 9 (18.4) Greiningar samtals 962 (100.0) 49 (100.0) * I hóp þeirra sem lagöir voru inngegn vilja sínum, vantar einn sjúkling sem útskrifaöist áöur en náöist aö tala viö hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.