Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1989, Page 43

Læknablaðið - 15.11.1989, Page 43
lækna'blaðið 363 II. kafli. Um sviptingu lögræðis og brottnám lögræðissviptingar 3. gr. Svipta má mann lögræði, sjálfræði einu saman, fjárræði einu sér eða hvoru tveggja: - a. Ef hann er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé vegna andlegs vanþroska, ellisljóleika eða geðsjúkdóms. - b. Ef hann stofnar efnahag sínum eða vandamanna sinna í hættu með óhæfilegri eyðslusemi, annarri ráðlausri breytni eða hirðuleysi um eignir sem eru í umráðum hans. - c. Ef hann sökum ofdrykkju, notkunar ávana- og fíkniefna eða annarra lasta er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé, verður öðrum til byrði, vanrækir framfærsluskyldur eða raskar þráfaldlega opinberum hagsmunum. - d. Ef nauðsyn ber til að vista hann án samþykkis hans í sjúkrahúsi sökum fyrirmæla í heilbrigðislöggjöfinni. - e. Ef hann vegna líkamlegs vanþroska, heilsubrests eða annarra vanheilinda á óhægt með að ráða persónulegum högum sínum eða fé og æskir sjálfur lögræðissviptingar af þeim sökum. - Veita skal lögræðissviptum manni á ný sjálfræði, fjárræði eða hvort tveggja eftir því sem við á ef aðstæður lögræðissviptingar eru ekki lengur fyrir hendi. — 4. gr. Mál til sviptingar lögræðis og brottnáms lögræðissviptingar skulu rekin fyrir bæjarþingi eða aukadómþingi. - 5. gr. Sóknaraðili að lögræðissviptingarmáli getur verið: - a. Maki vamaraðila, ættingjar hans í beinan legg og systkin. - b. Lögráðamaður aðila. - c. Sá sem skyldur er að lögum að framfæra aðila og sá sem framfærslurétt hefur á hendur honum að lögum. - d. Sá sem næstur er erfingi aðila að lögum eða samkvæmt erfðaskrá sem ekki er afturtæk. - e. Félagsmálastofnun eða samsvarandi fulltrúi sveitarstjómar á dvalarstað vamaraðila. - f. Dómsmálaráðuneytið, þegar gæsla almannahags gerir þess þörf eða þegar það telur réttmætt að gera kröfuna vegna tilmæla aðila sjálfs, vandamanna, læknis hans eða vina, eða vegna vitneskju um hag aðila er það hefur fengið á annan hátt. - Enn fremur getur maður sjálfur óskað eftir úrskurði dóms um að hann skuli vera sviptur lögræði. - 6. gr. Kröfu um lögræðissviptingu skal bera upp við héraðsdómara (í Reykjavík borgardómara) þar sem maður sá, er krafan varðar, á heima eða dvelst. Nú er hvorki kunnugt um heimili hans né dvalarstað og skal þá með mál farið þar sem vamaraðili átti síðast heimili eða dvalarstað. - Krafa skal vera skrifleg og tilgreina hvort krafist sé sviptingar sjálfræðis, fjárræðis eða hvors tveggja. Þar skal grein gerð fyrir aðild sóknaraðila, ástæðum sem taldar eru vera til sviptingarinnar og öðru því sem máli skiptir. Kröfugerð fylgi skrifleg gögn eftir því sem við verður komið. — Sóknaraðili getur afturkallað kröfu sína á hvaða stigi máls sem er. - 7. gr. Dómari skal taka málið fyrir svo fljótt sem unnt er. Hann kallar vamaraðila fyrir dóm og kynnir honum kröfuna nema ástandi hans sé svo háttað samkvæmt vottorði yfirlæknis á sjúkrahúsi eða annars embættislæknis að það sé tilgangslaust. - Dómari skipar vamaraðila verjanda og gefur honum kost á að bera fram ósk um hver skipaður verði. Óskylt er þó að skipa verjanda ef vamaraðili samþykkir kröfu um lögræðissviptingu, nema svo standi á sem í a-lið 1. mgr. 3. gr. segir. Þá er óskylt að skipa verjanda ef vamaraðili hefur sjálfur ráðið sér lögmann til þess að gæta réttar síns, svo og ef maður óskar þess sjálfur að hann verði sviptur lögræði. - Dómari getur krafið sóknaraðila um gögn til stuðnings kröfu hans. Hann getur einnig aflað gagna af sjálfsdáðum. Ef sérstök ástæða er til getur hann leitað aðstoðar lögreglustjóra til öflunar gagna. - Nú hefur maður sjálfur óskað eftir lögræðissviptingu og metur dómari allt að einu hvort ástæða sé til sviptingar. - Eftir að gagnaöflun er lokið og vamaraðila eða verjanda hans hefur verið gefinn kostur á að flytja eða leggja fram vöm kveður dómari upp úrskurð í málinu. - 8. gr. Nú er maður sviptur lögræði og birtir dómari þá eða lætur birta úrskurð fyrir vamaraðila eða verjanda hans. - Dómari skal geta lögræðissviptingar á skrá er hann heldur um lögræðissvipta menn í lögsagnarumdæmi sínu. Hann skal og þegar senda dómsmálaráðuneytinu eftirrit af úrskurðinum, en það heldur spjaldskrá um lögræðissvipta menn hér á landi. - Ef um fjárræðissviptingu er að tefla skal dómari einnig annast um að niðurstaða úrskurðarins sé þegar birt í Lögbirtingablaði. Ef sá, sem sviptur er fjárræði, á fasteign eða hér skrásett skip eða hann rekur atvinnu sem geta ber eða getið er á verslanaskrá, þá skal skrá athugasemd um úrskurðinn á vamarþingi fasteignar eða skips og á verslanaskrá. Dómari sendir eftirrit af úrskurðinum yfirlögráðanda og öðmm þeim

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.