Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 66
382 LÆKNABLAÐIÐ það sé ljótt að reykja og drekka. En málið vandast þegar á að fara að tiltaka, hvað menn mega éta og ekki éta. Fyrir nokkru var það hræðilega vont að taka inn kjöt, smjör og lýsi. Þá tók tízkan á sig sveiflu, og nú er það alls ekki eins vont og það var hér áður. Nú eiga menn að háma í sig lýsi (en af einhverjum dularfullum ástæðum má það ekki vera hákarlalýsi). Vísindalegar forsendur fyrir «manneldisstefnu íslenzka ríkisins» eru frekar veiklulegar og standa ótraustum fótum. Það er óljóst, hvemig á að fara að því að gera alla heilbrigða fyrir aldamót. Sú hugmyndafræði, sem þessi stefna byggir á, er smám saman að komast í þrot. Það er óumflýjanlegt að hún verði endurskoðuð frá gmnni. Það er beinlínis ofvaxið jafnvel hinum auðugustu ríkjum heims að veita hverjum og einum þá heilsuþjónustu, sem er tæknilega möguleg. Þetta verður æ erfiðara eftir því sem tækninni fleygir fram og tækin verða flóknari, stærri og dýrari. Þessi hugmyndafræði byggir á því, að borgurunum sé skylt að fela sig á vald hinnar algjöru og alvitru ríkisforsjár, sem ein veit hvað mönnum er fyrir beztu, og treður því upp á menn, hvort sem þeir vilja eða ekki, og borga þeir þó sjálfir kostnaðinn. Hér þarf að brjóta í blað og byrja upp á nýtt á öðrum forsendum. Það stríðir gegn grundvallarhugsun þeirri sem býr að baki mannréttindaskrár vestrænna lýðræðisríkja að líta á borgarana sem útfrymi úr allsherjarmaskínu ríkisins. Homsteinn lýðræðislegrar stjómskipunar er frelsi einstaklingsins. Hver og einn á rétt til lífs og það fylgir með, að hver og einn á rétt til að ráða því, hvemig hann ver þessu lífi. Menn eiga rétt á því að velja sér sjálfir og upp á eigin spýtur sinn eigin lífsmáta. Það stendur hvergi í nokkurri mannréttindaskrá, að ríkið eigi að segja mönnum fyrir um það, hvemig þeir eigi að höndla hamingjuna. Það er vissulega þægilegt til þess að vita, að hver maður sem ekki getur lengur staðið í hinu daglega striti (eða nennir því ekki) geti gengið inn í ríkisstofnun, þar sem er dekrað við hann með öllum tiltækum tæknilegum ráðum, svo lengi sem sérfræðingum þykir þurfa. En það stendur hvergi í mannréttindaskrám, að ríkið eigi að borga reikninginn. Það er kominn tími til að menn taki mið af því, að hver maður ber ábyrgð á sjálfum sér og sínu lífi. Ef hann kýs að reykja eða drekka eða halda sér frá því, þá er það hans val. Ef hann kýs að sækja sem minnst til lækningastofnana (eða að hangsa þar í tíma og ótíma) þá hann um það. En hann getur ekki ætlast til þess að aðrir borgi þann kostnað sem hlýzt af vali hans. Ríkisvaldinu ber engin skylda til þess. Það liggur því beint við, að ríkið hœtti með öllu að reka sjúkrahús. Það er ekki í verkahring ríkisvalds að standa í slíkum rekstri. Það er engu síður líklegt að einstaklingar eða fyrirtæki geti rekið sjúkrahús en frystihús. Það er meira að segja líklegt að einkaframtak kunni betri skil á rekstri en ríkisstofnanir. Hver borgari ríkisins á svo að geta ákveðið, hverskonar heilbrigðisþjónustu hann óskar eftir. Ef hann vill standa utan allra trygginga, þá hann um það. En ef hann vill tryggja sér hámarksþjónustu (ótímabundna sjúkrahússlegu með ýtrustu tækni), þá velur hann sér það. Hann semur um þetta við tryggingafélag og greiðir iðgjöld í samræmi við það sem hann velur. Tryggingafélögin sjá svo um að greiða þann kostnað sem hlýzt af sjúkrahúsdvöl hvers og eins. Hlutverk almannavaldsins er svo að leggja öryggisnet: Þeir sem velja skakkt gjaldi þess ekki. Þeir sem kjósa að spara sér iðgjöld og kaupa engar tryggingar en verða síðan fyrir heilsubresti og þurfa að greiða dýra læknismeðferð eiga ekki að gjalda heimsku sinnar, heldur eiga þeir að fá sína þjónustu með styrk af almannafé. Hinsvegar er það skylda ríkisins að fræða hver mann um það, hverra kosta hann á völ. Það er engin afsökun að segja eftir á, að maður hafi ekki vitað, hversu hver maður skyldi búa sig undir hið óvænta, slys eða heilsubrest. Ríkisvaldið lítur síðan eftir því, að heilbrigðisþjónustan fullnægi kröfum, sem settar eru í lögum. Það sér um almennt eftirlit og yfirstjóm. Það að lifa er að taka áhættu. Menn eiga að taka þá áhættu sjálfir. Það er ekki í verkahring ríkisvaldsins að taka á sig afleiðingar allra áfalla, slétta úr öllum misfellum eða reka á brott allar bringsmalaskottur sem kunna að velkjast fyrir brjóstinu á mönnum. Ríkisvald sem fer inn á þá leið, endar í öngþveiti, sem engin leið er út úr. (Erindi flutt á læknaþingi 1989).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.