Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 10
176
LÆKNABLAÐIÐ
ónæmiskerfisins.einssjúklinga með IgA RF gætu skýrst
af vanhæfni IgA mótefna til að ræsa komplimentkerfið og
drápsfrumur ónæmiskerfisins.
BREYTINGAR Á KOMPLÍMENTRÆSINGU OG
STYRK MÓTEFNAFLÉTTNA í SERMI SJÚKLINGS
MEÐ C2 SKORT OG SLE, SEM MEÐHÖNDLAÐUR
ER MEÐ PLASMAGJÖFUM
Höfundar: Kristín H. Traustadóttir, Kristján Erlendsson,
Kristján Steinsson, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa
Háskólans í ónæmisfræði, Iyflækningadeild Landspítalans
SLE er sjúkdómur sem stafar af einhvers konar truflun
á hreinsun mótefnafléttna úr blóðrás, sem veldur því
að fléttumar falla út í vefjum, með bólgusvari og
vefjaskemmdum.
Sjúklingur með meðfæddan skort á komplímentþætti 2 og
SLE hefur verið meðhöndlaður með plasmagjöfum í sex
ár, samtals í 46 skipti með góðum klínískum bata.
Fylgst hefur verið með breytingum á komplímentræsingu
með mælingu á C3d (ELISA), og magni mótefnafléttna
í sermi og plasma bæði með ELISA aðferð og CCA
(compliment consumption assay).
Einnig hefur verið fylgst með breytingum á magni C2 í
sermi sjúklinss eftir plasmagjöf.
900
800
700
600
500
400
300
200
1 2 3 4 5 6 7 11 32 43
Days
Almennt er óttast, að sjúklingar með komplunaiisKini
og SLE, sem gefnir eru komplímentþættir, fái auknar
vefjaskemmdir og verri sjúkdómsmynd vegna aukinnar
ræsingar komplímentkerfisins. Niðurstöður okkar
sýna að greinileg ræsing verður á komplímentkerfi
sjúklingsins samfara plasmagjöf. Ræsingin veldur hins
vegar tímabundinni lækkun á magni mótefnafléttna í
sermi, sem virðist tengjast því að sjúkdómseinkennin
hverfa og sjúklingur verður einkennalaus í sex til átta
vikur.
HÁTT IgE í NAFLASTRENGSBLÓÐI HEFUR EKKI
FORSPARGILDI FYRIR OFNÆMI HJÁ TVEGGJA
ÁRABÖRNUM
Höfundar: Þórður Herbert Eiríksson, Bárður
Sigurgeirsson, Bjöm Árdal, Ásbjöm Sigfússon, Helgi
Vaidimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði,
bamadeild Landspítalans
Inngangur: Reynt hefur verið að draga úr ofnæmi nýbura
með því að bægja frá þekktum ofnæmisvöldum fyrstu
mánuði ævinnar. Slíkar aðgerðir geta valdið talsverðri
röskun á heimilum, og þess vegna er mikilvægt að geta
takmarkað forvamaraðgerðir við böm, sem eru mjög
líkleg til að fá ofnæmi. Rannsóknir í Svíþjóð bentu til
þess að magn IgE ofnæmismótefna við fæðingu gæti
gefið mjög áreiðanlega vísbendingu um yfirvofandi
ofnæmissjúkdóma fyrstu sjö ár ævinnar.
Aðferðir og niðurstöður: IgE var mælt í naflastrengsblóði
792 bama, sem fæddust á Landspítalanum síðari hluta
ársins 1987. Þegar þessi böm voru 18-23 mánaða
gömul voru 180 þeirra rannsökuð með hliðsjón
af ofnæmisvandamálum og skyldum sjúkdómum.
Sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum bama og
aðstoðarlæknir í ónæmisfræði önnuðust þetta mat,
og vissi hvorugur um niðurstöður IgE mælinga í
naflastrengsblóði bamanna. Um 37% reyndust hafa
haft ótvíræð ofnæmisleg einkenni, en hins vegar fannst
engin fylgni milli ofnæmis og hárra gilda af IgE í
naflastrengsblóði þessara bama. Hins vegar fannst sterk
fylgni milli ofnæmis og ættarsögu eins og vænta mátti.
Alyktun: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort
unnt væri að styðjast við IgE magn í naflastrengsblóði
við val á bömum til að taka þátt í framvirkri könnun á
gagnsemi forvamaraðgerða gegn ofnæmi. Svo reyndist
ekki vera, og er ekki ljóst hvers vegna niðurstöður okkar
em aðrar en Svía að þessu leyti. Nýlegar rannsóknir
annarra em í samræmi við niðurstöður okkar.
VEIKINDAHUGMYNDIR UNGLINGA
Höfundur: Guðrún Kristjánsdóttir. Námsbraut í
hjúkranarfræði
Kynntur er hluti niðurstaðna rannsóknar á heilbrigðis-
og veikindahugmyndum 66 unglinga á aldrinum 14-18
ára. Tilgangur rannsóknarinnar var meðal annars að lýsa
hugmyndum og skilningi unglinga á veikindum sínum,
hvað það merkir að þeirra mati að vera veikur, lýsinga
þeirra á eigin veikindum, ástæðum sem þau nefna fyrir
því að veikjast og fyrir bata, og loks hvort þau telja sig
ráða einhverju þar um.
Niðurstöður benda til þess að unglingamir í úrtakinu
telji sig almennt við góða heilsu og telja sig hafa
mikið vald yfir heilsu sinni og aðgreina skýrt hugtökin
heilsa og veikindi. Algengasta lýsingin á veikindum
(nýlegustu veikindum og verstu veikindum) var með
skírskotunum til einkenna, en einnig til tilfinninga og