Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
183
og Ig, óbein flúrljómun og greining í FACS-Scan. Blóð
úr 10 heilbrigðum kindum var athugað, tvö sýni úr
hverri, og reyndust hlutföll eitilfrumna vera eftirfarandi:
CD5=64.5±6.1, CD4=26.1±3.9 CD8=17.4±4.7,
T19=12.1±4.4, Ig=17.4±6.3. Hlutfall CD4/CD8 var
1.6±0.6. Sex af kindunum voru sfðan sýktar í heila með
MVV stofni K-1772 og tvær voru sprautaðar á sama hátt
með ósýktu frumufloti til samanburðar. Til marks um
að sýking hafði tekist höfðu allar sex kindumar sterka
mótefnasvörun og mikla frumufjölgun í mænuvökva
mánuði eftir sýkingu og veira ræktaðist reglulega úr
blóði þeirra. Einni kindinni var lógað eftir þrjá mánuði
vegna klínískrar visnu (lömunar). Fyrstu þrjá mánuði
voru eitilfrumuhlutföll athuguð á tveggja vikna fresti en
síðan á fögurra vikna fresti í sjö mánuði. Engin regluleg
eða marktæk breyting varð á hlutföllum eitilfrumu
undirflokkanna eftir sýkingu, jafnvel ekki í kindinni, sem
lóga varð vegna klínískrar visnu.
Styrkt af Vísindasjóði fslands
MÓTEFNI í BLÓÐI VISNU- OG MÆÐIKINDA
Höfundar: Margrét GuÖnadóttir, Einar Torfason, Arthúr
Löve. Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði.
A tímabilinu 1957-1966 vom þróaðar og reyndar
aðferðir, sem mæla »neutraliserandi« (N) og
»komplimentbindandi« (K) mótefni gegn visnu-
mæðiveiru. K-mótefni verða mælanleg á fyrstu vikum
eftir tilraunasýkingar og haga sér eins og K-mótefni,
sem myndast við bráðar sýkingar. N-mótefni eru aftur
á móti mjög afbrigðileg. Þau binda veiruna bæði seint
og illa í tilraunaglösum. Oftast líða mánuðir og stundum
mörg ár frá sýkingu, þar til fyrstu N-mótefnin finnast í
blóði sýktra kinda, sem hafa eðlilega svörun K-mótefna.
Stundum finnast N-mótefni alls ekki, þótt K-svörun sé
eðlileg.
Vorið 1990 þróuðum við aðferð (Westem Blot, WB) til
að mæla svörun visnu-mæðisýktra kinda gegn einstökum
veimhlutum, og höfðum til hliðsjónar sams konar aðferð
(WB), sem hefur verið notuð í nokkur ár til að mæla
svörun eyðnisýktra manna gegn einstökum hlutum
eyðniveirunnar. Niðurstöður þessara nýju mælinga verða
bomar saman við ýmis afbrigði af langtíma svömn
visnu-mæðisýktra kinda í K-prófum og N-prófum.
Eyðniveira og visnu-mæðiveira em báðar lentiveimr,
sem valda hæggengum sýkingum. Samanburður á svömn
sjúklinganna gegn einstökum veimhlutum sýnir, að hún er
mjög lík, þó að hýsiltegundimar séu ólíkar.
ÁHRIF ADRENALÍNS Á ADRENERGA
VIÐTAKA, FOSFÓLIPÍÐ OG FOSFÓLÍPASA A2 í
HJARTAVÖÐVA
Höfundar: Guðrún Skúladóttir, V. Edda Benediktsdóttir,
Sigmundur Guðbjamason, Jónas Hallgrímsson.
Raunvísindastofnun Háskólans, rannsóknastofa Háskólans
í meinafræði
Markmið þessa verkefnis var að rannsaka áhrif adrenalíns
á a,- og /3,- viðtaka og á Ca2+ -göng í frumuhimnum
hjartavöðva. Jafnframt var kannað, hvort breytingar
á adrenergum viðtökum væru tengdar breytingu á
fitusýmsamsetningu fosfólipíða í frumuhimnutn og virkni
himnubundins fosfólípasa A2. Fosfólípasi A2 hvatar
einkum skipti á fjölómettuðum fitusýmm í fosfólipíðum
eða niðurbrot fosfólipíða. Bæði Ca2+ og adrenalín örva
ensímið.
Karlrottur voru sprautaðar daglega í sjö daga með
adrenalíni. Adrenalín örvun leiddi til marktækrar
fækkunar á at- og f)\- viðtökum og Ca2+ -göngum f
fmmuhimnum án þess að virkni eða bindieiginleikar
þeirra breyttust. Samhliða var marktæk aukning á
virkni fosfólípasa A2 og magni dókósahexaensým í
fosfatidýlkólíni og fosfatidýletanólamíni í himnum
hjartavöðvans. Einnig minnkaði magn línólsýru marktækt
í báðum þessum fosfólipíðum og arakídónsýra minnkaði í
fosfatidýletanólamíni. Magn einstakra fosfólipíða breyttist
ekki. Þessar breytingar gætu verið liður í streituaðlögun.
ALGENGI FJÖGURRA SJÚKDÓMSMYNDA
MEÐAL HÉRAÐSBÚA OG ÍBÚA INTERLAKE í
MANITOBA, SEM ERU EINGÖNGU AF ÍSLENSKU
BERGI BROTNIR
Höfundar: Jóhann Axelsson, Stefán B. Sigurðsson,
Guðrún Pétursdóttir, Ólafur Ólafsson, Helgi Sigvaldason.
Rannsóknastofa H.í. í lífeðlisfræði, landlæknisembættið
Ekki ríkir einhugur um skilgreiningu þeirra
sjúkdómsmynda, sem hér verður fjallað um - né
skiptir það sköpum um það sem þessum útdrætti
er ætlað að sýna (sjá einnig aðrar niðurstöður
samanburðarrannsóknarinnar sem kynntar eru í fjómm
útdráttum í þessu hefti).
Ofgnótt kólesteróls (hypercholesterolaemia), hér skilgreind
sem heildarmagn kólesteróls í blóði > 7.0 mmólA,
fannst hjá 9% af báðum hópum. Ofgnótt þríglýseríða
(hypertriglyceridaemia), skilgreind sem styrkur í blóði
>1.6 mmól/1, var fjómm sinnum algengari meðal
Interlakebúa. Á Fljótsdalshéraði var algengi 10% en
39% í Interlake. Offita, skilgreind sem Brocastuðull >
1.1, var mun algengari meðal Interlakebúa. Algengi var
35% á Fljótsdalshéraði en 52% í Interlake. Háþrýstingur
skilgreindur sem blóðþrýstingur í hvíld >160/95, var aftur
á móti meira en helmingi algengari meðal Héraðsbúa.
Algengi á Fljótsdalshéraði var 19% en 7% í Interlake.
Almennt er talið að áhætta aukist til muna ef saman
fara tveir eða fleiri áhættuþættir hjá sama manni. Tvær
ofangreindra sjúkdómsmynda fundust hjá 31% Vestur-
íslendinga en aðeins 22% Héraðsbúa. Þrjár eða fleiri voru
til staðar hjá 10% Vestur-fslendinga en 5% Héraðsbúa.
Engin ofantalinna sjúkdómsmynda fannst hjá 52%
Héraðsbúa og 32% Vestur-Islendinga.
Styrkt af rannsóknasjóði H.I. og Alþingi.
FITUSÝRUSAMSETNING FOSFÓLIPÍÐA f
PLASMA VESTUR-ÍSLENDINGA
Höfundar: Guðrún Skúladóttir, Margrét Reynisdóttir,
Sigmundur Guðbjamason, Stefán B. Sigurðsson, Jóhann
Axelsson. Raunvísindastofnun Háskólans, rannsóknastofa
H.f. í lífeðlisfræði
Þessi rannsókn er þáttur umfangsmikilla
samanburðarrannsókna, sem þegar hafa leitt í
ljós vemlegan mun á algengi ýmissa áhættuþátta
æðasjúkdóma meðal íslendinga og Vestur-íslendinga (sbr.
aðra útdrætti í þessu hefti). Fitusýruhlutföll í fosfólipíðum
plasma spegla hlutföll fitusýra í fæðu og tengjast, að
margra mati, áhættu hvað varðar æðasjúkdóma. Því þótti
áhugavert að bera saman fitusýruhlutföll fosfólipíða