Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 183 og Ig, óbein flúrljómun og greining í FACS-Scan. Blóð úr 10 heilbrigðum kindum var athugað, tvö sýni úr hverri, og reyndust hlutföll eitilfrumna vera eftirfarandi: CD5=64.5±6.1, CD4=26.1±3.9 CD8=17.4±4.7, T19=12.1±4.4, Ig=17.4±6.3. Hlutfall CD4/CD8 var 1.6±0.6. Sex af kindunum voru sfðan sýktar í heila með MVV stofni K-1772 og tvær voru sprautaðar á sama hátt með ósýktu frumufloti til samanburðar. Til marks um að sýking hafði tekist höfðu allar sex kindumar sterka mótefnasvörun og mikla frumufjölgun í mænuvökva mánuði eftir sýkingu og veira ræktaðist reglulega úr blóði þeirra. Einni kindinni var lógað eftir þrjá mánuði vegna klínískrar visnu (lömunar). Fyrstu þrjá mánuði voru eitilfrumuhlutföll athuguð á tveggja vikna fresti en síðan á fögurra vikna fresti í sjö mánuði. Engin regluleg eða marktæk breyting varð á hlutföllum eitilfrumu undirflokkanna eftir sýkingu, jafnvel ekki í kindinni, sem lóga varð vegna klínískrar visnu. Styrkt af Vísindasjóði fslands MÓTEFNI í BLÓÐI VISNU- OG MÆÐIKINDA Höfundar: Margrét GuÖnadóttir, Einar Torfason, Arthúr Löve. Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði. A tímabilinu 1957-1966 vom þróaðar og reyndar aðferðir, sem mæla »neutraliserandi« (N) og »komplimentbindandi« (K) mótefni gegn visnu- mæðiveiru. K-mótefni verða mælanleg á fyrstu vikum eftir tilraunasýkingar og haga sér eins og K-mótefni, sem myndast við bráðar sýkingar. N-mótefni eru aftur á móti mjög afbrigðileg. Þau binda veiruna bæði seint og illa í tilraunaglösum. Oftast líða mánuðir og stundum mörg ár frá sýkingu, þar til fyrstu N-mótefnin finnast í blóði sýktra kinda, sem hafa eðlilega svörun K-mótefna. Stundum finnast N-mótefni alls ekki, þótt K-svörun sé eðlileg. Vorið 1990 þróuðum við aðferð (Westem Blot, WB) til að mæla svörun visnu-mæðisýktra kinda gegn einstökum veimhlutum, og höfðum til hliðsjónar sams konar aðferð (WB), sem hefur verið notuð í nokkur ár til að mæla svörun eyðnisýktra manna gegn einstökum hlutum eyðniveirunnar. Niðurstöður þessara nýju mælinga verða bomar saman við ýmis afbrigði af langtíma svömn visnu-mæðisýktra kinda í K-prófum og N-prófum. Eyðniveira og visnu-mæðiveira em báðar lentiveimr, sem valda hæggengum sýkingum. Samanburður á svömn sjúklinganna gegn einstökum veimhlutum sýnir, að hún er mjög lík, þó að hýsiltegundimar séu ólíkar. ÁHRIF ADRENALÍNS Á ADRENERGA VIÐTAKA, FOSFÓLIPÍÐ OG FOSFÓLÍPASA A2 í HJARTAVÖÐVA Höfundar: Guðrún Skúladóttir, V. Edda Benediktsdóttir, Sigmundur Guðbjamason, Jónas Hallgrímsson. Raunvísindastofnun Háskólans, rannsóknastofa Háskólans í meinafræði Markmið þessa verkefnis var að rannsaka áhrif adrenalíns á a,- og /3,- viðtaka og á Ca2+ -göng í frumuhimnum hjartavöðva. Jafnframt var kannað, hvort breytingar á adrenergum viðtökum væru tengdar breytingu á fitusýmsamsetningu fosfólipíða í frumuhimnutn og virkni himnubundins fosfólípasa A2. Fosfólípasi A2 hvatar einkum skipti á fjölómettuðum fitusýmm í fosfólipíðum eða niðurbrot fosfólipíða. Bæði Ca2+ og adrenalín örva ensímið. Karlrottur voru sprautaðar daglega í sjö daga með adrenalíni. Adrenalín örvun leiddi til marktækrar fækkunar á at- og f)\- viðtökum og Ca2+ -göngum f fmmuhimnum án þess að virkni eða bindieiginleikar þeirra breyttust. Samhliða var marktæk aukning á virkni fosfólípasa A2 og magni dókósahexaensým í fosfatidýlkólíni og fosfatidýletanólamíni í himnum hjartavöðvans. Einnig minnkaði magn línólsýru marktækt í báðum þessum fosfólipíðum og arakídónsýra minnkaði í fosfatidýletanólamíni. Magn einstakra fosfólipíða breyttist ekki. Þessar breytingar gætu verið liður í streituaðlögun. ALGENGI FJÖGURRA SJÚKDÓMSMYNDA MEÐAL HÉRAÐSBÚA OG ÍBÚA INTERLAKE í MANITOBA, SEM ERU EINGÖNGU AF ÍSLENSKU BERGI BROTNIR Höfundar: Jóhann Axelsson, Stefán B. Sigurðsson, Guðrún Pétursdóttir, Ólafur Ólafsson, Helgi Sigvaldason. Rannsóknastofa H.í. í lífeðlisfræði, landlæknisembættið Ekki ríkir einhugur um skilgreiningu þeirra sjúkdómsmynda, sem hér verður fjallað um - né skiptir það sköpum um það sem þessum útdrætti er ætlað að sýna (sjá einnig aðrar niðurstöður samanburðarrannsóknarinnar sem kynntar eru í fjómm útdráttum í þessu hefti). Ofgnótt kólesteróls (hypercholesterolaemia), hér skilgreind sem heildarmagn kólesteróls í blóði > 7.0 mmólA, fannst hjá 9% af báðum hópum. Ofgnótt þríglýseríða (hypertriglyceridaemia), skilgreind sem styrkur í blóði >1.6 mmól/1, var fjómm sinnum algengari meðal Interlakebúa. Á Fljótsdalshéraði var algengi 10% en 39% í Interlake. Offita, skilgreind sem Brocastuðull > 1.1, var mun algengari meðal Interlakebúa. Algengi var 35% á Fljótsdalshéraði en 52% í Interlake. Háþrýstingur skilgreindur sem blóðþrýstingur í hvíld >160/95, var aftur á móti meira en helmingi algengari meðal Héraðsbúa. Algengi á Fljótsdalshéraði var 19% en 7% í Interlake. Almennt er talið að áhætta aukist til muna ef saman fara tveir eða fleiri áhættuþættir hjá sama manni. Tvær ofangreindra sjúkdómsmynda fundust hjá 31% Vestur- íslendinga en aðeins 22% Héraðsbúa. Þrjár eða fleiri voru til staðar hjá 10% Vestur-fslendinga en 5% Héraðsbúa. Engin ofantalinna sjúkdómsmynda fannst hjá 52% Héraðsbúa og 32% Vestur-Islendinga. Styrkt af rannsóknasjóði H.I. og Alþingi. FITUSÝRUSAMSETNING FOSFÓLIPÍÐA f PLASMA VESTUR-ÍSLENDINGA Höfundar: Guðrún Skúladóttir, Margrét Reynisdóttir, Sigmundur Guðbjamason, Stefán B. Sigurðsson, Jóhann Axelsson. Raunvísindastofnun Háskólans, rannsóknastofa H.f. í lífeðlisfræði Þessi rannsókn er þáttur umfangsmikilla samanburðarrannsókna, sem þegar hafa leitt í ljós vemlegan mun á algengi ýmissa áhættuþátta æðasjúkdóma meðal íslendinga og Vestur-íslendinga (sbr. aðra útdrætti í þessu hefti). Fitusýruhlutföll í fosfólipíðum plasma spegla hlutföll fitusýra í fæðu og tengjast, að margra mati, áhættu hvað varðar æðasjúkdóma. Því þótti áhugavert að bera saman fitusýruhlutföll fosfólipíða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.