Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 44
204
LÆKNABLAÐIÐ
(1) J. Axelsson o.fl. Áhrif áreynslu á blóðþrýsting.
Ráðstefna um rannsóknir í Læknadeild 1982.
ALGENGI NOKKURRA ÁHÆTTUPÁTTA
ÆÐASJÚKDÓMA MEÐAL ÍBÚA
Á FLJÓTSDALSHÉRAÐI OG ÍBÚA
INTERLAKEHÉRAÐS f MANITOBA SEM ERU
EINGÖNGU AF ÍSLENSKU BERGI BROTNIR
Höfundar: Jóhann Axelsson, GuSrún Pétursdóttir, Stefán
B. Sigurðsson, Mikael Karlsson, Ólafur Ólafsson,
Nikulás Sigfússon. Rannsóknastofa H. I í Lífeðslisfærði,
Landlæknisembættið, Hjartavemd
Á fyrri ráðstefnum um rannsóknir í læknadeild höfum
við lýst aðdraganda, efniviði og aðferðum sem beitt hefur
verið í þessari rannsókn. Einnig höfum við birt ýmsar
niðurstöður varðandi fullorðna Héraðsbúa og böm og
unglinga úr báðum hópum (sjá einnig útdrætti í þessu
hefti). Hér verður fjallað um blóðfitugildi.
Meðalgildi þríglýceríða í aldurshópum 6-19 ára var 30%
hærra og í aldurshópnum 20-69 ára 47% hærra meðal
Interlakebúa en Héraðsbúa. Heildarmagn kólesteróls var
hinsvegar 30% lægra meðal vestur-íslenskra bama og
unglinga og 7% lægra meðal fullorðinna Vestur-Islendinga
en Héraðsbúa á sama aldri. Rannsókn á samsetningu
kólesteróls Ieiddi í ljós að LDL-kóIesteról er 5% lægra
og HDL-kólesteról nær 40% lægra meðal fullorðinna
Interlakebúa en Héraðsbúa. Æðakölkunarstuðull
skilgreindur sem hlutfall HDL-kólesteróls í heildarmagni
kólesteróls er því 37% óhagstæðari Interlakebúum.
Sú tilgáta hefur verið sett fram að nái HDL-kólesteról
að verða 25% eða meira af heildarmagni kólesteróls
í blóði einstaklinga þá veiti það nokkra vemd gegn
kransæðasjúkdómi. 45% Héraðsbúa náðu því marki en
aðeins 14% Interlakebúa.
Þrátt fyrir minna heildarmagn kólesteróls á öllum
æviskeiðum eru líkur á æðakölkun og fylgikvillum
hennar að öllum líkindum meiri meðal Interlakebúa en
Héraðsbúa.
Styrkt af Alþingi og rannsóknasjóði Háskóla Islands
ÁHRIF HEXAMETHONIUM Á BREYTTA
HEILASTARFSEMI OG MINNKAÐ
HEILABLÓÐFLÆÐI AF VÖLDUM LÆKKAÐS
BLÓÐÞRÝSTINGS
Höfundar: Jón Ólafur Skarphéðinsson, Svafa
Sigurðardóttir. Rannsóknastofa H.I. í lífeðlisfræði
Tilgangur þessara rannsókna var að kanna mikilvægi
sympatíska taugakerfisins í stjómun blóðfiæðis um heila
við aðstæður þar sem heilablóðflæði er skert vegna
lækkaðs blóðþrýstings.
Blóðfiæði var mælt með laser Doppler aðferð, ýmist í
heilaberki, thalamus eða heilastofni, í chloralose-svæfðum
rottum með of háan blóðþrýsting (SHR). Einnig var mælt
vakið heilarafsvar (somatosensory evoked potential, SEP)
til að fylgjast með heilastarfsemi, auk blóðþrýstings og
hjartsláttartíðni.
Blóðþrýstingur var lækkaður með blæðingu þar til
sveifluvídd SEP hafði minnkað í um það 50% af
viðmiðunargildum (vg). Þetta olli minnkuðu blóðflæði
á öllum mælistöðum: í 65% af vg í heilberki, í 80%
af vg í thalamus og í 85% af vg í heilastofni, auk þess
sem viðbragðstími SEP lengdist. Hexamethonium-
gjöf (gangliublokker) í bláæð við þessar aðstæður jók
sveifluvídd SEP og viðbragðstími þess styttist. Einnig
olli hún víkkun æða og örlítilli aukningu í blóðflæði
í öllum mælipunktum. Hjartsláttartíðni minnkaði en
leitast var við að halda meðalslagæðaþrýstingi stöðugum
með þrýstijafnara. Einnig voru, í sérhópi, könnuð áhrif
þess að klippa á sympatískar taugar til höfuðsins í
stað hexamethonium-gjafar. Þetta inngrip olli aukinni
sveifluvídd SEP, en blóðflæði um heilabörk var óbreytt,
en blóðflæði var ekki mælt á öðrum stöðum.
Við teljum ekki Iíklegt að hin smávægilega aukning
í blóðflæði eftir hexamethonium-gjöf geti skýrt þá
bættu heilastarfsemi sem aukningin á sveifluvídd SEP
endurspeglar. Fremur virðast niðurstöður okkar benda til
að starfsemi skynbrauta sé meðal annars undir stjóm frá
sympatíska taugakerfinu.
ÖRVUN ÓPÍÓÍÐKERFA VIÐ MINNKAÐ
BLÓÐFLÆÐI UM HEILA
Höfundar: Jón Olafur Skarpliéðinsson, Svafa
Sigurðardóttir, Peter Thorén. Rannsóknatofa H.I. í
lífeðlisfræði, Fysiologiska Inst., Göteborgs Universitet,
Svíþjóð
Tilgangur rannsóknanna er að kanna hlut ópíóíðkerfa
(endorfín, enkefalín, dynorfín) í truflunum sem fram
koma á starfsemi miðtaugakerfisins við minnkað blóðflæði
um heila. Rannsóknir undanfarinn áratug hafa bent til
að endógen ópíóíðkerfi gegni mikilvægu hlutverki í
lífeðlismeinafræði heilablóðfalls, og að ópíóíð-hemjarar
geti komið að gagni við meðhöndlun sjúklinga.
Við höfum þróað módel þar sem skoða má starfsemi
skynbrauta f svæfðum rottum með því að mæla vakin
heilarafsvör (somatosensory evoked potentials, SEP) við
minnkað blóðflæði um heila vegna lækkaðs blóðþrýstings
sökum blóðmissis. Höfum við gert ítarlegar kannanir
á svörun módelsins með tilliti til starfsemi ósjálfráða
taugakerfisins, blóðflæði um skynbörk og uppsöfnun
mjólkursýru og púrín-niðurbrotsefna í skynberki.
Athuguð hafa verið áhrif ópíóíð-hemjara á mæliþættina.
Höfðu slík efni bætandi áhrif á útlit SEP, en ekki
urðu merkjanlegar breytingar á blóðflæði eða
efnaskiptaþáttunum. Benda niðurstöðumar til þess að við
minnkað blóðflæði um heila örvist ákveðin ópíóíðkerfi
sem hemji boðflutning um skynbrautir í heila. Er
hugsanlegt að hér sé um vamarviðbrögð miðtaugakerfisins
að ræða, og að hluti þeirra taugalífeðlisfræðilegu einkenna
sem sjúklingar með heilablóðfall sýna, eigi rætur sína
að rekja til þessa og meðhöndlun þeirra með ópíóíð-
hemjurum því varasöm.
Framhaldsrannsóknir beinast að því að varpa nánara ljósi
á meðal annars hvaða ópíóíðkerfi hér er um að ræða, auk
þess að kanna lífeðlisfræði þeirra í vfðara samhengi.
ERU NÝRNAHETTUR TAUGAÐAR AF
POSTGANGLIONISKUM TAUGUM?
Höfundar: Stefán Carlsson, Jón Ólafur Skarphéðinsson,
Svafa Sigurðardóttir. Rannsóknastofa H.í. í lífeðlisfræði,
Fysiologiska Inst., Göteborgs Universitet, Svíþjóð
Samkvæmt klassískri lífeðlisfræði eru nýmahettumar
(NH) einungis taugaðar af preganglioniskum sympatískum