Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 42
202 LÆKNABLAÐIÐ tilfellum. Sum húðsýni voru athuguð í rafeindasmásjá og var niðurstaða þeirra rannsókna í samræmi við ljóssmásjárathuganimar. I húðsýnum frá þeim 12 einstaklingum, sem ekki vom af heilablæðingarætt, og athugaðir voru til samanburðar fundust ekki mýlildisútfellingar, hvorki í Ijóssmásjá né í rafeindasmásjá. Mýlildisútfellingar í húð voru mest áberandi og víða samfelldar á mótum yfirhúðar og leðurhúðar svo og umhverfis hársekki, svitakirtla og fitukirtla. Cystatin C jákvæð svömn umhverfis vessaæðar var algeng. Útfellingar í og umhverfis úthjúp (adventitia og periadventitia) blóðæða var ekki óalgengt og í stöku tilfellum voru útfellingar í hinum eiginlega æðavegg. Cystatin C mýlildi fannst umhverfis taugar í leðurhúð í sumum tilfellum. Loks skal þess getið að stundum fundust mýlildisútfellingar umhverfis hárréttivöðva (mm arrectores pilomm) og umhverfis fitufrumur. Sýnistaka úr húð er fijótvirk greiningaraðferð á þessum sjúkdómi. Hún er jafnframt eina auðvelda greiningaraðferðin sem sýnir mýlildisútfellingu í vefi lifandi sjúklings á beina hátt. ARFGENG HEILABLÆÐING - RANNSÓKN Á EINKENNALAUSUM EINSTAKLINGI Höfundar: G. Guðmundsson, G. Valdemar, M. Heming, E. Benedikz, H. Blöndal. Taugalækningadeild Landspítalans, taugalækningadeild Rigshospitalet, Kaupmannahöfn, Danmörk, Department of Magnetisk Resonans, Hvidovre Hospital, Hvidovre, Danmörk, rannsóknastofa í h'ffærafræði, rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg Arfgeng heilablæðing er ríkjandi sjúkdómur sem fyrst var getið árið 1935 (Ámason, 1935). Orsök heilablæðinganna hefur verið lýst sem mýlildisútfellingum í heilaæðum (Guðmundsson et al. Brain 1972; 95:387-404). Lengst af hafa mýlildisútfellingar í þessum sjúklingum verið taldar takmarkaðar við heilaæðar eingöngu. Það er nú orðið ljóst að svo er ekki því þær má finna, þó í minni mæli sé, í ýmsum öðrum líffærum. þar á meðal í húð (Benedikz et al. Virchows Archiv A. I prentun). Hér em kynntar niðurstöður rannsókna á ungum einkennalausum arfbera af þekktri heilablæðingarætt. Hann var greindur með húðsýnitöku er sýndi cystatin C mýlildisútfellingar og síðar með erfðarannsókn er sýndi að einstaklingurinn er arfberi sjúkdómsins. Heilalínurit og sneiðmyndataka af höfði sýndu ekkert markvert. Segulsneiðmynd (Magnetic resonance (MR) sýndi skemmdir í hvítu heilans, sem bentu til svæðisbundinnar blóðþurrðar. Single photon emission computer tomography (SPECT) rannsókn sýndi minnkað blóðflæði í vinstra gagnaugablaði og ennisblaði heilans. Þar sem ekki er ástæða til að ætla annað, teljum við að mýlildisútfellingar í heilaæðum þessa einstaklings hafi valdið þeim breytingum sem fram komu í MR og SPECT rannsóknunum. CYSTATIN C í HEILAÆÐUM SJÚKLINGA MEÐ BETA-MÝLILDISSJÚKDÓMA Höfundar: E. Benedikz, H. Blöndal, G. Guðmundsson. Rannsóknastofa í líffærafræði og rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg, taugalækningadeild Landspítalans Nýlega lýstu tveir óháðir rannsóknarhópar (Benedikz et al. Alzheimer’s disease and related disorders. New York: Alan R. Liss, 1989: 517-22. Fujihara et al. Alzheimer’s disease and related disorders. New York: Alan R. Liss, 1989: 939-44) því að ónæmislitun fyrir proteasahindranum cystatin C og beta-prótein fyndist í mýlildisútfellingum í heilaæðum nokkurra eldri einstaklinga með heilaæðamýlildissjúkdóm. I báðum rannsóknunum kom fram fylgni milli heilabæðinga og tilvistar cystatin C í mýlildisútfellingum. Afbrigði af cystatin C er uppistaða í mýlildisútfellingum. sem finnast aðallega í heilaæðum fólks með arfgenga heilablæðingu. Þessir sjúklingar fá heilablæðingar, oftast margar, á unga aldri. Beta-prótein, sem er brot af stærra próteini, fellur út í heilavef og veggi heilaæða fólks með Alzheimer sjúkdóm, Down’s syndrome og hjá sumum eldri einstaklingum sem eru andlega heilbrigðir. I þessari rannsókn voru skoðuð tilfelli sem sýndu ónæmislitun fyrir báðum þessum efnum með litun fyrir ljóssmásjá og rafeindasmásjá. Niðurstöður sýna að cystatin C finnst í mýlildisútfellingum sumra aldraðra einstaklinga annað hvort bundið í mýlildisútfellingunum eða sem mýlildisþræðir. Ónæmislitun fyrir rafeindasmásjá sýnir að cystatin C mótefnin bindast sérhaft æðum með mýlildisþráðum, en í minna magni en sést með ónæmislitun með beta-prótein mótefnum. I heilasýnum höfum við séð ónæmislitun fyrir cystatin C í stjamfrumum (astrocytum). Vitað er að taugafrumur og örtróð (microglia) framleiða cystatin C. Hugsanlegt er að cystatin C framleitt af þessum frumum sé bundið mýlildi sem þegar er til staðar í heilaæðum en sé ekki í þráðaformi. Þó hefur verið sýnt fram á að cystatin C er enn til staðar í grófhreinsuðum mýlildisþráðum einangruðum úr heilaæðum einstaklingsins sem litast með cystatin C og beta-prótein mótefnum. BETA-MÝLILDIS PRÓTEIN í HÚÐ SJÚKLINGA MEÐ ALZHEIMER SJÚKDÓM OG DOWN’S SYNDROME Höfundar: H. Blöndal, E. Benedikz, G.Y. Wen, H.M. Wisniewski, K.S. Kim, G. Guðmundsson, P. Mehta. Rannsóknastofa í líffærafræði, rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg, NYS Institute for Basic Research, Staten Island, New York, USA, taugalækningadeild Landspítalans Nýlega var því lýst að beta-mýlildisprótein hefði fundist í húð, þörmum og ristli fólks með Alzheimer sjúkdóm (AS) (Joachim et al. Nature 1989; 341: 226-30,). Skoðuð voru húðsýni frá níu sjúklingum á aldrinum 63-77 ára með klínísku sjúkdómsgreininguna AS, 11 einstaklingum með Down’s syndrome (DS) á aldrinum 50-77 ára og húðsýni frá 13 einstaklingum á aldrinum 8-65 ára sem notuð voru til samanburðar (SE). Beitt var ónæmislitun með 4G8 mótefni sem er einstofna mótefni gegn þeim hluta beta-próteins, sem gerður er af amínósýrum 17-24. Litun með 4G8 sást á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.