Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1991, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.05.1991, Qupperneq 24
186 LÆKNABLAÐIÐ ÁHRIF TVEGGJA ÚTENSÍMA KÝLAVEIKIBAKTERÍUNNAR AEROMONAS SALMONICIDA UNDIRTEGUNDAR ACHROMOGENES Á VEFI OG LÍFFÆRI LAXA Höfundar: Bjarnheiður K. Guðmundsdóltir, Bemharð Laxdal, Silja Tapaninaho, Jón B. Bjamason. Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði, Keldum, efnafræðistofa Raunvísindastofnunar Háskóla Islands Þrjár undirtegundir hins gram neikvæða sýkils Aeromonas salmonicida eru sjúkdómsvaldar í íiski: Aeromomas salomicida undirteg. salmonicida veldur kýlaveiki (fumnculosis), Aeromonas salmonicida undirteg. achromogenes og Aeromonas salmonicida undirteg. masoucida valda báðar afbrigði af kýlaveiki (atypical furunculosis). Rannsóknir á íslenskum stofnum A. salmonicida hafa leitt í ljós að þeir eru allir af undirtegundinni achromogenes. I erindinu verður fjallað um rannsóknir á ensímum sem kýlaveikibakteríur gefa frá sér út í umhverfi sitt. Tveir prótínkljúfar voru einangraðir úr útensímlausn kýlaveikibakteríustofns af undirtegundinni achromogenens. Annar prótínkljúfurinn er málmháð ensím (P20), sem sýnt hefur verið fram á að er aðaleitur bakteríustofnsins, hinn (P27) tilheyrir flokki serin prótínkljúfa. I erindinu verður einangrun P27 (serin prótínkljúfans) lýst. Lýst verður sjúkdómseinkennum og vefjabreytingum í laxi, sem sýktur var með kýlaveikibakteríu, og samanburður gerður við breytingar sem urðu þegar fiskurinn var sprautaður með: útensímalausn sama bakteríustofns; blöndu af P20 og P27; hreinum P20 prótínkljúf og hreinum P27 prótínkljúf. SALMONELLA FARALDUR í HROSSUM Höfundur: Eggert Gunnarsson. Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði, Keldum Síðsumars árið 1989 varð vart við folaldadauða af völdum Salmonella typhimurium á tveim bæjum í einu blómlegasta landbúnaðarhéraði landsins. Rannsóknir okkar beindust að því að kanna útbreiðslu og mö|ulegar orsakir og smitleiðir þessarar sýkingar á svæðinu. Á næstu mánuðum voru öll grunsamleg dauðsföll og veikindi í hrossum rannsökuð með tilliti til Salmonellasýkingar. Ennfremur vom tekin saur- eða gamasýni í sláturhúsum, úr villtum fuglum, vatnsbólum og í bithaga. Salmonella typhimurium sýking var staðfest í hrossum á fimm bæjum. Að auki ræktaðist S. typhimurium úr sláturhúsasýnum úr folöldum frá tveimur bæjum. S. typhimurium fannst þannig á sjö bæjum og samtals drápust líklega 52 hross af völdum Salmonellasýkingar. Einn maður smitaðist, líklega við sýnatöku úr dauðu hrossi. S. typhimurium fannst í 13 af 19 hröfnum (68%), 25 af 38 máfum (66%), í hrossataði og fugladriti í haga og í vatnsbólum búfjár. Erfitt er að fullyrða nokkuð um það hvemig smit hefur upphaflega borist í hrossin en líklegt má telja að smit hafi magnast upp á svæðinu fyrir tilstilli fugla sem mengað hafa vatnsból og bithaga. TÁLKNVEIKI í LAXASEIÐUM: ÁHRIF BÖÐUNAR MEÐ CHLORAMIN Á AFFÖLL VIÐ FRUMFÓÐRUN Höfundar: Björgvin Richards, Júlíus B. Kristinsson, Logi Jónsson, Sigurður Helgason. Rannsóknastofu í lífeðlisfræði, Silfurlax hf., Tilraunastöð H.I. í meinafræði, Keldum Skemmdir á tálknum í laxaseiðum (Salmo Salar L.) hafa víða valdið umtalsverðum dauða í seiðaeldisstöðvum. Ekki hefur alltaf tekist að rekja skemmdimar til umhverfis- eða smitþátta. Hjá Silfurlaxi hf. í Ölfusi vom afföll vemleg af völdum tálknskemmda árin 1987 og 1988 og fram á árið 1989. Þessara affalla gætti helst á þeim viðkvæma tíma í lífsferlinu þegar fæðunám hefst (fmmfóðrun). Ekki tókst að rekja afföllin til eins eða fleiri orsakavalds. Því var ákveðið eftir nokkrar fortilraunir að reyna fyrirbyggjandi böðun með Chloramin-T. Tilraunin hófst í lok maí 1989 og stóð í þrjá mánuði. Baðað var tvisvar í viku í fjórum kerjum með styrknum 4-5 mg/1 í eina klst. Fylgst var með breytingum á tálknum bæði í tilrauna- og viðmiðunarhópunum. Áhrif böðunarinnar vom þau að afföll tilraunahópanna vom um 20% en afföll viðmiðunarhópanna um 70%. Einnig var tölfræðilegur munur á útliti tálkna eftir því hvort seiðin vom böðuð með Chloramin-T eða ekki þó ekki tækist að koma í veg fyrir tálknskemmdimar að öllu leyti. Það þykir því sýnt að fyrirbyggjandi böðun með Chloramin-T hefur jákvæð áhrif á tálknskemmdir hjá laxaseiðum við fmmfóðrun og afföll af völdum skemmdanna verða óveruleg, ef einhver. Verkefni þetta er styrkt af Rannsóknasjóði H.I. CYCLOSPORIN BÆTIR LIÐAGIGT HJÁ SÓRASJÚKLINGUM Höfundar: Kristján Steinsson, Ingileif Jónsdóttir, Helgi Valdimarsson. Lyflækningadeild Landspítalans, rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði Landspítalanum Inngangur: Lyfið cyclosporin hefur verið notað í vaxandi mæli undanfarin ár til að koma í veg fyrir höfnun ígræddra líffæra. Lyfið hamlar boðefnamyndun T eitilfmma, en það em fyrst og fremst þessar fmmur ónæmiskerfisins sem ráðast á vefjagræðlinga. Nýlega hefur verið sýnt fram á að T frumur orsaka sóraútbrot í húð, og að cyclosporin eyðir slíkum útbrotum. Um 5-10% af sórasjúklingum fá liðagigt, sem getur stundum orðið mjög illvíg. Rétt þótti að kanna hvort cyclosporin hefði áhrif á liðagigt sórasjúklinga. Aðferðir og niðurstöður: Átta sjúklingum með sóra og liðagigt var gefið cyclosporin 3.5 mg/kg. Sjö þessara sjúklinga tóku lyfið í sex mánuði eða lengur (einn hætti vegna aukaverkana) og sýndu þeir allir mjög afgerandi bata. Húðútbrot og liðbólgur bötnuðu nokkum veginn samtímis, en versnuðu fljótlega eftir að meðferð var hætt eða lyfjaskammtur minnkaður niður fyrir 2 mg/kg. Alyktun: Cyclosporin hefur mjög öfluga bólgueyðandi verkun í sóraliðagigt. Þetta bendir til þess að svipuð meingerðarferli séu í gangi í húð og liðamótum þessara sjúklinga.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.