Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 209 VÍSBENDING UM DÍSÚLFÍÐTENGI MILLI a OG /3 EININGA FRJÓSEMISHORMÓNSINS EQUINE CHORIONIC GÓNADÓTRÓPIN (eCG) Höfundar: Hörður Kristjánsson, SigurÖur Ingvarsson. Lífefnafræðistofa læknadeildar Háskóla Islands, 2. ÍSTEKA hf. Fínhreinsað eCG var leyst upp í 10 M urea og látið standa í tvær klukkustundir við 37°C til að losa a og P einingamar frá hvor annarri. Sýnið var síðan sett á FPLC Mono-Q-jónskiptasúlu til að aðskilja einingamar. Þá komu fram nokkrir toppar, sem allir innihéldu báðar einingamar. Fínhreinsað eCG var rafdregið í SDS rafdrætti með og án /3-merkaptóetanóls. I ljós kom að án /3-merkaptóetanóls losnuðu a og /3 einingamar ekki í sundur í rafdrættinum. Fínhreinsað eCG var nú leyst upp r' 10 M urea með 1% /3-merkaptóetanóli og látið standa við 37° C í tvær til þrjár klukkustundir. Sýnið var sett á FPLC Mono-Q-súluna og þá komu fram tveir toppar. Sá fyrri innihélt mikið af q einingunni ásamt litlu magni af /3 einingunni. I seinni toppnum var nær eingöngu /3 einingin. Þetta benti til þess að a og /3 undireiningar eCG séu festar saman með dísúlfíðtengi, sem rofnar fyrir tilstilli /3-merkaptóetanóls. HREINSUN EQUINE CHORIONIC GÓNADÓTRÓPINS f EINU SKREFI MEÐ MÓTEFNAHREMMISKILJU Höfundar: Hörður Kristjánsson, Hildw Björg Hróifsdóttir. Lífefnafræðistofa læknadeildar Háskóla fslands. ISTEKA hf. Grófhreinsað equine Chorionic Gónadótrópin (eCG, um 300 alþjóðaeiningar (IU)/mg prótein) og eCG r blóðvökva (um 0.319 IU/mg prótein) var hreinsað með hremmiskilju (affinity chromatography), sem byggði á kyrrsettu fjölstofna mótefni gegn eCG. Hormónið bast við hlutlaust sýmstig og losnaði við súrar aðstæður. f báðum tilvikum reyndist hormónið mikið niðurbrotið samanborið við eCG hreinsað með hefðbundnum súluskiljuaðferðum. eCG úr blóðvökva virtist þó heldur minna niðurbrotið en eCG úr grófhreinsuðu hormóni. Hreinsun hormónsins á hremmiskiljunni var mjög mikil, um 100 föld í fyrra tilvikinu og ríflega 4500 föld úr blóðvöka. Reynt var að minnka niðurbrot eCG og auka heimtur með því að losa hormónið af við hærra sýrustig (pH 3) og við 4°C. Mestur hluti hormónsins losnaði við pH 3, en þó nokkuð var enn bundið og losnaði af við lækkandi sýrustig. Niðurstöður úr rafdrætti og mótefna »blotti« sýndu lítinn sem engan mun á niðurbroti hormónsins hvort sem það var losað við pH 3 eða pH 2.2. NÝ AÐFERÐ TIL AÐ MÆLA GLÚTAÞfÓN PEROXÍDASA Höfundar: Baldur Símonarson, Guðný Eiríksdóttir. Lífefnafræðistofa, Vatnsmýrarvegi 16 Virkni lífhvatans glútaþíón peroxídasa (GSH-Px) í blóði hefur verið mæld til að kanna selenástand manna og dýra, en snefilefnið selen (Se) er hluti af lífhvatanum. Selenskortur hefur verið settur í samband við ýmsa sjúkdóma, en niðurstöðum ber alls ekki saman um þetta. Öft er erfitt að bera saman niðurstöður mismunandi rannsókna vegna þess að mismunandi mælingaraðferðir fyrir ensímið eru notaðar. Við viljum því kynna hér nýja aðferð til að mæla ensímið í blóði. Aðferðin byggir á notkun dímerkaptósúksfnats sem er sérhæfður hindri fyrir ensímið. Við teljum að aðferðin sé nákvæmari og auðveldari í framkvæmd en þær mælingaraðferðir sem hafa verið mest notaðar. EINANGRUN PRÓTEINA MEÐ VATNSLEYSINNI GRIPFJÖLLIÐU f ÖRSÍUNARKERFI Höfundar: Kristmundur Sigmundsson, Hörður Filippusson. Lífefnafræðistofa Háskóla íslands Hæfileiki margra lífefna til að mynda sérhæfð tengsl við önnur efni liggur til grundvallar ýmsum aðferðum til einangrunar lífefnanna. Gripgreining á súlu (affinity chromatography) er til dæmis algeng tækni, en þá er griphópur festur á óleysið burðarefni. Vatnsleysnar fjölliður má einnig nota sem burðarefni í gripgreiningu, og er þá notuð örsíunartækni til að skilja fjölliðuna frá smærri sameindum (affinity ultrafiltration). Útbúið var gripgreiningarkerfi til einangrunar á trypsíni. Kerfið samanstóð af vatnsleysinni gripfjölliðu, hvarfkeri, dælu og örsfu. Griphópur fjölliðunnar var N-acryloyl- m-aminobenzamidín, samkeppnishindri fyrir trypsín. Kerfið var prófað með því að einangra trypsín úr lausn sem einnig innihélt chymotrypsín. Bindigeta 0.7% fjölliðulausnar /w/v) mældist um 8 mg/ml fyrir trypsín. Óveruleg binding mældist fyrir chymotrypsrn. Eftir útskolun á chymotrypsíni var trypsínið losað af kerfinu með benzamidínlausn. Heimtur á trypsíni voru um 80%. Til að kanna eiginleika og annmarka þessa kerfis var gert af þvr' stærðfræðilegt líkan. Líkanið sýndi góða samsvörun við hegðun kerfisins við einangrun trypsíns frá chymotrypsíni. Kerfinu var beitt við einangrun trypsíns úr úrdrátlarlausn úr lambabrisi og útkoma borin saman við spá sem Iíkanið gaf. Niðurstöður sýndu viðunandi samsvörun spágilda líkansins við mældan próteinstyrk í útskoli frá gripörsíunarkerfinu. SMÍÐI OG ATHUGANIR Á BYGGINGU VATNSLEYSINNAR GRIPFJÖLLIÐU FYRIR EINANGRUN Á TRYPSÍNI Höfundar: Kristmundur Sigmundsson, Hörður Filippusson. Lífefnafræðistofa Háskóla fslands Markmið þessa verkefnis var smíði vatnsleysinnar gripfjölliðu með sérhæfða bindigetu fyrir trypsín og sem hentaði til notkunar r' örsíunarkerfi, til einangrunar á trypsíni (affinity ultrafiltration system). Smíðaður var griphópur fyrir trypsín, N-akryloyl- m-amínóbenzamidín, sem hentar til innliðunar í pólýakrýlamíð fjölliðu. Samfjölliðun þessa efnis við akrýlamíð Ieiddi til myndunar fjölliðu með sérhæfða bindigetu fyrir trypsín. Fjölliðan var einangruð og hreinsuð í örsíunarkerfi með síumörk 100.000 dalton og 300.000 dalton. Hingað til hefur reynst erfitt að greina sambærilegar fjölliður með tilliti til samsetningar. Var því leitast við að greina stærð og samsetningu þessarar fjölliðu með tiltækum aðferðum. Stærðardreifing var könnuð með hlaupsíum. Reynt var að greina samsetningu með litrófsmælingum og kjamsegulómun (NMR). Gerð verður grein fyrir niðurstöðum þessara mælinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.